Síða 41

Ísafjarðarbær: 947 tonna byggðakvóti og óbreyttar reglur

Þigeyrarhöfn í júlí í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Matvælaráðuneytið hefu tilkynnt Ísafjarðarbæ að til byggðalaga í sveitarfélaginu hafi verið úthlutað 947 tonnum af botnfiski í byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári, ayk 169 tonna sem eru eftistöðvar af byggðakvóta síðasta árs, samtals 1.116 tonnum.

Bæjarráðið ákvað að sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar verði eins fyrir árið 2024-2025, eins og þær voru 2023-2024.

Eftir því sem næst verður komist voru þær eins og reglurna fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Úthlutað er 1 tonni til hvers báts með frístundaveiðileyfi og því sem þá er eftir er skipt milli annarra báta sem til greina koma þannig að 40% er skipt jafnt og eftirstöðvum er skipt hlutfallslega milli báta eftir lönduðum afla á árinu 2021/2022.

Nýtt deiliskipulag fyrir Suðurtanga – fjórar lausar lóðir auglýstar

Nýtt deiliskipulag fyrir Suðurtanga á Ísafirði hefur verið auglýst í stjónartíðindum og hefur tekið gildi.

Í nýju deiliskipulagi Suðurtanga á Ísafirði eru samtals 21 nýjar lóðir. Búið er að gera samkomulag um úthlutun tveggja lóða. Annars vegar við Þrym hf. um lóðina Hrafnatanga 2 og hins vegar við Hraðfrystihúsið – Gunnvöru hf. og Háfell ehf. um Ásgeirsgötu 2. Þá er einnig gert ráð fyrir slökkvistöð við Suðurtanga 1 og Hampiðjan hf. hefur fengið Skarfatanga 6 úthlutað.

200 milljónir króna í gatnagerð

Í minnisblaði sem lagt var fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðabæja kemur fram að talsverður fjöldi lóðanna er ekki úthlutunarhæfur fyrr en að lokinni gatnagerð, á það sérstaklega við lóðir sem standa við Suðurtanga. Gert er ráð fyrir að kostnaður við gatnagerðina hlaupi á rúmlega 200 milljónum króna.

Kerecis hf. hefur lýst yfir áhuga á lóðum á Suðurtanga og hefur þar verið horft til lóðanna við Suðurtanga 24 og 26 og hefur Ísafjarðarbær staðið fyrir jarðvegsrannsóknum á lóðunum.
Einnig hefur komið til tals að Kerecis fái lóðina Æðartanga 4-6 en ekki liggur fyrir samkomulag við fyrirtækið um úthlutun og endanlega staðsetningu. Hábrún ehf. var með vilyrði um lóð við Hrafnatanga í eldra deiliskipulagi en óvíst er með áform fyrirtækisins og hvaða áhrif breytt skipulag hefur á þau.

Fjórar lóðir Hrafnatangi 4 og 6, og Æðartangi 9 og 11 eru tilbúnar til úthlutunar og var bæjarstjóra falið að setja þær á lista yfir lausa lóðir. Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur heimild til fullnaðarákvörðunar um málið.

Hafró: engar loðnuveiðar

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun verið við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags í síðustu viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan.

Bæði skipin fóru yfir allt svæðið eftir mismunandi leiðarlínum og því er um að ræða tvær óháðar mælingar á magninu þar. Bráðabirgða niðurstöður sýna ívið lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan á sömu slóðum. Það er því ljóst að niðurstöðurnar munu leiða til óbreyttrar ráðgjafar um engar veiðar.

Þetta kemu fram í tilkynningu frá Hafannsóknarstofnun sem send var út um helgina.

Hafrannsóknastofnun ráðgerir að Árni Friðriksson fari til loðnuleitar norður að landinu öðru hvoru megin við næstu helgi. 

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.

Mjög langur vegur er vitanlega frá því að allt sem gert hafi verið í nafni Sjálfstæðisflokknum á undanförnum árum hafi verið gagnrýnisvert. Hins vegar hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að horfa fremur á það sem illa hefur tekizt til með en vel og því miður hefur þar verið af nógu að taka. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurheimta trúverðugleika sinn en til þess þurfa kjósendur trúverðuga ástæðu til að horfa til framtíðar í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn.

Við getum þannig kosið formann sem verið hefur í framvarðssveit Sjálfstæðisflokksins um langt árabil og ber fyrir vikið sína ábyrgð á því hvernig haldið hefur verið á málum. Formann sem mun líklega þurfa að endurheimta eigin trúverðugleika áður en hann getur einbeitt sér að trúverðugleika flokksins. Eða við getum kosið formann sem getur skellt sér strax af öllu afli í það mikilvæga verkefni að endurreisa Sjálfstæðisflokkinn og veita ríkisstjórninni kröftugt aðhald.

Vel til þess fallin að sameina flokkinn

Ég tel að bezti kosturinn í þeim efnum sé Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ólíkt öðrum þeim sem helzt hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir formenn Sjálfstæðisflokksins hefur Guðrún ekki verið árum saman í stjórnmálum. Á þeim tíma sem hún hefur verið það hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn sem framkvæmdamanneskja með bein í nefinu enda með mikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf meðal annars og ekki sízt að efla tengslin við atvinnulífið. Við þurfum formann sem bæði hefur skilning á hagsmunum almennings og þörfum atvinnulífsins, ekki sízt lítilla og meðalstórra fyrirtækja þaðan sem Guðrún kemur, og mikla reynslu af störfum innan þess. Aðrir sem helzt hafa verið nefndir í umræðunni sem mögulegir formenn eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa nánast ekki reynslu af öðrum störfum en þátttöku í stjórnmálum.

Þar sem Guðrún á ekki að baki mjög langan feril í stjórnmálum, en engu að síður árangursríkan, er hún ekki brennimerkt einni fylkingu innan Sjálfstæðisflokksins umfram aðrar og fyrir vikið afar vel til þess fallin að sameina flokksmenn þvert á fylkingar. Guðrún er enn fremur af landsbyggðinni en hefur um leið verið í góðum tengslum við höfuðborgarsvæðið í gegnum tíðina. Hún er í raun hinn dæmigerði sjálfstæðismaður, frjálslyndur íhaldsmaður sem ann landi sínu og þjóð.

Sókn eða áframhaldandi varnarsigrar

Við stöndum frammi fyrir þeim veruleika að Sjálfstæðisflokkurinn verði mögulega í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin. Í það minnsta næstu misserin. Ný ríkisstjórn stendur mun veikari fótum en forystumenn hennar vilja halda fram og sú staða mun að öllum líkindum aðeins þróast til verri vegar fyrir hana. Kosningar gætu fyrir vikið hæglega skollið á með skömmum fyrirvara innan ekki svo langs tíma. Flokkurinn þarf sem fyrst að vera undir það búinn og geta sótt fram.

Við þurfum þannig að sameina sjálfstæðismenn, endurheimta trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins og geta samstundis hafizt handa við að nýta til hins ítrasta þau sóknarfæri sem veik og sífellt veikari staða ríkisstjórnarflokkanna mun skapa. Við höfum einfaldlega hvorki tíma til þess né efni á því að bíða á meðan nýr formaður fer í það verkefni að reyna að sannfæra kjósendur um að hann standi fyrir nýtt upphaf þrátt fyrir að hafa verið í forystusveit flokksins árum saman.

Við sjálfstæðismenn höfum einfaldlega val um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hefja strax sókn í kjölfar hans eða gera okkur líklega í bezta falli vonir um áframhaldandi varnarsigra eins og í síðustu þingkosningum. Valið á nýjum formanni hlýtur að snúast fyrst og fremst um það sem flokkurinn þarf til þess að verða aftur það forystuafl í íslenzkum stjórnmálum sem hann lengst af var í þágu lands og þjóðar. Ég er sannfærður um að sá valkostur sé Guðrún Hafsteinsdóttir.

Hjörtur J. Guðmundsson

Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).

Vestfirðir: vond veðurspá fyrir morgundaginn

Lögreglan á Vestfjörðum vekur í kvöld athygli á á slæmri veðurspá fyrir morgundaginn. En búast má við slæmu veðri strax í fyrramálið og síðdegis hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir okkar svæði, sem nær fram á þriðjudagsmorgun.

Hægt e að fylgjast með færðinni á vef Vegagerðarinnar umferdin.is.

Enn hvasst og ófærð á sunnanverðum Vestfjörðum

Ráðhús Vesturbyggðar.

Dynjandisheiði er lokuð og enn er hvasst á sunnanverðum Vestfjörðum. Snjó hefur tekið af vegum og eru hálkublettir en á Kleifaheiði er þungfært en mokstur stendur þar yfir.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að í gærkvöldi, eða um kl.22:45 lýsti Veðurstofa Íslands yfir hættustigi á Patreksfirði hvað varðar nálæg hús við Stekkagil. Í kjölfarið voru 7 hús rýmd. Eitt þessara húsa hýsa er atvinnuhúsnæði (bæjarskrifstofan á staðnum).

Alls voru 14 íbúar í þessum húsum og fóru nokkrir til vina og vandamanna en hinir í gistingu á vegum sveitafélagsins og RKÍ deildarinnar á staðnum. Rýming gekk vel og íbúar tóku henni með rósemd segir í færslu lögreglunnar.

Árnesheppur: samþykkt breytingu á deiliskipulagi Dranga

Heppsnefnd Árneshepps samþykkti á fundi sínum í janúa erindi frá eiganda jaðarinnar Dranga, Fornaseli ehf, um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar. Verður tillagan send í auglýsingu.

Markmiðið með skipulagsbreytingunni er að samræma mismunandi óskir og útfærslur landeigenda Dranga en jafnframt að tryggja að uppbygging verði í sátt við umhverfið. Breytingartillagan felst í breyttum lóðamörkum og stækkun lóða. Áformin og markmiðin eru í grundvallaratriðum þau sömu og í gildandi deiliskipulagi og fjöldi lóða breytist ekki. Heimilt er að byggja allt að 80 fm frístundahús innan byggingarreits á hverri lóð, líkt og í gildandi deiliskipulagi, en auk þess smáhýsi skv. ákvæðum byggingarreglugerðar.  Áhrif skipulagsbreytingar eru metin óveruleg.

Arctic Fish semur við Snerpu

Á myndinni handsala þeir Baldur Smári Einarsson og Stein Ove Tveiten hjá Arctic Fish samninginn við Jóhann Egilsson, þjónustustjóra hjá Snerpu

Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gert langtímasamning við Snerpu um áframhaldandi tölvutækniþjónustu við fyrirtækið. Arctic Fish var stofnað árið 2011 og er eitt umsvifamesta laxeldisfyrirtækið á Íslandi. Snerpa hefur þjónustað fyrirtækið á síðustu árum og segir á vef Snerpu að mikil ánægja sé með áframhaldandi samstarf.

Uppskeruhátíð HHF fyrir árið 2024

Héraðssambandið Hrafna Flóki hélt uppskeruhátíð HHF í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði 15. janúar 2025.

Árið 2024 var mjög öflugt íþróttaár á starfssvæði HHF. Nýjar deildar voru stofnaðar á haustmánuðum í bogfimi hjá Herði á Patreksfirði og rafíþróttadeild hjá Íþróttafélagi Bílddælinga ásamt því að haldið var körfuboltamót í Bröttuhlíð á vegum HHF í samstarfi við önnur íþróttafélög á Vestfjörðum sem tókst einstaklega vel og ákveðið að halda það aftur á þessu ári.

Stærsti viðburður ársins var þegar öflugur hópur frjálsíþróttakrakka fór til Gautaborgar í júli að keppa á alþjóðlegu móti. Annars var keppt á 14 frjálsíþróttamótum á árinu 2024. Krakkarnir settu 47 ný héraðsmet innan og utanhúss á árinu.

Í knattspyrnu var starfið með hefðbundnu sniði og keppt á öllum þeim mótum sem hægt var eða 6 talsins og svo á HHF marga iðkendur sem spila nánast um hverja helgi frá maí til sept á Íslandsmótinu í knattspyrnu með Vestra frá Ísafirði. 

Körfuboltaæfingar hafa verið mjög öflugar síðasta árið og stefnan sett á keppnisferðalag til Stykkishólms núna í mars. Mikill áhugi á körfubolta hjá HHF og mikilvægt að efla hann með því að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d þetta að fara í keppnisferðalag.

Allir iðkendur sem æfðu á vegum aðildarfélaga HHF árið 2024 fengu viðurkenningu og gjöf fyrir þátttökuna á árinu en það voru skærgular HHF húfur, markmiðabók og stressbolti með hvatingarorðum. 

Meðal viðurkenninga sem veittar voru á uppskeruhátíðinni:

Blaðhaus

Blaðhaus er stuttvaxinn og nokkuð þykkvaxinn fiskur, hausstór með stór augu og er þvermál þeirra meira en trjónulengdin og um fimmtungur af hauslengdinni.

Fremst á haus er mjög stuttur naggur og aftan hans mjög lágur kambur eða faldur. Skoltar eru endastæðir og tennur smáar. Uggar eru vel þroskaðir. Bakuggi er styttri en á kambhaus, hinni tegund ættkvíslarinnar sem finnst einnig a Íslandsmiðum. Raufaruggi byrjar um eða aftan við miðjan bakugga. Kviðuggarætur eru framan við rætur eyrugga. Sporður er stór og spyrðustæði frekar grannt, grennra en á kambhaus. Hreistur er allstórt. Blaðhaus getur náð um 14 cm lengd. Litur er grár til brúnleitur.

Heimkynni blaðhauss eru í austan- og vestanverðu Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi. Hann er við Grænland og á Íslandsmiðum. Hér fannst blaðhaus fyrst í júní árið 2001 en þá veiddust nokkrir í flotvörpu á rúmlega 500 m dýpi djúpt suður af landinu . Þeir voru 8-13 cm langir. Einnig veiddust nokkrir djúpt suðaustur af Hvarfi á Grænlandi um svipað leyti og allt niður á um 2000 m dýpi. Þá varð blaðhauss vart í júní árið 2003 utan fiskveiðilögsögu suðvestur af landinu.

Lífshættir: Blaðhaus er miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem lifir á meira en 400-500 m dýpi og niður á um 2000 m dýpi.

Af vefsíðunni hafogvatn.is

Nýjustu fréttir