Föstudagur 18. apríl 2025
Heim Blogg Síða 6

Vestfjarðastofa: fundir um áfangastaðaáætlun á Vestfjörðum

Frá fundunum. Myndir: Vestfjarðastofa.

Í vikunni stóð Markaðsstofa Vestfjarða fyrir tveimur opnum fundum um  gerð nýrrar áfangastaðaáætlunar Vestfjarða, þar sem ferðaþjónum og íbúum var gefinn kostur á að koma að mótun framtíðarstefnu í ferðamálum á Vestfjörðum. Fundirnir voru haldnir á Dokkunni á Ísafirði og á Skútanum á Patreksfirði.

Markmið áfangastaðaáætlunar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestu til samfélagsins um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki. Áætlunin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfis og reynir að skapa jafnvægi. Hún auðveldar íbúum að hafa áhrif á hvernig ferðaþjónustan þróast og hvaða skref skuli taka. Þannig eru meiri líkur á að uppbyggingin hafi jákvæð áhrif á efnahag og samfélag.

María Hjálmarsdóttir, sem sérhæfir sig í ráðgjöf á þessu sviði, stýrði fundinum á Ísafirði og er til ráðgjafar við vinnslu áætlunarinnar.

Góð þátttaka var á báðum fundunum og þeir tókust vel að sögn Vestfjarðastofu.

Auglýsing

Grjóthrun á Súðavíkurhlíð: féll á bíl

Frá grjóthruninu á Súðavíkurhlíð í dag. Mynd: Hafþór Ingi Haraldsson.

Grjóthrun varð í dag á Súðavíkurhlíð, við svonefnda Skjólhamravík. Féll grjótið á bíl og skemmdi hann. Varð að kalla til lögreglu og sjúkrabíl og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús.

Hafþór Ingi Haraldsson kom að atvikinu og taldi hann bílinn vera mjög skemmdan ef ekki ónýtan. Hafþór sagði að ökumaður hefði virst vera eitthvað lemstraður en óslasaður.

Auglýsing

Um 800 dagdvalarrými eru á landinu og þeim þarf að fjölga

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ásamt starfshópnum. Þura Björk Hreinsdóttir, formaður hópsins, afhendir skýrsluna.

Félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur tekið á móti skýrslu starfshóps um eflingu dagdvalar á landsvísu.

Verkefni hópsins var að koma með tillögur um endurskilgreiningu á hlutverki og markmiðum þjónustu dagdvala þannig að úrræðið styddi betur við þarfir fólks sem býr heima. Þá skyldi hópurinn greina og leggja fram gögn um það hver þörfin væri fyrir dagdvalarrými, bæði almenn og sérhæfð – og hver þörfin væri fyrir lengdan og/eða sveigjanlegan opnunartíma dagdvala.

Á grunni slíkrar greiningar yrði unnið að gerð samninga um sveigjanlegar dagdvalir um land allt.

Hópnum var einnig ætlað að koma með tillögu að greiðsluþátttöku þeirra sem nýta sér þjónustu dagdvala og gera tillögu að því hvaða matstæki skuli notað til að meta þörf eldra fólks fyrir dagdvöl, meta framvindu og hvernig forgangi skuli háttað.

Einnig skyldi hann skoða ferli beiðna, þátt heimaþjónustu í mati og hvernig gera megi ferlið stafrænt. Loks skyldi hópurinn fjalla um nýtt heiti yfir dagdvalir, sem fæli í sér virkni og virkaði hvetjandi fyrir aldraða til að nýta sér þjónustuna.

Auglýsing

Lögreglan fylgist með umferðinni

Lögreglan á Vestfjörðum hefur undanfarna daga haft afskipti af 10 ökumönnum vegna hraðaksturs.

Hraðakstursbrotin hafa átt sér stað vítt og breitt um umdæmið. Sá sem hraðast ók var mældur á 146 km. hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km. Það var í Ísafjarðardjúpi. Sá má búast við hárri sekt og ökuleyfissviptingu.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að flytja farm sem ekki hafði verið festur nægjanlega. Mikilvægt er að tryggja umferðaröryggi vel þegar slíkur flutningur á sér stað og að hann sé vel merktur og farið sé eftir þeim reglum sem um það gilda.

Þá hefur lögreglan haft afskipti af akstri ungmenna á léttum bifhjólum og hlaupahjólum. Í öllum tilvikum hefur lögreglan gert foreldrum viðkomandi viðvart. Lögreglan minnti á dögunum á þær reglur sem gilda um notkun slíkra farartækja, sjá færslu hér á facebookinni. Allt snýst þetta um umferðaröryggi. En alvarleg slys hafa orðið í umferðinni, einmitt í tengslum við notkun á hlaupahjólum, rafmagnshjólum, léttum bifhjólum og þ.h.

Eins og áður kom fram virðast sumir ökumenn vera að auka hraðann. Minnt er á mikilvægi þess að gæta hófs í öllu og umferðarreglur er ramminn í því sambandi.

Senn líður að páskum og mun lögreglan auka eftirlit sitt í tengslum við þá daga, enda má búast við töluverðri umferð í umdæminu.

Auglýsing

Þjóð­sögu­hellir á bóka­safni Patreks­fjarðar

Á Vestfjörðum höfum við náttúruna allt í kringum okkur. Þar er að finna endalausar uppsprettur þjóðsagna og ævintýra, þar á meðal stóra steina sem margir hverjir eru sennilega steingerð tröll.

Þjóð­sögu­hellir bóka­safnins á Patreks­firði, sem er hluti af barna­menn­ing­ar­há­tíð­inni Púkanum, verður opinn fimmtu­daginn 10. apríl og föstu­daginn 11. apríl klukkan 14:00-18:00.

Hellirinn er staðsettur í framtíðarrými bókasafnsins þar sem Skor var áður til húsa (gengið er inn um núverandi inngang bókasafnsins) og verður hluti af hinu nýja bókasafni.

Auglýsing

Leyfi á haf- og strandsvæðum birt í vefsjá

Skipulagsstofnun hefur nú birt leyfi fyrir framkvæmdum og starfsemi á haf- og strandsvæðum í sérstakri vefsjá. Þar er strandsvæðisskipulag Austfjarða og Vestfjarða jafnframt birt.

Birting leyfa á vef Skipulagsstofnunar er samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða þar sem kveðið er á um að leyfisveitendur skulu senda Skipulagsstofnun upplýsingar um útgefin leyfi á haf- og strandsvæðum og að stofnunin birti þau í vefsjá.

Vefsjáin birtir leyfi sem eru aðgengileg sem landupplýsingar og byggja upplýsingarnar á gögnum þeirra stofnanna sem veita leyfin. Leyfin eru sett fram sem punktar og sýna staðsetningu leyfanna út frá miðpunkti hvers svæðis. Frekari upplýsingar um leyfin og nákvæmari afmörkun þeirra má nálgast hjá viðkomandi leyfisveitendum.

Með því að birta útgefin leyfi á einum stað fæst betri yfirsýn yfir þá starfsemi sem stunduð er á haf- og strandsvæðum og betra tækifæri til að fylgjast með þróun hennar.

Er þetta fyrsta útgáfa af vefsjánni og má vænta þess að framsetning muni þróast og að fleiri tegundir leyfa bætist við.

Strandsvæðisskipulagssjá

Auglýsing

Náttúrustofa Vestfjarða: opinber framlög aðeins 41 m.kr. af 144 m.kr. tekjum

Ráðhúsið í Bolungavík. Náttúrustofa Vestfjarða er þar til húsa.

Ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir 2024 hefur verið lagður fram. Athygli vekur að af 144 m.kr. tekjum ársins eru opinber framlög aðeins tæplega 41 m.kr. Frá ríkinu komu 31 m.kr. og frá sveitarfélögunum rúmar 9 m.kr.

Seld þjónusta skilaði 63 m.kr. í tekjur og fengnir styrkir voru 23 m.kr.

Afkoma ársins var jákvæð um 2,1 m.kr.

Stærsti útgjaldaliður var laun og tengd gjöld sem nam 110 m.kr. Stöðugildin á árinu voru 10.

Náttúrustofa Vestfjarða starfar samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og samkvæmt rekstrarsamningi milli Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar frá 29. apríl 2019.

Hlutverk Náttúrustofu Vestfjarða samkvæmt lögum (60/1992) er:
að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir,
einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.

  • að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga.
  • að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar
    samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni.
  • að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni
    sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila.
  • að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7. gr. náttúrverndarlaga nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.

Auglýsing

Vísindaport: Hvernig er að starfa sem rithöfundur?

11.04.2025 kl. 12:10

Að þessu sinni mun rithöfundurinn Satu Rämö koma til okkar í Vísindaport og spjalla um rithöfundarstarfið. Hún mun sérstaklega ræða um það hvað skiptir máli þegar vinsældir bóka aukast og skrifin verða óvænt að aðalstarfi.

Satu er fædd í Finnlandi en flutti til Íslands fyrir tuttugu árum. Hún býr nú á Ísafirði með fjölskyldu sinni. Hún er með BA-gráðu í íslensku sem annað tungumál frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá Helsinki i Finnlandi. Satu hefur starfað sem rithöfundur í fimmtán ár og skrifað margs konar bækur – ferðabækur, kennslubækur, prjónabækur og fleira.  Satu er okkur mörgum kunnug, en hún skaust upp á stjörnuhimininn með skrifum sínum á glæpasögu seríunni HILDUR. 

Fyrsta bókin í HILDUR-seríunni kom út árið 2022, og síðan hafa bæst við þrjár bækur. Sögurnar hafa notið mikilla vinsælda og hafa selst í yfir einni milljón eintaka í prent-, raf- og hljóðbókarformi.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079

Erindið fer fram á íslensku

Auglýsing

Reykjavíkurflugvöllur: borgin svarar ekki erindum Isavia um öryggismál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi hefur vakið athygli á því að Reykjavíkurborg hafi ekki svarar þremur erindum Isavia um öryggismál á flugvellinum.

Í pósti til Bæjarins besta segir hann að Isavia hafi sent erindi vegna allra málanna til Reykjavíkurborgar sumarið 2023. Ekkert erindanna hafi verið afgreitt og tveimur hafi ekki verið svarað.

„Ég tel að óhæfilegur dráttur hafi orðið á meðferð málanna, sem rekja megi til þeirrar pólítísku stefnu borgarinnar mörg undanfarin ár að þrengja beri að flugvellinum og stuðla þannig að því að hann víki frá núverandi stað. Tel ég sérstaklega ámælisvert að sú stefna hafi orðið til þess að sjálfsagðar endurbætur eins og þessar, allar í öryggisskyni, hafi ekki hlotið eðlilega meðferð í borgarkerfinu heldur orðið þessari tafastefnu að bráð.

Umsögn barst loks frá skipulagsfulltrúa í lok febrúar sl. varðandi samgöngumastrið. Í því felst þó engin samþykkt heldur er kveðið á um að vinna þurfi deilsikipulagstillögu áður en lengra er talið. Engin svör hafa hins vegar borist frá borginni varðandi aðflugsljósin og færslu bensíngeymanna, sem ég tel óviðunandi enda um mikilvæg öryggismál að ræða.“

Erindin varða aðflugsljós, færslu eldsneytisgeyma og uppsetningu á myndavélamastri fyrir fjarturn við Reykjavíkurflugvöll. 

Kjartan segir að óviðunandi sé að slík öryggismál flugvallar hrakhraufist um borgarkerfið árum saman án niðurstöðu. Um tuttugu mánuðum eftir að erindin voru send bárust loks álit umsagnir frá borginni varðandi tvö málin þar sem kveðið er á um að vinna þurfi deiliskipulagstillögu um þau áður en lengra sé haldið. Ekkert erindanna hefur enn hlotið afgreiðslu og skýr svör hafa ekki fengist um hvort viðkomandi framkvæmdir verði leyfðar.

Auglýsing

Strandabyggð: óska eftir viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

Frá Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn að óska eftir óformlegum viðræðum við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp um sameiningu sveitarfélaganna.

Fram kom á fundinum að Þorgeir Pálsson, oddviti væri búinn að ræða við hlutaðeigandi oddvita og sveitarstjóra.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Í febrúar synjuðu sveitarstjórnir Reykhólahrepps og Dalabyggðar erindi frá Strandabyggð um sameiningarviðræður.

Auglýsing

Nýjustu fréttir