Fimmtudagur 5. september 2024
Síða 52

Menntaskólinn á Ísafirði með íslenskubraut fyrir nemendur af erlendum uppruna

Kvennaskólinn í Reykjavík, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Menntaskólinn á Ísafirði munu bjóða upp á nýjar íslenskubrautir í haust. Ætlunin er að auka námsframboð fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 

Markmið brautanna er að þjálfa nemendur í íslensku máli, menningarfærni og stuðla að félagslegri vellíðan og virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Um tveggja ára nám er að ræða. Við lok náms eiga nemendur að vera undirbúnir fyrir nám í íslenskum framhaldsskólum og búa yfir íslenskukunnáttu sem nýtist jafnt í námi sem og á vinnumarkaði.

Samhliða auknu námsframboði framhaldsskóla fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn mun stuðningur við skóla stóraukast með verkefninu Menntun Móttaka Menning (MEMM)

Í gegnum MEMM verkefnið verður byggður upp stuðningur við framhaldsskóla varðandi móttöku og menntun nemenda af erlendum uppruna og lögð áhersla á ráðgjöf, fræðslu og aðgengi að námsefni og gagnlegum verkfærum. Markmiðið er að samræma verklag og byggja upp þekkingu og færni meðal annars með því að nýta þá þekkingu sem skapast hefur á þessu sviði innan sveitarfélaga, framhaldsskóla og fræðasamfélagsins.

Í tilefni sameiningar – Þorpin þrjú

Ljóðasetrið sótti um og fékk styrk frá Vesturbyggð vegna verkefnis sem kallast Þorpin þrjú og er haldið í tilefni af sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps nú á dögunum.

Í þessu nýja sameinaða sveitarfélagi eru þrjú þorp og eitt þeirra, Patreksfjörður, þorpið hans Jóns úr Vör. Hin tvö eru Bíldudalur og Tálknafjörður. Verða viðburðir í þorpunum þremur dagana 4. og 5. júlí.

Skáldin sem koma fram eru Ólafur Sveinn Jóhannesson frá Tálknafirði og Þórarinn Hannesson frá Bíldudal og sérstakur gestur verður Birta Ósmann, sem á dögunum var útnefnd bæjarlistamaður Vesturbyggðar 2024.

Ólafur og Þórarinn hafa báðir samið töluvert af ljóðum um æskuslóðir sínar fyrir vestan og munu þeir flytja þau auk ljóða Jóns úr Vör í tali og tónum og Birta mun flytja ljóð úr bókum sínum. Auk þess mun Þórarinn segja frá starfsemi Ljóðasetursins.

Í lok hvers viðburðar verður spjall um þorpin þrjú í nútíð og þátíð.

Fjölmenni á götuhátíðinni á Flateyri

Margmenni var við sölutjaldið.

Fjölmennt var á götuhátíðinni á Flateyri sem haldin var um helgina. Á laugardaginn var götumarkaður haldinn í góðu og sólríku veðri, þótt mætti hafa verið hlýrra. Fjölskyldufólk mætti þar með börn sín sem léku sér í leiktækjum og stórt tjald var fyrir sölubása. Þar voru margir að selja vöru sína. Meðal annars var hægt að kaupa dýrindis málsverði og setjast niður í tjaldinu og njóta þeirra.

Í sölutjaldinu.

Hér er m.a. til sölu harðfiskur.

Frá Brjánslæk á Barðaströnd voru komin Halldóra Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson og seldu unnar kjötvörur.

Ærslabelgurinn var vinsæll af yngri kynslóðinni.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungssamband Vestfirðinga: hætta þátttöku í Earth Check umhverfisstjórnun

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur samþykkt að taka undir tillögu framkvæmdaráðs Earth Check á Vestfjörðum um að hætta þátttöku í Earth Check og fól starfsmönnum og framkvæmdaráði að hefja undirbúning að nýju umhverfisstjórnunarkerfi í samráði við sveitarfélögin á Vestfjörðum.

Segir stjórnin að af margvíslegum ástæðum, hafi EarthCheck kerfið aldrei virkað sem stjórntæki sveitarfélaganna í ákvarðanatöku sinni og því aldrei virkað sem umhverfisstjórnunarkerfi eins og því er ætlað. Telur stjórnin að nýta eigi tímann fram að næsta fjórðungsþingi til þess að fara yfir aðra kosti í umhverfisstjórnun , skapa umræðu og hafa samráð út í sveitarfélögin.

Tillaga stjórnar fjóðrungssambandsins verður tekin fyrir hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir í morgun og samþykti að hætta í verkefninu Earth Check þar sem þátttaka hafi ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með.

Ísafjörður: samsetning á eldiskví á Sundabakka

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leigja færeyska fyrirtækinu KJ Hydraulik aðstöðu á Sundabakka um þriggja vikna skeið  vegna samsetningar á laxeldiskví fyrir Háafell. Um er að ræða kví sem er 160 metrar í ummál og þvermálið er 55 metrar.

Nefndin fól skipulagsfulltrúa að útbúa samning með kvöðum sem varða frágang og skil á svæðinu. Um er að ræða tímabundin afnot frá miðjum júlí í allt að þrjár vikur.

Ferðafélag Ísfirðinga: Vatnsdalur – 1 skór

Laugardaginn 6. júlí

Skráning óþörf, bara mæta.

Fararstjórn: Elva Björg Einarsdóttir frá Seftjörn á Barðaströnd, höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur – göngubók. Mæting kl. 8.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að bílastæði við Kofanes í Vatnsfirði (inn afleggjara í botni Vatnsfjarðar) um kl. 10.00. Sameinast í bíla og ekið að þjóðhátíðarsvæðinu innan vatnsins. Gengið þaðan eftir krókóttum og mishæðóttum göngustígum inn í dalbotninn. Fylgst verður með fjölbreyttu plöntu- og dýralífinu í gróðursælum dalnum og hinum náttúrufyrirbærunum sem eru stærri í sniðum, svo sem fossum og giljum. Dalbotninn er magnaður staður. Sagðar verða sögur þar sem landnám Íslands og þjóðhátíðin árið 1974 bera eflaust hæst, auk friðunar fjarðarins í kjölfar hátíðarinnar.

Vert er að hafa með sér flugnanet. Mögulega þarf að vaða yfir einn læk. Oftast má þó stikla eða stökkva yfir hann. Vegalengd, fram og til baka frá bílastæði: 6 km, göngutími: um 5 klst., hækkun: lítil sem engin.

Þátttökugjald er ekkert en æskilegt að þáttakendur taki þátt í bensínkostnaði þiggi þeir far með farkosti annarra.

Háafell: 2 milljarðar kr. í uppbyggingu á Nauteyri

Frá Nauteyri. Mynd: Háafell.

Uppbyggingin á landeldisstöð Háafells að Nauteyri hefur staðið í nokkur ár, fyrst með endurnýjun á öllum helsta búnaði í gömlu stöðinni og síðan með nýframkvæmdum sem hófust maí í fyrra. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafellssegir að um sé að ræða nýtt seiðaeldishús, sjódælustöð, varaaflstöð og hreinsistöð auk þess sem Orkubú Vestfjarða reisti nýja spennistöð við Nauteyri.

Heildarkostnaður Háafells hingað til eru tæplega tveir milljarðar en strax er byrjað að leggja drög að næsta seiðaeldishúsi sem mun verða í framkvæmd næsta eitt og hálfa árið.

Gauti segir að allar þessar framkvæmdir séu liður í stefnu Háafells að verða sjálfbær um framleiðslu hraustra seiða. „Með auknu eldisrými og plássi gefst ennfremur tækifæri til þess að stækka stærð seiðanna sem fara í sjó og þannig stytta eldistíma þeirra í sjónum. Við stefnum að því að formleg opnun verði í lok sumars á nýja seiðaeldishúsinu.“

Bónus Ísafirði: 300 fermetra stækkun

Bónus Ísafirði hefur tekið í noktun 300 fermetra stækkun á húsnæði verslunarinnar. Pólska búðin sem var þar, er flutt upp á aðra hæð í sama húsi og heldur áfram starfsemi sinni.

Endurbætur á húsninu hófust í febrúar og stóðu yfir til loka maí. Þá tóku við endurbætur og breytingar á versluninni sjálfri og er þeim nýlokið. Uppröðun og flæði var breytt, allt aðgengi stórbætt, vöruvalið aukið og gert sem líkast öðrum verslunum Bónus. Einnig voru settar upp rafrænar verðmerkingar, nýjar merkingar innan og utan. Sjálfsafgreiðslukassar og Gripið & greitt hefur verið tekið í notkun sem er nýjung í Bónus Ísafirði en með þeim standa eftir 3 venjulegir nýir beltakassar, þannig að í dag eru 7 afgreiðslu möguleikar í einu hverju sinni í stað 4 beltakassa áður.

Verslunin var opin allan tímann sem endurb´tur stóðu yfir. 1.júní sl var afmælis-opnunarhátíð eftir þessar breytingar og fagnað 25 árum verslunar Bónus á Ísafirði, sem jafnframt er elsta landsbyggðar verslun fyrirtækisins með samfelldan rekstur á sama stað.

Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus afhenti Sigurði slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar peningastyrk til kaupa á handtæki fyrir ómskoðun fyrir fyrstu hjálp í sjúkrabíl með þakklæti til þeirra og samfélagsins alls frá Bónus.

Verslunarstjóri Bónus Ísafirði í dag er Nikolas Knop, aðstoðarverslunarstjóri Aleksander Koszałka.

Svæðisstjóri Bónus er Jón Ævar Sveinbjörnsson.

Umsjón með breytingunum fyrir hönd Bónus hafði Auðunn Pálsson, en hefur séð um þessa hluti síðustu 25 árin fyrir verslunarsamstæðuna og var þetta lokaverkefni hans.

Starfsmenn með nýja Bónusmerkið.

Endurbæturnar voru miklar.

Gripið og greitt er nýjung.

30 manns með Ferðafélaginu yfir Álftafjarðarheiði

Mynd: Ómar Smári/Ferðafélag Ísfirðinga

Ferðafélag Ísfirðinga stóð fyrir gönguferð yfir Álftafjarðarheiði í gær þar sem gengið var frá Seljalandi í Álftafirði um Álftafjarðarheiði og yfir að Kirkjubóli í Korpudal.

30 manns tóku þátt í ferðinni en fararstjórar voru Barði Ingibjartsson og Ómar Smári Kristinsson.

Ferðafélagið stendur fyrir fjölda ferða í sumar en nánar má lesa um þær á vefsíðu félagsins, ferdafis.is, og Facebooksíðu félagsins.

Myndir: Ómar Smári/Facebooksíða Ferðafélags Ísfirðinga.

Norðurtangi: framkvæmdir ganga vel við fyrirstöðugarð

Frá framkvæmdum við fyrirstöðugarðinn í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Framkvæmdir ganga vel við áfanga II í gerð fyrirstöðugarðs við Norðurtangann á Ísafirði. Það er fyrirtækið Grjótverk ehf sem fékk verkið eftir útboð. Tilboð þess var 31 m.kr. en kostnaðaráætlun var 45 mkr.

Fyrirstöðugarðurinn verður lengdur um 180 metra en áður var búið að leggja 80 metra. Samtals er áætlað að setja út um 11.300 rúmmerta af grjóri og kjarna.

Nýjustu fréttir