Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki frjálsu félagasamtökin, björgunarsveitirnar, kvenfélögin, íþróttafélögin, leikfélögin og hin ýmsu sjálfboðaliðasamtök?
Þessi félög tilheyra “Félags og samstöðuhagkerfinu” og eiga það sameiginlegt að sækjast ekki eftir hagnaði heldur vilja bæta heilsu, vellíðan og lífsgæði fólks og auka samheldni og samstöðu í nærsamfélaginu.
Þann 13. september verður haldin ráðstefna í Háskólasetri Vestfjarða um félags- og samstöðuhagkerfið frá klukkan 12:00 – 17:45. Fyrirlesarar koma bæði að utan og frá svæðinu. Markmiðið með ráðstefnunni er að vekja athygli almennings og bæjaryfirvalda á mikilvægi slíkra félaga fyrir samfélögin á Vestfjörðum. Ef vel er á haldið þá getur þátttaka hins almenna borgara í þessu hagkerfi styrkt hann sjálfan og lýðræðið í bæjunum og aukið samneytið og samheldnina innan þeirra.
12:00 – 12:10 Léttar veitingar í boði Háskólaseturs Vestfjarða
12.10 – 12:15 Setning ráðstefnu – Valdimar J. Halldórsson, Suðureyri.
12:15 – 12:25 Forseti Íslands – Halla Tómasdóttir.
12:25 – 12:40 Félags- og samstöðuhagkerfið í dönsku dreifbýli (á ensku) Prófessor Linda Lundgaard Andersen. Forstöðumaður Miðstöðvar um Félagslega Sjálfbærni, Roskildeháskóla, Danmörku.
12:45 – 13:00 Samvinnufélög í dag og í framtíðinni (á ensku). Dr. Giulia Galera. Rannsakandi hjá Evrópsku rannsóknarstofnuninni um samvinnufélög og önnur félagsleg fyrirtæki (Euricse), Trenton háskóla, Ítalíu.
13:05 – 13:20 Félags og samstöðuhagkerfið og sköpun mannsæmandi
starfa – Magnús M. Norðdal, sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála, ASÍ.
13:25 – 13:40 Ófjárhagsleg félög: Helstu valkostir? – Prófessor Ómar H. Kristmundsson, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasviði, Háskóla Íslands. Kennir Stjórnun og skipulag félagasamtaka og fleira.
13:45 – 14:00 Menntun í samfélagslegri nýsköpun – Prófessor Steinunn Hrafnsdóttir, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Kennir Stjórnun og rekstur félagasamtaka, Sjálfboðastörf og fleira.
14:05 – 14:20 Kaffihlé
14:25 -14:40 Björgunarsveitir – Ólafur Halldórsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar, Suðureyri.
14:45 – 15:00 Act alone – Elfar Logi Hannesson, Þingeyri.
15:05 – 15:20 Vesturbros – Katrín Ugla Kristjánsdóttir og Rebekka Líf Karlsdóttir, Bolungarvík.
15:25 – 15:40 Jafningjaþróun innan og utan kerfisins – Freymar Marinóson, Tálknafirði.
15:45 – 16:05 Kaffihlé
16:05 – 16:20 Gróandi – Hildur Dagbjört Arnardóttir, Ísafirði.
16:25 – 16:40 Netagerðin, skapandi vinnustofur – Heiðrún Björk Jóhannesdóttir, Ísafirði.
16:45 – 17:00 Íslenskukennsla fyrir útlendinga – Helga Konráðsdóttir, Suðureyri.
17:00 – 17:45 Pallborðsumræður – Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum: Arna Lára Jónsdóttir (Ísafjarðarbær), Jón Páll Hreinsson (Bolungarvík), Bragi Þór Thoroddsen (Súðavíkurhreppur), Þorgeir Pálsson (Strandabyggð), Gerður Björk Sveinsdóttir (Tálknafjörður og Vesturbyggð), Ingibjörg Birna Erlingsdóttir (Reykhólahreppur). Spyrjandi: Gylfi Ólafsson.
17:45 Ráðstefnulok – Kynnir Valdimar J. Halldórsson.
18:10 Rúta á flugvöllinn
Ráðstefnan er öllum opin og er gjaldfrjáls.