Helgihaldi í dag hefur verið aflýst vegna veðurs og ófærðar í Bolungavík, Hnífsdal, Súgandafirði, Önundarfirði og Dýrafirði.
Á Ísafirði verður það skv. fyrri tilkynningu.
Helgihaldi í dag hefur verið aflýst vegna veðurs og ófærðar í Bolungavík, Hnífsdal, Súgandafirði, Önundarfirði og Dýrafirði.
Á Ísafirði verður það skv. fyrri tilkynningu.
Bolungarvík:
Aðfangadagur 24. desember: Aftansöngur í Hólskirkju kl. 18:00.
Jóladagur 25. desember: Jólamessa í Hólskirkju kl. 14:00. Helgistund á Bergi kl. 15.15.
Gamlársdagur 31. desember. Aftansöngur í Hólskirkju kl. 17:00.
Hnífsdalur:
Aðgangadagur 24. desember: Aftansöngur kl. 18:00 í Hnífsdalskapellu.
Ísafjörður:
Aðgangadagur 24. desember: Miðnæturmessa kl. 23:30 í Ísafjarðarkirkju.
Jóladagur 25. desember: Jólamessa kl. 14:00 í Ísafjarðarkirkju. Helgistund á Eyri kl. 15:30.
Gamlársdagur 31. desember. Aftansöngur í Ísafjarðarkirkju kl. 17:00.
Súðavík:
Annar jóladagur 26. desember: Jólamessa kl. 14:00 í Súðavíkurkirkju.
Súgandafjörður:
Aðfangadagur 24. Desember: Messa á jólanótt kl. 23:00 í Suðureyrarkirkju.
Gamlársdagur 31. Desember. Aftansöngur kl. 18:00 í Staðarkirkju. Blysför á undan frá Suðureyri.
Önundarfjörður:
Aðgangadagur 24. desember: Aftansöngur kl. 18:00 í Flateyrarkirkju.
Jóladagur 25. desember: Jólamessa kl. 13:00 í Holtskirkju.
Dýrafjörður:
Aðgangadagur 24. desember: Aftansöngur kl. 22:30 í Þingeyrarkirkju.
Jóladagur 25. desember: Jólamessa kl. 15:00 á Tjörn.
Lögreglan hefur varað við slæmri veðurspá er slæm fyrir hátíðirnar.
Bolungavíkurkaupstaður segir í tilkynningu að búast megi við mikilli snjókomu og skafrenningi fyrripartinn á aðfangadag og frameftir kvöldi.
Íbúa eru beðnir að fylgjast vel með veðurspá á www.vedur.is og reyna eftir bestu að aðlaga sín plön að aðstæðum.
Stefnt verður að því halda öllum götum opnum á aðfangadag til kl.16 með því að ‚stinga‘ í gegn. Það má því búast við ruðningar myndist í bænum sem geta teppt bílastæði og heimreiðar.
Á jóladag, verður byrjað að opna göturnar kl.10, ef þess gerist þörf og stungið einu sinni í gegnum göturnar.
Á annan í jólum, verður byrjað að opna göturnar kl.10, ef þess gerist þörf, og stungið einu sinni í gegnum göturnar.
Síðan hefst hefðbundin mokstur miðvikudaginn 27.des.
Ef íbúar lenda í vandræðum með að komast til og frá heimilum sínum í bænum yfir hátíðirnar er björgunarsveitin Ernir með hefðbundna vakt yfir hátíðirnar og hægt er að óska eftir aðstoð með því að hringja í 112. Mikilvægt er að beiðnir um aðstoð fari í gegnum 112, en ekki með því að hringja beint í síma björgunarsveitamanna. Það auðveldar eftirfylgni allra verkefna og tryggir að allir fái aðstoð.
Tónlistarhátíðin við Djúpið notar vetrarsólstöður, sem voru í vikunni til þess að minna á að næst þegar sólin er í þann mund að ná eins hátt og hún kemst verður næsta tónlistarhátíðin Við Djúpið.
Strax á nýju ári verður kynnt fyrsti hluti dagskrár hátíðarinnar sem fram fer dagana 17.–22. júní á Ísafirði.
Á Instagram hafa verið birtar myndir sem teknar voru á Ísafirði á hátíðinni í sumar, þegar sólin tók sér aldrei frí og var varla horfin bakvið fjöllin þegar hún hóf að skína á þau handan fjarðarins.
Vá-Vest hefur um árabil sinnt forvörnum á norðanverðum Vestfjörðum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í dag sé ýmislegt sem bendir til að neysla ungmenna á áfengi, tóbaki og nikótínvörum sé að aukast og full ástæða er til að taka það alvarlega. Vávest hvetur til þess að áfengi, nikótín og nikótínvörur séu ekki seldar þeim sem ekki hafa aldur til.
„Á Íslandi gilda skýr lög um hámarksaldur þegar kemur að sölu á áfengi, tóbaki og nikótínvörum. Megin ástæða þessara laga er að neysla ungmenna á umræddum vörum hefur verulega slæmar heilsufarslegar afleiðingar fyrir þau. Því yngri sem unglingar byrja að neyta þeirra því skaðlegri verða afleiðingar neyslunnar. Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist fíkniefnum, svo hvert ár skiptir máli.
Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að tryggja velferð barna og ungmenna. Ein leið til þess er að selja ekki áfengi, tóbak og nikótínvörur til þeirra sem ekki hafa aldur til. Við hvetjum ykkur til að upplýsa starfsfólk ykkar um hver hámarksaldurinn er til að kaupa umræddar vörur og fylgja því eftir með ábyrgum hætti.
Einnig hvetjum við söluaðila til þess að framfylgja lögum um sölu á tóbaki og nikótínvörum og gæta þess að starfsfólk hafi tilskilinn aldur til þess að afhenda þessar vörur í verslunum. Í lögum er kveðið á um að starfsfólk þurfi að hafa náð 18 ára aldri til að mega selja umræddar vörur.
Í sameiningu getum við skapað öruggara og heilbrigðara samfélag fyrir unga fólkið okkar.“
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fimmtudaginn 3,9 m.kr. viðauka við fjárhagsáætlun ársins fyrir notkun Fab Lab smiðju árið 2023.
Í bréfi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði dags. 14. júní í sumar var farið fram á að Ísafjarðarbær greiddi framlag sitt fyrir 2022 en sveitarfélagið hafði allt það ár nýtt Fablab smiðjuna til kennslu fyrir grunnskóla sveitarfélagsins. Var Ísafjarðarbær ekki rukkaður fyrir efnis- og tækniþjónustu, en hún nam 4.932.000 kr.
Skólameistarinn rekur að í apríl 2022 hafi verið fundur sveitarfélaganna við Djúp um samstarf þeirra um Fablab Ísafjörður og rætt um áframhaldandi samstarf. Það hafi því komið á óvart að Ísafjarðarbær hafi tilkynnt að hlutur þeirra fyrir 2022 yrði ekki greiddur þar sem samningurinn væri útrunninn. Bolungavík og Súðavík greiddu sinn hlut.
Skólameistari segir að taki Ísafjarðarbær ekki þátt í rekstri Fablab smiðjunnar sé rekstrargrundvöllurinn brostinn í því formi sem hann er í dag.
Fór hann fram á að Ísafjarðarbær kæmi að því með MÍ og hinum sveitarfélögunum tveimur að endurnýja samninginn til næstu fjögurra ára.
Í afgreiðslu bæjarstjórnar koma ekki fram svör við því erindi.
Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum vegna slæmrar veðurspár og hugsanlegrar snjóflóðahættu um helgina. Gert er ráð fyrir að skipið haldi úr höfn á Siglufirði um miðnætti og verði komið vestur á firði í fyrramálið.
Almannavarnir hafa vakið athygli á að veðurspá helgarinnar er ekki góð og hætta á að færð spillist og snjóflóðahætta myndist á Vestfjörðum. Átján manna áhöfn skipsins, sem var á bakvakt, brást skjótt við kallinu og hóf þegar undirbúning fyrir brottför.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að miðað við veðurspá eru allar líkur á að skipið verði til taks á Vestfjörðum fram yfir helgi.
Þörf fyrir vita á Gjögri við Reykjafjörð syðri verður metin eftir að vitinn féll um helgina.
Gjögurviti var byggður árið 1921 og síðustu ár hefur verið óvíst með þörf fyrir ljósvita á þessum stað. Ekki hefur verið talið hagkvæmt að viðhalda stálgrindarvitum af þessari gerð þar sem það er kostnaðarsamt. Talið betra þá að reisa nýjan ef þörf er á.
Búið er að aftengja vitann en unnið er að því að fjarlægja hann þar sem hann liggur á sama tíma og farið verður í vinnu við að meta þörfina fyrir vita og ákveða næstu skref, hvort og þá hvernig viti yrði reistur ef af yrði.
Gjögurviti var byggður árið 1921 úr stáli. Hann var aflfæddur frá rafveitu og rafgeymar notaðir til vara. Hlutverk hans er að merkja í hvítu ljósi öruggar og fullnægjandi siglingaleiðir, en rauð og græn ljóshorn vitans skulu merkja hættuljós yfir sker og boða.
Vitinn var í reglubundnu viðhaldi á 5 ára fresti þar til fyrir þó nokkuð mörgum árum þegar tekin var ákvörðun um að hætta reglubundnu viðhaldi og nýta það fé sem sparaðist í viðhaldi til að reisa nýjan vita sem væri ódýrari í viðhaldskostnaði.
Skipt hafði verið um þakjárn á tækjahúsinu við vitann árið 2014 en vitað var að stálgrindin var frekar illa farin af ryði og greinilega verr farin en talið var. Búið var að taka neðstu þrepin úr stiganum til að tryggja að óviðkomandi færu ekki upp í vitann.
Vitinn fallinn – mynd Jón Guðbjörn Guðjónsson
Nýr bátur í útgerð Odda hf. á Patreksfirði, sem fær nafnið Núpur BA 69, kom til heimahafnar á laugardag.
„Við setjum bátinn í okkar liti og merkjum upp á nýtt strax þegar veður leyfir,“ sagði Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri Odda í samtali við Morgunblaðið.
Núpur er tæplega 690 brúttótonn, 43,2 metra langur og smíðaður í Noregi árið 1992. Báturinn er sérbúinn til veiða á línu.
Eldra skipið með sama nafni sem var smíðað árið 1976 í Póllandi og er 237 rúmlestir að stærð fer nú á söluskrá.
Út er komin bókin Bernskubrek á Suðureyri 1950-1960 sem er byggð á sönnum sögum af fimm vinkonum sem ólust upp á Suðureyri á sjöunda áratug seinustu aldar.
Í Covid faraldrinum rifjuðu þær vinkonurnar upp það sem var þeim minnisstæðast frá þessum árum.
Sögurnar eru bæði skemmtilegar og varpa ljósi á hvernig börn léku sér áður fyrr og getur varpað ljósi á menningu og lífsstíl eldri kynslóða.
Á hverri síðu eru fallegar myndir málaðar af G. Gyðu Halldórsdóttur en það er Kristín Valgerður Ólafsdóttir sem safnaði sögunum saman og skrásetti.
Bókin er einnig gefin út á ensku og er það hugsað fyrir ferðafólk sem heimsækja Suðureyri.