Fimmtudagur 15. maí 2025
Heim Blogg Síða 2328

Þjóðaratkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Átján þingmenn úr fjórum flokkum, Sjálfstæðisflokknum, Pírötum, Framsóknarflokknum og Vinstri grænum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar en staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni hefur lengi verið umdeild.
Lagt er til að eftirfarandi spurning verði borin upp:

„Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?” og svarmöguleikar gefnir „já“ eða „nei“.

Þingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta löggjafarþingi en flutningsmenn voru þá Ögmundur Jónasson ásamt fleirum. Fjórir þingmenn Norðvesturkjördæmis eru meðal flutningsmanna tillögunnar nú, þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Haraldur Benediktsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ela Lára Arnardótttir.

Samkvæmt greinargerð með þingsályktunartillögunni er markmið hennar að þjóðin fái að hafa áhrif á staðsetningu miðstöðvar innanlands- og sjúkraflugs í náinni framtíð. Þar er einnig sagt ljóst að flugvöllurinn og staðsetning hans gegni mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning.

smari@bb.is

 

Auglýsing

Gull í boðgöngu

Anna María Daníelsdóttir í brautinni á Landsmóti.

Mæðgurn­ar Hólmfriður Vala Svavars­dótt­ir og Anna María Daní­els­dótt­ir voru í sveit Skíðafé­lags Ísfirðinga sem sigraði í boðgöngu á Skíðamóti Íslands á Ak­ur­eyri í gær. Sól­veig María Asp­e­lund skipaði sveit­ina ásamt mæðgun­um.

Tími Ísfirðinga var 0:33:09 en Ak­ur­eyr­ing­ar urðu í öðru sæti á 0:36:48. Í þeirri sveit voru Bryn­dís Inda Stef­áns­dótt­ir, Gígja Björns­dótt­ir og Veronika Lag­un.

Sveit Akureyringa sigraði einnig í karlaflokki, ellefta árið í röð. Sveit­ina skipuðu Ólymp­íufar­inn Brynj­ar Leó Krist­ins­son, Vadim Gusev og Gísli Ein­ar Árna­son. Tími þeirra var  1:09:16.

Sveit Ísfirðinga varð önn­ur á 1:10:30 en hana skipuðu þeir Daní­el Jak­obs­son, Dag­ur Bene­dikts­son og Al­bert Jóns­son.

Auglýsing

Kólnar í dag

Í gær kom hlýtt loft yfir landið úr suðri með tilheyrandi rigningarsudda. Hlýja loftið víkur í dag, því kuldaskil fara yfir landið. Áður en dagurinn er liðinn munu allir landshlutar hafa fengið úrkomu og það verður ýmist rigning, slydda eða snjókoma. Veðurstofan spáir sunnan 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag og 4-8 stiga hita. Snýr sér í vestlægari átt um hádegi með slyddu snjókomu og kólnandi veðri. Vaxandi norðanátt seint annað kvöld með snjókomu.

Auglýsing

Ný Ásdís komin heim

Útgerðarmennirnir Jón Þorgeir (t.v.) og Guðmundur Einarssynir.

Á föstudaginn kom Ásdís ÍS til heimahafnar í Bolungarvík. Ásdís er glæsilegur dragnótarbátur í sem útgerðarfélagið Mýrarholt ehf. festi kaup á fyrr í vetur. Báturinn kemur í stað minni dragnótarbáts með sama nafni sem Mýrarholt hefur gert út í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Gamla Ásdísin fiskaði heil 1.900 tonn á síðasta ári og var aflahæst dragnótarbáta á landinu. Þá hefur Ásdís einnig verið á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi og svo verður einnig um nýja bátinn.

Nýja Ásdísin er smíðuð í Póllandi árið 1999 og er hönnuð og sérútbúin til dragnótarveiða og hét áður Örn GK. Hún er mun stærri en fyrirrennari hennar og munar mestu um að báturinn er átta metra breiður, þremur metrum breiðari en gamla Ásdísin. Mýrarholt er í eigu bræðranna Guðmundar og Jóns Þorgeirs Einarssona og fjölskyldna þeirra. Skipstjóri á Ásdísi er Einar Guðmundsson.

smari@bb.is

 

Auglýsing

Vestfirskur sigur í Músiktilraunum

Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Suðureyri og Ásrós Helga Guðmundsdóttir fá Núpi í Dýrafirði sigruðu Músíktilraunir 2017 en úrslitakvöldið fór fram á laugardagskvöld. Dúettinn kalla þær Between Mountains. Þær voru einnig valdar söngvarar Músíktilrauna. Hljómsveitin er ekki gömul, einungis stofnuð fyrir mánuði síðan til að taka þátt í Samvest, undankeppni Samfés söngvakeppninni. Næsta skref hjá þeim stöllum er að spila á Aldei fór ég suður tónlistarhátíðinni, en síðustu ár hefur sigurvegari Músiktilrauna átt fast sæti á hátíðinni.

Katla Vigdís er dóttir Svövu Ránar Valgeirsdóttur og Vernharðs Jósefssonar og Ásrós dóttir Guðmundar Ásvaldssons og Unnar Bjarnadóttur.

Til gamans má geta að bræður Kötlu Vigdísar sigruðu í Músíktilraunum fyrir tveimur árum með hljómsveitinni Rythmatik.

smari@bb.is

 

Auglýsing

Endurbætur á Sundlaug Flateyrar

Framkvæmdir á Flateyri Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson

Sundlaugin á Flateyri hefur nú verið lokuð í nokkra daga og verður væntanlega lokuð bróðurpartinn af næstu viku. Ástæðan er viðhald og endurbætur á húsnæði og pottum. Galli reyndist vera í efni á hliðum og botni nýju útipottana og hefur það verið fjarlægt af hliðum og vonast er til að það dugi. Bláa mjúka kurlið reyndist gefa frá sér mikinn lit og þar að auki var full mikil flótti í því sem ekki er mjög hollt fyrir frárennsli frá pottunum. Rennihurðin út á útisvæðið var sömuleiðis frekar til vandræða og nú á að ráða bót á því.

Lagfæring á útipottum. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson
Nýr 12 manna pottur. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson

Fjárfest hefur verið í 12 manna innipotti í stað þess gamla sem var orðinn ónýtur.

Til stendur að ljúka framkvæmdum fyrir páska enda gestkvæmt á Flateyri eins og annarsstaðar yfir hátíðarnar.

 

PÁSKAOPNUN 2017 Á Flateyri

Þriðjudagur 11. apríl 13:00 – 19:00

Miðvikudagur 12. apríl 13:00 – 19:00

Skírdagur 13. apríl 13:00 – 19:00

Föstudagur 14. apríl 13:00 – 19:00

Laugardagur 15. apríl 13:00 – 19:00

Páskadagur 16. apríl 11:00 – 17:00

Mánudagur 17. apríl LOKAÐ

 

Bryndís

 

Auglýsing

Halli á vöruviðskiptum

Á tveimur fyrstu mánuðum ársins nam halli á vöruviðskiptum við útlönd 21,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Verðmæti vöruútflutnings var 19.3 milljörðum króna lægra en á sama tíma í fyrra, miðað við gengi hvors árs, að stórum hluta til vegna samdráttar í verðmæti útfluttra sjávarafurða. Verðmæti þeirra dróst saman um ríflega 40 prósent milli ára vegna verðlækkunar, auk þess sem reikna má með að áhrifa af verkfalli sjómanna gæti enn í þessum tölum, segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Smári

Auglýsing

Leggja til róttækar breytingar á strandveiðikerfinu

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, mælir fyrir frumvarpi um breytingu á strandveiðikerfinu. Breytingin felur í sér að horfið verður frá heildarpottum hvers strandveiðisvæðis og strandveiðibátum verður úthlutað 12 veiðidögum í fjóra mánuði, frá maí til ágúst. Frumvarpið gerir ráð fyrir að breytingin sem lögð er til gildi aðeins fyrir strandveiðitímabilið sem hefst 2. maí næstkomandi. Ekki þykir rétt að hafa 12 daga val ótímabundið þar sem óvissa er um hversu mikið strandveiðibátar veiða með þessu breytta fyrirkomulagi. Áfram verði óheimilt að róa á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og sömu takmarkanir verði á veiði hvers dags.

Meðflutningsmenn frumvarpsins eru samflokksmenn Lilju Rafneyjar, þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að að breytingin feli í sér aðgerð til að auka öryggi sjómanna á strandveiðibátum. Sá ágalli hefur verið á gildandi fyrirkomulagi að veiðarnar hafa verið það sem kallað er „ólympískar“ sem birtist í því að sjómenn hafa keppst um að ná þeim afla sem heimilað er á sem skemmstum tíma og áður en aflaheimildin yrði upp urin. Þetta hefur leitt til þess að stundum hafa menn róið á minni bátum þótt ekki viðraði til þess og fylgir því að sjálfsögðu aukin slysahætta. Flutningsmenn telja að með lagabreytingunni verði dregið mjög út hvata  til „ólympískrar“ sóknar og þar með slysahættu.

Þá er bent á að frá árinu 2011 hefur þorskafli í strandveiðum ekki fylgt aukningu heildarafla. Alls 7.968 tonn vantar þar upp á. Síðasta sumar komu 8.550 tonn af þorski í hlut stranveiðimanna.

smari@bb.is

 

 

 

Auglýsing

Söngvarar og sigurvegarar

Between Mountains er sigurvegari Músíktilrauna en keppnin var í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hljómsveitina skipa Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Súgandafirði og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Dýrafirði. Þær voru sömuleiðis valdar söngvarar kvöldsins.

Og sem sigurvegarar Músíktilrauna fá þær sitt pláss á Aldrei fór suður og Vestfirðingar fá tækifæri til að heyra í þessum upprennandi tónlistarkonum.

Bæjarins besta sendir hamingjuóskir til Kötlu og Ásrósar.

Bryndís

 

Auglýsing

Vestfirðingar á lokahátíð Nótunnar

Lokahátíðin verður í Hörpu.

Um 140 tónlistarnemendur víðs vegar af landinu koma fram á lokahátíð Nótunnar 2017 sem fram fer í Eldborg Hörpu sunnudaginn. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og fer nú fram í áttunda skipti. Tónlistarskóli Ísafjarðar á tvo fulltrúar á Nótunni og Tónlistarskóli Bolungarvíkur einn. Frá Tónlistarskóla Ísafjarðar ætlar Aron Ottó Jóhannsson að syngja Ol‘ Man River eftir Roger og Hammerstein og meðleikari hans á píanó er Pétur Ernir Svavarsson. Píanóleikarinn Mariann Rähni er fulltrúi Tónlistarskóla Bolungarvíkur og ætlar hún að leika vals í e-moll eftir Chopin.

Hátt í 500 tónlistarnemendur komu fram á svæðistónleikum fyrr í þessum mánuði. Sjö framúrskarandi tónlistaratriði voru valin á hverjum svæðistónleikum og verða þau flutt á hátíðinni á sunnudag.

Smári

Auglýsing

Nýjustu fréttir