Laugardagur 2. nóvember 2024
Síða 264

Björgunarfélag Ísafjarðar 25 ára

Björgunarfélag Ísafjarðar (BFÍ) var stofnað árið 1998 þegar Einherjar, Hjálparsveit skáta Ísafirði og Björgunarsveitin Skutull á Ísafirði var sameinað.

Fljótlega var fjárfest í Guðmundarbúð og hafa þónokkrir gallharðir félagar lagt gífurlega vinnu í að innrétta húsnæðið eins og það er í dag. 

Í tilefni afmælisins er boðið í afmæliskaffi í Guðmundarbúð á laugardag frá kl. 14:00 – 17:00 og gestum gefst tækifæri til að skoða húsnæðið, tæki og búnað og kynnast starfi félagsins.

Framkvæmdir við Súðavíkurhöfn

Undanfarna mánuði hefur Háafell ehf. fengið fóðurskip að bryggju í Súðavíkurhöfn.

Skipin hafa verið á 2-3 vikna fresti og skipað upp fóðri í fóðurpramma félagsins í Skötufirði og Kofradýpi, en hefur svo lagst að bryggju með fóður sem geymt er í fóðurgeymslu við Njarðarbraut. 

Súðavíkurhreppur sótti um í fiskeldissjóð fyrir verkefni sem varðar lokun á norðurtanga Súðavíkurhafnar. Gengur verkefnið út á það að fá ISPS vottun fyrir höfnina (öryggissvæði fyrir sjófarendur) og fékkst styrkur til verkefnisins. 

Það er fyrirtækið Græjað og gert efh. sem hefur séð um framkvæmdahliðina og voru þeir nú á dögunum að koma fyrir stöplum til uppsetningar á hliðgrind og girðingu sem unnt er að nota til þess að loka af norðurgarðinn.

Unnið hefur verið að því undanfarið að fá inn tekjur fyrir Súðavíkurhöfn þar sem lítil umsvif hafa verið síðastliðin ár.

Að óbreyttu verður því talsvert meira um að vera við höfnina, einkum í tengslum við fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. 

Tveir nýir stjórnendur hjá Arctic Fish

Baldur Smári Einarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri (CFO) hjá Arctic Fish frá og með 1. janúar næst komandi. Baldur Smári hefur starfað hjá Arctic Fish síðan 2019 sem sérfræðingur í fjármáladeild. Baldur Smári er með Cand. Oecon gráðu í Viðskiptafræði af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu úr fjármálum og endurskoðun.

„Það er okkur mikil ánægja að Baldur Smári hafi viljað taka við sem fjármálastjóri félagsins. Hann hefur unnið hjá félaginu um árabil og þekkir því félagið vel og er með þá reynslu og þekkingu sem við leituðum að,“ segir Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem yfirstjórn félagsins sýnir mér með því að fá að taka við þessu mikilvæga starfi. Arctic Fish hefur alla burði til að vaxa og dafna áfram og það er spennandi vegferð framundan. Ég er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum og hef séð hvað fiskeldið hefur breytt miklu fyrir byggðirnar hér,“ segir Baldur Smári Einarsson

Baldur Smári tekur við af Shirani Þórissyni sem sagði upp störfum í ágúst s.l.

John Gunnar Grindskar, nýr framkvæmdastjóri eldis

John Gunnar Grindskar hefur verið ráðin framkvæmdastjóri eldis (COO Farming) hjá Arctic Fish. John Gunnar hefur störf 1. desember en um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu. Allt seiða- og sjóeldi félagsins mun heyra undir starfssvið hans.

John Gunnar hefur mikla reynslu úr sjóeldi. Hann hóf störf hjá Mowi í Noregi 1992 og hefur síðan þá verið í ýmsum stöðum í sjóeldi um allan Noreg, nú síðast sem svæðisstjóri hjá Mowi í mið Noregi.

„Við erum sérstaklega ánægð að fá John Gunnar til liðs við okkur. Reynsla hans og þekking mun koma félaginu að miklu gangi í þeirri uppbyggingu sem er framundan “ segir Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish.

„Ísland er tiltölulega ný fiskeldisþjóð með sífellt meiri framleiðslu og mikil vaxtartækifæri. Arctic Fish hefur góðan grunn, stjórnar allri virðiskeðjunni sjálft, frá seiðum í sölu á fullunnri vöru sem felur í sér gríðarleg tækifæri.  Helsta verkefnið verður að þróa starfsemina áfram og tryggja bestu mögulegu vinnubrögð með dýravelferð og sjálfbærni að leiðarljósi. Ég er fullur tilhlökkunar að taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er,“ segir John Gunnar Grindskar.

Bolungarvík – Ráðlegt að sjóða neysluvatnið

Bolungavík.

Niðurstaða vatnsmælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í Bolungarvík sem tekin voru fyrir helgi reyndist vera á þann veg að neysluvatn stenst ekki kröfur skv. neysluvatnsreglugerð nr 536/2001.

Starfsfólk vatnsveitu Bolungarvíkur hefur þegar gripið til aðgerða, yfirfarið allan búnað, skipt út perum í geislatæki og kannað hvort einhver möguleiki sé á að utanaðkomandi smit hafi átt sér stað í vatnslögnum bæjarins.

Ný vatnssýni hafa verða tekin og má vænta niðurstöðu úr þeim á miðvikudag. Þangað til er fólki ráðlagt, sem varúðarráðstöfun, að sjóða drykkjarvatn.

Vesturbyggð: tekjur hækka um 15%

Patrekshöfn.

Tekjur sveitarsjóðs Vesturbyggðar munu hækka um nærri 15% á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2024 sem lögð hefur verið fram. Tekjurnar verða alls liðlega 2 milljarðar króna en er spáð að þær verði 1.754 m.kr. á þessu ári.

Stærsti tekjuliðurinn eru útsvar og fasteigaskattur. Hann verður 1.120 m.kr. á næsta ári skv. áætluninni en verður 986 m.kr. á þessu ári. Hækkunin milli ára er 134 m.kr. eða 13,6%. Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hækkar úr 481 m.kr. í 565 m.kr. sem er 17,4% hækkun.

Laun eru langstærsti útgjaldaliðurinn og eru áætluð verða 1.108 m.kr. hjá sveitarsjóði (A – hluta) á næsta ári en verða 950 m.kr. á þessu ári. Hækkunin er um 16,7%.

Vaxtagjöld lækka milli ára. Þau eru áætluð verða 157 m.kr. á þessu ári en spáð að verði 133 m.kr. á næsta ári.

Niðurstaða A hluta Vesturbyggðar varðandi reksturinn er jákvæð á næsta ári um 4 m.kr. en verður neikvæð um 44 m.kr. á þessu ári.

Til fjárfestinga verður varið 296 m.kr. á næsta ári sem er svipað og á þessu ári 316 m.kr.

Gert er ráð fyrir því að skuldir og skuldbindingar A hlutans verði í lok næsta árs 2.517 m.kr. og 2.344 m.kr. í lok þesssa árs.

Þegar tekið er saman yfirlit yfir allan rekstur sveitarfélagsins ( A og B hluta) bætist við m.a. hafnarsjóður, vatnsveita og fráveitur verður afgangur af rekstri 69 m.kr. á næsta ári þar sem afgangur er af rekstri hafnarsjóðs og veitnanna.

Heildarskuldir og skuldbindingar verða 2.923 m.kr. í lok næsta árs og til fjárfestinga verður varið 446 m.kr.

Fjárhagsáætluninni var vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn ásamt áætlun fyrir árin 2025-2027.

Jón Páll: eigum að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík.

„Það er okkar hlutverk að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt til lengri tíma litið,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík í viðtali við Fiskifréttir á fimmtudaginn. Hann gagnrýnir óvægna umræðu um laxeldi á Vestfjörðum.

Viðtalið er tekið í tilefni af því að laxasláturhúsið Drimla í Bolungavík var vígt á laugardaginn. Jón Páll segir að þrátt fyrir skakkaföll vegna strokulaxa og lúsapestar horfi Bolvíkingar fram á veginn. Þeir hafi enn hafa fulla trú á að fiskeldi verði sú stoð í atvinnulífi Vestfjarða sem því sé ætlað. Gert hefur verið ráð fyrir um þrjátíu störfum í nýju laxavinnslunni.

Ætla að láta þetta ganga

„Þetta hefur allt áhrif og okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skuli hafa gerst,“ segir Jón Páll. Fiskeldið á Vestfjörðum sé hins vegar ekki hagsmunamál Vestfirðinga einna.

„Þetta eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra; samfélagsins alls og skattgreiðenda – hvort sem þeir eru í Bolungarvík eða annars staðar á Íslandi – og fyrirtækisins að búa til verðmæti. Þegar verðmæti fara í súginn þá er það alltaf mjög leiðinlegt,“ segir bæjarstjórinn. Laxavinnslan Drimla sé hins vegar langtíma verkefni.

„Drimla er eitt af tannhjólunum í Bolungarvík og  við sem stýrum sveitarfélaginu og þeir sem stýra Arctic Fish og laxavinnslunni, eru sammála um að láta þetta ganga til lengri tíma lítið,“ segir Jón Páll.

Lifað á náttúrunni í þúsund ár

Umræðan í kjölfar fyrrgreindra atburða segir Jón Páll hafa verið óvængaamma og verið heimamönnum þungbær.

„Meirihlutinn er auðvitað frekar sár og svekktur út í það hvernig fólk talar um okkur. Ef ég tala fyrir hönd samfélagsins í Bolungarvík þá erum við búin að lifa á sjónum og landinu í þúsund ár, frá því að Þuríður sundafyllir kom fyrst,“ segir Jón Páll og vísar þar til Þuríðar sem kom frá Noregi á tíundu öld og nam land í Bolungarvík. Viðurnefni sitt fékk Þuríður vegna þess að hún var talin hafa með særingum fyllt öll sund í heimabyggð sinni í Hálogalandi í Norður-Noregi af fiski eftir að mikið hallæri hafði ríkt.

„Að segja að við berum ekki virðingu fyrir náttúrunni er mjög særandi fyrir okkur. Við lifum á náttúrunni.  Við erum ekki hérna til að horfa á náttúruna. Það er okkar hlutverk að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt til lengri tíma litið. Og það ætlum við að gera,“ segir Jón Páll.

Allar tölur grænar

 Jón Páll á að loks sé kominn langþráður uppgangur á Vestfjörðum eftir langt skeið vonleysis og hnignunar.

Bolvíkingar og aðrir á svæðinu binda vonir við nýju laxavinnsluna Drimlu sem er í eigu Arctic Fish. Mynd/Baldur Smári Einarsson
Bolvíkingar og aðrir á svæðinu binda vonir við nýju laxavinnsluna Drimlu sem er í eigu Arctic Fish. Mynd/Baldur Smári Einarsson

„Áratug eftir áratug horfði maður á foreldra sína tala saman við eldhúsborðið og framtíðarsýnin var að vonandi yrði næsta ár ekki eins slæmt og þetta ár, að vonandi myndi fólkinu ekki fækka eins mikið á næsta ári eins og á þessu ári,“ segir Jón Páll.

„Núna hef ég hins vegar þau forréttindi að upplifa tíma á Vestfjörðum og í Bolungarvík þar sem allar tölur eru grænar,“ bætir bæjarstjórinn við. Rekstur sveitarfélaganna gangi betur, störfum fjölgi, íbúðarhúsnæði sé byggt, fyrirtæki séu fleiri og fjölbreyttari og menningarlífið blómstri. „Það er bara allt á uppleið.“

Persónulegar árásir

Í viðtalinu segir Jón Páll að þann storm sem sjókvíaeldið sé í núna muni lægja.

„Við verðum að halda áfram. Þetta sem er að gerast akkúrat núna þýðir ekki að við séum umhverfissóðar eða vitum ekkert hvað við erum að gera,“ segir Jón Páll sem kveður talað niður til Vestfirðinga.

„Við upplifum það þannig og okkur finnst það leiðinlegt. Umræðan er það hatrömm og hörð að ég hef upplifað að fólk er farið að veigra sér við að taka þátt í henni,“ segir Jón Páll. „Ég hef lent í því sjálfur að það er ráðist að mér persónulega og gert lítið úr mér á opinberum vettvangi af því að ég er í Bolungarvík og af því að ég er bæjarstjóri og af því að ég er talinn stuðningsmaður fiskeldis.“

Jón Páll telur að ef umræðan fái ekki að fara eðlilega fram geti það aldrei endað vel. „Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra sem eru á móti fiskeldi að drepa umræðu og haga umræðunni þannig að venjulegt fólk þori ekki að segja skoðanir sínar.“

þúsund manna fjölgun framundan

Að sögn Jóns fylgja fiskeldinu á Vestfjörðum mörg hundruð bein og óbein störf. „Afleiddu störfin eru líka mjög stór þáttur,“ undirstrikar hann. Á húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna sjáist hvað þau séu að gera ráð fyrir í fólksfjölgun á svæðinu. Á norðanverðum Vestfjörðum sé reiknað með fjölgun upp á í kringum eitt þúsund manns.

„Sveitarfélögin eru að byggja upp sín kerfi og innviði í takt við þetta. Það er bara mjög skýrt af okkar hálfu. Og það er enginn bilbugur á okkur. Við erum ekki hrædd,“ segir bæjarstjórinn í Bolungarvík að lokum í viðtalinu í Fiskifréttum.

 

Byggðastofnun: allt að 500 þorskígildistonn til Strandabyggðar

Frá Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í byrjun mánaðar, ef samningar nást við hagsmunaaðila um raunhæfar útfærslur, að mögulegt verði að úthluta allt að 500 þorskígildistonnum af aflamarki stofnunarinnar til Strandabyggðar á yfirstandandi fiskveiðiári. Til Hólmavíkur komu tveir fulltrúar Byggðastofnunar og áttu fundi með útgerðaraðilum og sjómönnum á Hólmavík og kynntu þeim möguleikana og hvað í þeim felast. Sértækur byggðakvóti er skilyrtur á þann hátt að honum ber að landa til vinnslu.  

Auglýst hefur verið eftir samstarfsaðilum um nýtingu aflaheimilda á Hólmavík.

Með úthlutuninni er að stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:

  • skapar og viðheldur sem flestum heilsársstörfum við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
  • stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma

Endanlegt val á samstarfaðilum mun byggja á eftirfarandi þáttum:

  • trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi
  • fjölda heilsársstarfa
  • sem bestri nýtingu þeirra veiðiheimilda sem fyrir eru í byggðalaginu
  • öflugri starfsemi til lengri tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina
  • jákvæðum áhrifum á önnur fyrirtæki og samfélagið
  • traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjanda

Umsóknir skal senda til Byggðastofnunar, á netfangið aflamark@byggdastofnun.is fyrir kl. 12:00 föstudaginn 15. desember 2023.

Ísafjörður: Skotís byggir aðstöðu

Frá framkvæmdum Skotíþróttafélags Ísafjarðar á Torfnesi.

Framkvæmdir eru hafnar við aðstöðu fyrir félagsstarf Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar á Torfnesi. Valur Richter, formaður félagsins segir þörfina mikla vegna aukinnar aðsóknar í skotfimi, pílu og bogfimi. Til þessa hefur aðstaðan verið í gám við áhorfendastúkuna á knattspyrnuvellinum en nú verður reist 50 fermetra bygging sem muni hýsa aðstöðuna. Félagið hefur fengið 4 m.kr. styrk frá Ísafjarðarbæ auk stuðnings frá fyrirtækjum en langstærstur hluti kostnaðar kemur frá félagsmönnum í formi vinnuframlags. Valur segir að Ísafjarðarbær muni svo eignast húsnæðið. Hann vonast til þess að unnt verði að steypa húsið upp í vetur og að nýbyggingin verði tekin í notkun næsta sumar.

Myndir: Valur Richter.

Vesturbyggð: 18,6 m.kr. í aflagjald af eldisfiski í október

Bátar komnir til löndurnar í Patrekshöfn snemma að morgni. Mynd: Patrekshöfn.

Í síðasta mánuði var landað 2.608 tonnum af eldisfiski í Vesturbyggð. Samkvæmt upplýsingum frá Vesturbyggð nam aflagjaldið af þeim fiski 18,6 m.kr. Annar fiskur var 636 tonn í mánuðinum og gaf hann 3,7 m.kr. Samtals var aflagjaldið til hafnarinnar 22,3 m.kr. af 3.244 tonnum af fiski.

Útreikningur á aflagjaldið af eldisfiski er samkvæmt gjaldskrá frá 2019, en þá hækkaði Vesturbyggð aflagjaldið úr 0,6% af aflaverðmæti í 0,7% auk þess að miða verð eldisfisks við Nasdaq verðvísitölu á eldislaxi. Eldisfyrirtækin samþykktu ekki þá breytingu og hefur Arnarlax ekki greitt eftir henni heldur eldri gjaldskrá. Arctic Fish hefur greitt með fyrirvara um lögmæti hækkunarinnar. Ekki liggur fyrir hversu miklu munar en 0,1% hækkunin skilar líklega um 2,7 m.kr. í október.

Á árinu eru heildaraflagjöldin kr. 152.756.506 og þar af eru 128 m.kr. vegna eldisfisks. Ætla má að um 19 m.kr. séu umdeildar.

Búseti, baráttusaga 1983-2023

Búseti, baráttusaga 1983-2023 er bók um Húsnæðissamvinnufélagið Búseta sem var stofnað 26. nóvember 1983 og er því 40 ára á útgáfuári þessarar bókar; 2023.

Hugmyndin að stofnun félagsins var ekki tengd kjarasamningum, lausnum kokkuðum af ríkisvaldinu eða að frumkvæði einhvers að ofan eins og oft er þegar nýjar lausnir í húsnæðismálum líta dagsins ljós.

Félagið var stofnað af áhuga og frumkvæði fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Stofnun Búseta og fyrstu starfsárin gengu ekki þrautalaust fyrir sig, en það var oft gaman! Í þessari bók er stiklað á stóru í 40 ára baráttusögu Búseta.

Erfitt er segja hverjar væntingar forsvarsmanna voru við stofnun Búseta, en 5 árum síðar var risið fyrsta húsið, Búsetablokkin, eins og hún var kölluð. 46 íbúðir í níu hæða húsi við Frostafold.

Nú, eftir 40 ára starf, á og rekur félagið um 1300 íbúðir og félagsmenn eru um 5300.

Nýjustu fréttir