Þriðjudagur 22. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2327

Meiri botnfiskafli á land á Vestfjörðum

Löndun í Bolungarvík.

Á síðasta ári var rúmlega 57 þúsund tonnum af bolfiski landað í vestfirskum höfnum og varð aukningin um 4,9% milli ára. Mest var landað í Bolungarvík og á Ísafirði eða rúmlega 19 þúsund tonnum. Þriðja stærsta löndunarhöfnin á Vestfjörðum er á Patreksfirði en 6.600 tonn af botnfiski bárust þarf á land á síðasta ári. . Reykjavíkurhöfn ber venju samkvæmt höfuð og herðar yfir aðrar löndunarhafnir hér á landi þegar horft er til löndunar á botnfiski og tæplega 90 þúsund tonn af botnfiski var landað í Reykjavík á síðasta ári.

Sú höfn sem kemur næst er Grindavíkurhöfn með 38.374 tonn, en þar varð samdráttur um 17,2% eða tæp átta þúsund tonn. Samdráttur var í afla á einstökum stöðum víða um land, að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu. Mestur samdráttur í magni talið var í Grindavík og á Ísafirði þar sem hann var um 2,9 þúsund tonn. Mest jókst magnið í Hafnarfirði, um 6,3 þúsund tonn, 24%, og í Bolungarvík um fjögur þúsund tonn eða 26,4%. Aukning var í löndun á botnfiskafla á öllum landsvæðum að Suðurnesjum undanskildum. Afli á Norðurlandi vestra jókst úr tæpum 27 þúsund tonnum í rúm 29,1 þúsund tonn og á Norðurlandi eystra úr 81,8 þúsundum tonna í 88 þúsund tonn. Aukning varð í löndun á botnfiskafla á öllum landsvæðum að Suðurnesjum undanskildum en þar dróst landað magn saman um 10,2% eða um rúm 6,3 þúsund tonn og var 55.762 tonn. Á Reyðarfirði var í fyrra aðeins landað 71 kílói af botnfiski.

 

 

Auglýsing
Auglýsing

Baldur leysir Herjólf af

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí. Breiðafjarðarferjan Baldur mun þá sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan slipptökunni stendur. Herjólfur mun sigla samkvæmt áætlun til 1. maí næstkomandi og Baldur til 30. apríl.  Sá síðarnefndi mun hefja siglingar frá Vestmannaeyjum 2. maí og er stefnt að því að því að Baldur verði kominn aftur á áætlun í Breiðafirði sunnudaginn 21. maí.
Farþegabáturinn Særún mun þjónusta farþega á leið í og úr Flatey þann tíma sem Baldur verður fjarri vegna þessa verkefnis.

Auglýsing
Auglýsing

Taflfélag Bolungarvíkur hafnaði í 5. sæti

Skákmaðurinn Guðmundur Gíslason (t.h.) teflir fyrir Taflfélag Bolungarvíkur.

Fyrstu helgina í mars fór fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík. Sem fyrr teflldi Taflfélag Bolungarvíkur í fyrstu deild þar sem félagið hefur verið óslitið í 10 ár. Á vefnum vikari.is segir að árangur liðsins í ár er í samræmi við væntingar og í takt við styrkleikaröðun, en Taflfélag Bolungarvíkur hafnaði í 5. sæti með 34,5 vinninga, en Skákfélagið Huginn bar sigur úr býtum. Íslandsmótið fer þannig fram að fyrri hluti keppninnar fer fram að hausti og seinni hluti á vormánuðum næsta árs.

Auglýsing
Auglýsing

Þunglyndiseinkenni algeng á Íslandi

Konur eru líklegri en karlar til að fá þunglyndiseinkenni.

Í evrópsku heilsufarsrannsókninni 2015 var Ísland í fjórða sæti yfir fjölda fólks með þunglyndiseinkenni. Konur eru líklegri en karlar til að hafa slík einkenni. Munur á körlum og konum var mestur í aldurshópnum 15–24 ára og 65 ára og eldri. Þunglyndiseinkenni voru algengari meðal ungra kvenna á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Greint er frá rannsókninni á vef Hagstofunnar.

Tæp 9% fólks á Íslandi mældist með þunglyndiseinkenni, en það er fjórða hæsta hlutfallið af þeim löndum sem tóku þátt í evrópsku heilsufarsrannsókninni. Þá voru rúm 4% með mikil einkenni og er Ísland þar með næsthæsta hlutfallið.

 

Flestir mældust með þunglyndiseinkenni í Ungverjalandi, rúm 10%, en fæstir í Tékklandi, rúm 3%. Af Norðurlöndunum var þetta hlutfall hæst í Svíþjóð, rúm 9%, en lægst í Finnlandi, rétt undir 5%. Noregur og Danmörk voru á svipuðu róli með rúm 6%.
Konur á Íslandi eru líklegri til að hafa þunglyndiseinkenni en karlar, tæp 11% á móti 7% karla. Hlutfallið var hærra hjá konum í öllum aldurshópum en þó áberandi hærra í yngsta og elsta aldurshópnum. Á aldrinum 15–24 ára mældust 10% karla með einkenni þunglyndis og tæp 18% kvenna. Í aldurshópnum 65 ára og eldri mældust rétt um 4,5% karla með þunglyndiseinkenni en rúm 11% kvenna.

 

Auglýsing
Auglýsing

Funduðu með samgönguráðherra

Funduðu með samgönguráðherra

Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð, fóru á fund með Jóni Gunnarssyni ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála í gær þar sem farið var yfir þá jákvæðu þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem á sér stað á sunnanverðum Vestfjörðum. Á fundinum voru meðal annars ræddar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í Gufudalssveit, en þær eru meðal þeirra vegaframkvæmda á samgönguáætlun sem voru skornar niður þar sem Alþingi fullfjármagnaði ekki eigin samgönguáætlun. Í tilkynningu frá Vesturbyggð kemur fram að ráðherra hafi farið yfir málið frá sinni hlið og var hann jákvæður um hægt verði að bjóða verkið út á þessu ári.

Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að tryggja að fjárveiting verði eyrnamerkt verkefninu þannig að hægt verði að fara af stað innan ársins. Það er samt sem áður háð því að málið komist án frekari tafa í gegnum skipulagsferlið, en innan skamms er von á áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Vegagerðarinnar. Fulltrúar Vesturbyggðar ítrekuðu mikilvægi þessarar vegaframkvæmdar og að málið verði leitt til lykta með farsælum og skjótum hætti.

Auglýsing
Auglýsing

Óvenju illvíg flensa

Grunnskólinn á Ísafirði.

Illvíg flensa hefur herjað á Vestfirðinga sem og aðra landsmenn upp á síðkastið og hefur hún lagt óvenju marga í bólið. Hár hiti fylgir flensunni sem byrjar oft með höfuðkvölum og fylgja henni svo beinverkir og kvef í flestum tilfella þó eitthvað sé um ólík blæbrigði. Þeir sem grípa pestina liggja í flestum tilfellum lengi eða um vikutíma. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, segir að flensan í ár sé skæð og við bætist að virkni bóluefnisins við inflúensu sem margir nýta sér er minni en oft áður. Hann segir bóluefnið þó draga úr einkennum og bjarga þannig því sem bjargað verður.

Talsvert hefur verið um innlagnir á sjúkrahúsið vegna flensunnar og fylgikvilla hennar og þá hafa aðrar pestir verið í gagni í bland sem hefur valdið auknu álagi. Flensan fer ekki í manngreinaálit og hefur starfsfólk HVest einnig fengið að kenna á henni og sama á við um kennara við Grunnskólann á Ísafirði en þar hafa sjaldan sést önnur eins forföll vegna veikinda og nú. Leggst flensan bæði á nemendur og starfsfólk skólans, en sérstaklega slæm hefur hún verið meðal nemenda í 1.-6.bekk.

Á föstudag í síðustu viku voru til að mynda rúmlega 60 nemendur veikir af þeim 340 sem stunda nám við skólann. Í dag eru 45 nemendur fjarverandi vegna veikinda og segir Henný Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur við skólann að það sé engu líkara en þessi flensa ætli bara að fella alla, en hún segist þó vonast til að toppnum sé náð, þó fólk sé enn að veikjast.

 

annska@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Óásættanlegt að hætta við framkvæmdir í Gufudalssveit

Veglínurnar sem eru bornar saman í matsskýrslunni. Vegagerðin vill fara leið Þ-H um Teiggskóg.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps krefst þess að staðið verði að fullu við þau fyrirheit sem gefin eru í nýsamþykktri samgönguáætlun Alþingis. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnar og tilefnið er ákvörðun Jóns Gunnarssonar að hætta við framkvæmdir í Gufudalssveit á þessu ári þvert á samgönguáætlun. „Það er óásættanlegt eftir áralanga baráttu, að núna þegar loksins hillir undir að framkvæmdir geti hafist við þjóðveg 60 í Gufudalssveit, skuli óvissa ríkja um fjármögnun verksins,“ segir enn fremur í ályktuninni. Örfáár vikur eru í Skipulagsstofnun gefi álit sitt á umhverfismati nýrrar veglínu í Gufudalssveit en málið hefur eins og alþjóð veit velkst um í kerfinu í á annan áratug og ratað alla leið til Hæstaréttar.

 

Auglýsing
Auglýsing

Vestfirska vorið – málþing á Flateyri

Ný bæjarstjórn leggur áherslu á gott samstarf milli allra. Mynd: Mats Wibe Lund.

Málþingið Vestfirska vorið verður haldið á Flateyri dagana 5. – 6. maí. Á málþinginu ætla heimamenn á Flateyri, sem skipuleggja málþingið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fræðslumiðstöð Vestfjarða, spyrja hvort hægt sé að snúa núverandi byggðaþróun við því sá raunveruleiki blasir við að ef fram fer sem horfir muni margar sjávarbyggðir á Íslandi ekki ná vopnum sínum og jafnvel leggjast af. Á málþinginu verða því bornar fram brennandi spurningar um framtíð íslenskra sjávarbyggða og annarra byggða í dreifbýli og þær krufðar til mergjar.

 

Þrír fræðimenn munu flytja erindi á málþinginu en allir hafa þeir fjallað um byggðaþróun, hver frá sínum fræðasviði. Þeir eru dr. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, dr. Kristinn Hermannsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Glasgow og dr. Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri. Heimamenn á Flateyri munu einnig fjalla um stöðu mála út frá reynslu og rannsóknum og eru það þau Jóhanna G. Kristjánsdóttir, menntunarfræðingur, Kristján Torfi Einarsson, sjómaður og útgerðarmaður og Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur.

 

Umræðum um efni fyrirlestranna og stöðuna almennt verður gefið gott rými við lok fyrirlestra og í sérstökum pallborðsumræðum enda afar mikilvægt að sem flest sjónarmið og röksemdir komi fram.

Auglýsing
Auglýsing

Strandagangan fór fram í blíðskaparveðri

Frá Strandagöngunni í fyrra, Mynd: Mundi Páls.

Strandagangan var haldin í 23.sinn á laugardag undir bláum himni og skínandi geislum sólarinnar. Að þessu sinni fór gangan fram á Þröskuldum þar sem nægan snjó er að finna, reyndar það mikinn að fresta þurfti starti í göngunni um tvær klukkustundir vegna þess hversu mikið af blautum snjó kyngdi niður aðfaranótt laugardags og seinlega gekk að moka bílastæðin að nýju og troða brautina. Allt hafðist það þó að lokum og klukkan 14 var forstart í 20km gönguna og ræst í 1km göngu, klukkan 14:30 var svo ræst í 5, 10 og 20km.

Í 5km göngu kvenna sigraði Margrét Sigmundsdóttir og í karlaflokki var það hinn 14 ára Friðrik Heiðar Vignisson frá SFS sem bar sigur úr býtum. Í 10km göngu kvenna sigraði hin unga og efnilega Unnur Guðfinna Daníelsdóttir, en hún er fædd árið 2006. Í karlaflokki var einnig ungur skíðamaður sem hreppti gullið Stefán Snær Ragnarsson frá SFS sem fæddur er árið 2001.

Samhliða Strandagöngunni fór fram Íslandsgangan, en svo nefnist röð skíðagöngumóta sem trimmnefnd Skíðasambands Íslands hefur efnt til árlega síðan 1985. Í mótaröðinni er að finna sex skíðagöngumót sem haldin eru víðs vegar um landið, þar af tvö á Vestfjörðum, Strandagönguna og Fossavatnsgönguna. Keppt er í þremur aldursflokkum karla og kvenna.

Í kvennaflokki Strandagöngunnar sigraði Elsa Guðrún Jónsdóttir í aldursflokknum 15 til 34 ára, í flokki 35 til 49 ára sigraði Hólmfríður Vala Svavarsdóttir frá SFÍ og Kristina Andersen frá Ulli í flokki 50 til 59 ára. Í flokki karla 15 ára til 34 ára sigraði Sigurður Arnar Hannesson frá SFÍ og var hann jafnframt sá sem kom fyrstur í mark allra í göngunni og fékk hann að launum Sigfúsarbikarinn, veglegan farandgrip göngunnar. Í flokki 50 til 59 karla ára sigraði Kristbjörn R. Sigurjónsson frá SFÍ, í flokki 60 ára og eldri sigraði Egill Guðmundsson frá Ulli.

Sá veglegasti og merkilegast er án efa Sigfúsarbikarinn, en hann er farandbikar sem hlotnast þeim einstaklingi sem kemur fyrstur í mark í 20 km. göngu.

Fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995. Gangan er fyrir alla aldurshópa, vana sem óvana. Vegalengdir eru 1 km. fyrir 12 ára og yngri og svo 5, 10 og 20km fyrir aðra aldurshópa. Keppt hefur verið í sveitakeppni í öllum vegalengdum frá árinu 2007. 88 manns tóku þátt í göngunni að þessu sinni.

annska@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Langflestir skólar með of litla verk- og listkennslu

 

Verulegur misbrestur er á því hvernig grunnskólar ráðstafa kennslumínútum í list- og verkgreinum, samkvæmt könnun menntamálaráðuneytisins. Þrír af hverjum fjórum grunnskólum bjóða upp á of litla kennslu í greinunum fyrir 5. til 7. bekk, miðað við lágmarksviðmið aðalnámskrár. Grunnskólanemendur fá víða ekki lögbundna kennslu í greinunum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið bað Hagstofuna um að afla upplýsinga um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum. Í ljós kom að verulegur misbrestur er á því að nemendur fái lögbundinn fjölda stunda – sem þeim ber samkvæmt lágmarksviðmiðum í aðalnámskrá frá 2011. Fögin eru tónmennt, myndmennt, sviðslistir, hönnun, smíði, textílmennt og heimilisfræði. Skólaárin frá 2013 til 2016 voru skoðuð og var kennsla öll árin undir lágmarksviðmiðum. Skólarnir ráða hvernig mínútum í verk- og listgreinum er ráðstafað og skila inn skýrslu þar um til Hagstofunnar.

Í fyrra uppfylltu 75 prósent grunnskóla ekki viðmið fyrir kennslu í 5. til 7. bekk. Hlutfallið er um 70 prósent fyrir 8. til 10. bekk og 46 prósent fyrir 1. til 4. bekk. Skólarnir sem ekki uppfylla lágmarksviðmiðin eru um allt land og dreifast misjafnlega eftir aldri nemenda. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að þetta sé verulegur misbrestur og að ráðuneytið muni upplýsa sveitarfélög um þessa niðurstöðu, sem sé ekki ásættanleg, og ítreka mikilvægi þess að réttur nemenda til lágmarksfjölda kennslustunda í list- og verkgreinum samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla sé virtur.

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir