Úthlutað hefur verið úr Húsafriðunarsjóði fyrir þetta ár 2025. Minjastofnun Íslands bárust alls 242 umsóknir um styrki samtals að upphæð 1.243.927.679 kr. Styrkir eru veittir til 178 verkefna, samtals að upphæð 265.500.000 kr.
friðlýstar kirkjur
Í flokknum friðlýstar kirkjur voru veittir styrkir að fjárhæð 75,3 m.kr. Fimm kirkjur á Vestfjörðum fengu styrk að þessu sinni. Það voru:
Eyrarkirkja , Seyðisfirði 1,5 m.kr.
Árneskirkja eldri, Trékyllisvík, Ströndum 2,4 m.kr.
Staðarkirkja, Aðalvík 1,4 m.kr.
Súðavíkurkirkja 0,9 m.kr.
Sæbólskirkja, Ingjaldssandi, Önundarfirði 0,7 m.kr.
friðuð hús og mannvirki
Í flokknum friðuð hús og mannvirki fóru 14 styrkir til Vestfjarða.
Árós, Strandgata 3b, Hnífsdal 0,4 m.kr.
Gamli spítalinn, Aðalstræti 69, Patreksfirði 0,8 m.kr.
Gramsverslun, Vallargata 1, Þingeyri 0,9 m.kr.
Hafnarstræti 3, Þingeyri 2,0 m.kr.
Herkastalinn, Mánagata 4, Ísafjarðarkaupstað 1,0 m.kr.
Hesteyri, skólahús, Jökulfjörðum 2,3 m.kr.
Holtastígur 9, Bolungarvík 1,3 m.kr.
Karlsbúð, Silfurgata 2, Ísafjarðarkaupstað 1,0 m.kr.
Rauða húsið, Suðurgata 10, Ísafjarðarkaupstað 0,2 m.kr.
Sjóarhús, Suðureyri, Tálknafirði 0,5 m.kr.
Sveinseyri, gamli bærinn, Tálknafirði 0,7 m.kr.
Sveinseyri ytri, Steinhús, Tálknafirði 1,0 m.kr.
Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson (Gamla bókabúðin) Flateyri 1,8 m.kr.
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar, Þingeyri 1,5 m.kr.
önnur hús og mannvirki
Í flokknum önnur hús og mannvirki voru veittir fimm styrkir til Vestfjarða.
Eysteinseyri, hjallurinn, Tálknafirði 0,4 m.kr.
Síldarverksmiðjan Eyri, Ingólfsfirði 0,9 m.kr.
Síldarverksmiðjan Djúpavík, Ströndum 0,9 m.kr.
Sæbólsskóli, Aðalvík 1,0 m.kr.
Veðramæti, Aðalstræti 77a, Patreksfirði 0,5 m.kr.