Þriðjudagur 22. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2319

Systkinin unnu Strompaskautið

Gísli Einar og Katrín með farandbikarana.

Ísfirsku systkinin Gísli Einar og Katrín Árnabörn sigruðu í göngumótinu Strompaskauti sem skíðagöngufélagið Ullur hélt í Bláfjöllum á laugardaginn. Í kvennaflokki voru gengnir 15 km og Katrín kom fyrst í mark á tímanum 58:18. Í karlaflokki voru gengnir 30 km sem Gísli Einar gekk á 1:30:37. Katrín er búsett í Reykjavík og keppir fyrir Ull en Gísli Einar býr á Akureyri og keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Skólpmál í kastljósi á degi vatnsins

Ferskt vatn er dýrmæt auðlind. Vatnadalur í Súgandafirði. Mynd: Róbert Schmidt.

Alþjóðlegi dagur vatnsins er í dag en hann er haldinn 22. mars ár hvert. Honum er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi ferskvatns og baráttuna fyrir sjálfbærri nýtingu ferskvatnsauðlindarinnar. Tillaga að slíkum degi kom fram árið 1992 á vegum ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í kjölfarið útnefna 22. mars sem dag vatnsins og frá og með 1993 hefur dagurinn verið haldinn á hverju ári.

Sérstakt málefni er ákveðið fyrir hvert ár. Í fyrra var það „vatn og störf“ og í hitteðfyrra „vatn og sjálfbær þróun“.

Að þessu sinni er dagur vatnsins tileinkaður skólpi og hvernig megi draga úr því og auka endurnýtingu þess bæði vatnsins og seyrunnar. Þetta málefni dagsins er í samræmi við sjötta markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá 2015:

„Hreint vatn og sóttvarnir – Tryggjum aðgang að vatni og sjálfbæra stjórnun vatnsmála og sóttvarnir fyrir alla“.

Um 663 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni nálægt heimilum sínum. Ástandið í skólpmálum í heiminum er ekki betra því yfir 80% þess skólps sem verður til er losað út í náttúruna óhreinsað. Að jafnaði er um 70% þess skólps sem verður til í hátekjulöndum hreinsað á einhvern hátt, 38% í efri-millitekjulöndum, 28% í neðri-millitekjulöndum og 8% í lágtekjulöndum.

Umhverfisstofnun vinnur nú að gerð stöðuskýrslu sem er ætlað að varpa ljósi á skólpmálin hér á landi. Hún mun byggja á upplýsingum frá 2014 sem að mestu voru fengnar frá heilbrigðisnefndunum. Skýrslan er væntanleg fljótlega og verður hún birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Hótelherbergjafjöldi tvöfaldast að tölu

Fjöldi heils­árs­hót­el­her­bergja á land­inu hef­ur meira en tvö­fald­ast frá alda­mót­um og nýt­ing þeirra batnað. Rúm­lega átta þúsund hót­el­her­bergi voru til á land­inu und­ir lok síðasta árs sam­an­borið við 2.500 árið 2000.

Þetta kem­ur fram hjá Grein­ing­ar­deild Ari­on banka sem hef­ur farið yfir breyt­ing­ar hag­kerf­is­ins á öldinni.

Sam­setn­ing fjár­fest­ing­ar hef­ur breyst mikið á síðustu árum þar sem hið op­in­bera hef­ur dregið sam­an segl­in en ferðaþjón­usta hef­ur komið sterk inn. Þá skýrist vöxt­ur fjár­fest­ing­ar á síðustu árum að miklu leyti af ferðaþjón­ustu og má rekja meira en fjórðung allr­ar at­vinnu­vega­fjár­fest­ing­ar árið 2016 til grein­ar­inn­ar.

Að sögn Grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar er erfitt að festa ná­kvæm­lega niður áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar en all­ar hag­töl­ur benda til mik­illa áhrifa. Hef­ur ferðaþjón­ust­an staðið und­ir u.þ.b. helm­ingi hag­vaxt­ar frá 2010.

Þegar litið er aft­ur til alda­móta er ljóst að hag­vöxt­ur­inn hef­ur verið byggður á nokkuð breiðum grunni en ferðaþjón­ust­an er þó mjög áber­andi. Þar kemur fjár­málaþjón­usta einnig sterk inn ásamt upplýsinga­tækni og fast­eignaviðskipt­um.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Samskip flytja tónlist á Aldrei fór ég suður

Aldrei fór ég suður tónlistarhátiðin er dæmi um menningarverkefni sem hefur notið góðs af uppbyggingarsjóðnum.

Samskip hafa um langt skeið stutt við bakið á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. Ekki verður brugðið út af vananum í þetta sinn og verða Samskip einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar. Samskip sjá um flutninga á tækjum og tólum fyrir hátíðina og veita henni jafnframt styrk í formi peningaframlags.

Einar Pétursson rekstrarstjóri Samskipa á Ísafirði ber hitann og þungann af samstarfinu og skipulagningu flutninganna en hann segir að gaman sé að snúast í kringum þetta verkefni sem setji svo mikinn svip á bæinn og sé kærkomin upplyfting í byrjun vors.

Hátíðin er um páskana, 13. til 16. apríl næstkomandi, og fer fram á hafnarsvæðinu á Ísafirði í nýbyggðri skemmu sem Rækjuverksmiðjan Kampi leggur til á gatnamótum Ásgeirsgötu og Suðurgötu. Sem fyrr kostar ekkert inn á hátíðina, sem nýtur stuðnings bæjarfélagsins og fjölda fyrirtækja.

Á Aldrei fór ég suður 2017 koma fram: Emmsjé Gauti, Hildur, Kött Grá Pje, HAM, Soffía Björg, KK Band, sigurvegarar Músiktilrauna, Karó, Mugison, Börn, Valdimar, Vök, Rythmatik og Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Síðasta kvöldmáltíðin í Bolungarvík á skírdag

Það er oft mikið um líf og fjör í kringum páskana á norðanverðum Vestfjörðum og geta heimamenn og gestir valið úr fjölda spennandi viðburða til að njóta eða taka þátt í. Eitt af því sem í boði verður að þessu sinni er þátttaka í síðustu kvöldmáltíðinni. Síðasta Kvöldmáltíðin er nýtt þátttökuverk og upplifunarganga undir listrænni stjórn Steinunnar Knútsdóttur, Rebekku A. Ingimundardóttur og Halls Ingólfssonar. Verkið leiðir áhorfandann í einskonar hugleiðslugöngu til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélagslegum álitamálum, þar sem gengið er út frá spurningunni „hvernig væri þín síðasta kvöldmáltíð?“

Verkið verður flutt á fjórum stöðum á landinu á sama tíma og auk Bolungarvíkur verður það á Raufarhöfn, Höfn i Hornafirði og í Keflavík. Hver ganga er unnin upp úr viðtölum við íbúa á svæðinu og framkvæmdin í nánu samstarfi við íbúa. Markmið verkefnisins er að kafa ofan í lífsgildi fólks á svæðum þar sem er atgervisflótti, íbúum er að fækka eða lífsgæðum íbúa er ógnað af einhverjum ástæðum.

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur óskar eftir þátttakendum í síðustu kvöldmáltíðina. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og má skrá sig eða senda fyrirspurnir á olda86@gmail.com.

annska@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Fólki er nóg boðið!

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum.

Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.

Fjárveitingar og geðþóttaákvarðanir.

Fyrir síðustu kosningar töluðu allir flokkar um að nú þyrfti virkilega að spýta í lófana og setja meiri fjármuni í fjársveltar samgöngur og innviði almennt. Samgönguáætlun til fjögurra ára var loks afgreidd eftir mikið þóf. Þar var horfst í augu við vandann og forgangsraðað í þágu þeirra landsvæða þar sem þörfin var brýnust.

Að kosningum loknum afgreiddi þingið fjárlög sem endurspegluðu ekki samgönguáætlun en niðurstaðan byggðist á því að ný ríkisstjórn myndi taka upp fjárlögin og fullfjármagna samþykkta samgönguáætlun. Það varð nú aldeilis ekki raunin heldur tók samgönguráðherra með ábyrgð ríkisstjórnarinnar sér það geðþóttavald að gjörbreyta þeirri forgangsröðun sem Alþingi hafði samþykkt með samgönguáætlun sinni sem hefur að sjálfsögðu lögformlegt gildi. Það vantar 10 milljarða til að fjármagna samgönguáætlun og menn geta ekki boðið almenningi upp á þann málflutning að engir fjármunir séu til framkvæmda þegar upplögð tækifæri til að afla nægra fjármuna til framkvæmda blasa við.

 Það þarf meiri stefnufestu, vilja og einurð til uppbyggingar en niðurskurðar.

Ferðaþjónustan, sem er orðin stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þarf að leggja meira til sameiginlegra verkefna á borð við samgöngur, enda er uppbygging á þessu sviði beinlínis í þágu þessarar starfsgreinar. En stjórnvöld skortir vilja og einurð til að afla meiri tekna eins og hægt væri að gera t.d. með komugjöldum á flugfarseðla, álagi á veiðigjöld stórútgerðarinnar eða með auðlegðarskatti. Markaðir tekjustofnar til vegamála hafa ekki verið færðir upp til samtímaverðlags en ríkið hefur þess í stað aukið hlut sinn í hinu almenna bensíngjaldi sem rennur beint í ríkissjóð og er ekki skylt að verja til vegamála enda hefur því verið varið til ýmissa verkefna sem ekkert hafa með samgöngumál að gera.

Rúmlega 20 milljarða vantar til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum á Vestfjarðarvegi og á Dynjandisheiði er skorið niður um 1,6 milljarð. Næstmest er skorið niður á sunnanverðum Austfjörðum, í Berufjarðarbotni og vegna brúar yfir Hornarfjarðarfljót. Fjölda annarra framkvæmda mætti nefna eins og Skógarstrandarveg, Vatnsnesveg,Strandirnar, vegi í uppsveitum Borgarfjarðar, Kjalarnesveg, Skagastrandarveg og Dettifossveg. Áfram mætti telja í langan lista því viðhald vega hefur verið vanrækt lengi og hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu til samgöngumála dregst stöðugt saman; hefur farið úr 1,5 % niður í 1% sem er sögulegt lágmark.

Sveitastjórnir og íbúar hafa mótmælt harðlega niðurskurði til samgangna og undirskriftarsöfnun er í gangi þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa við vegabætur á Vestfjarðarvegi 60 um Gufudalssveit þar sem byggð á sunnanverðum Vestfjörðum á allt sitt undir því að þar byggist upp heilsársvegur. Sá dráttur sem hefur verið á samgöngubótum á því svæði er ekki boðlegur.

Það þýðir ekkert að flagga því framan í almenning að skoða eigi fjármögnun með auknum álögum á almenning í formi vegatolla eða selja ríkiseignir sem er einskiptisaðgerð og er eins og að pissa í skóinn sinn.

 Nú er lag, notum það.

Hvenær í ósköpunum höfum við efni á að taka til hendinni í fjársveltum samgöngum ef ekki nú þegar allar efnahagslegar aðstæður eru hagstæðar þannig að nú ætti að vera lag. Það verður enn dýrara að takast á við vandann ef honum er áfram ýtt á undan sér og varla gerist mikið ef efnahagsástandið versnar.

Stjórnvöld verða að taka upp fjárlögin og koma til móts við háværar kröfur almennings um stóraukið fé til vegamála og gera þarf átak í samgöngubótum almennt bæði til hafnarframkvæmda og viðhalds flugvalla ef ekki á illa að fara því við erum komin yfir öll þolmörk og þolinmæði landsmanna á þrotum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður NV kjördæmis.

 

Auglýsing
Auglýsing

Níu af tíu með skráðan tannlækni

Um 91% barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eru nú skráð hjá heimilistannlækni. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni við átaksverkefni um tannlækningar fyrir börn tekjulágra forráðamanna. Á síðustu þremur árum hefur skráningum barna til heimilistannlækna fjölgað úr 64% í 91%. Langflest börn sem heyra undir ákvæði samnings um tannlækningar barna og unglinga ættu því að vera komin í reglulegt eftirlit hjá tannlæknum. Ríkisendurskoðun telur góðan árangur hafa náðst hvað þetta varðar og komum barna til tannlæknis fjölgað. Samningurinn um tannlækningar barna hefur verið innleiddur í áföngum en lokamarkmiðið er að öll börn að átján ára aldri eigi rétt á gjaldfrjálsri þjónustu í samræmi við hann. Skilyrði fyrir því að barn eigi rétt á gjaldfrjásum tannlækningum er að það hafi verið skráð hjá heimilistannlækni sem er með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Hafi barn ekki skráðan heimilistannlækni hefur skólahjúkrunarfræðingur samband við forráðamenn þess og hvetur þá til að panta tíma hjá tannlækni. Þá hefur velferðarráðuneytið veitt embætti landlæknis gæðastyrk vegna verkefnis sem felur í sér að safna og vinna upplýsingar um tannheilbrigðisþjónustu og tannheilsu með rafrænni vöktun á heimtum barna til heimilistannlækna og söfnun rauntímaupplýsinga um tannheilsu þeirra.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Starfsleyfistillögur fyrir 17.500 tonna laxeldi

Sjókvíar í Tálknafirði.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og í Tálknafirði. Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat og Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017. Samanlagt hljóða starfsleyfistillögur fyrirtækjanna upp á 17.500 tonn. Í greinargerð sem Hafrannsóknastofnun vann um mat á burðarþoli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar með tilliti til sjókvíaeldis á árinu 2015 og liggur meðal annarra gagna til grundvallar starfsleyfinu, segir að með tilliti til stærðar fjarðanna og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins, einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk, telji Hafrannsóknastofnun að hægt sé að leyfa allt að 20 þúsund tonna eldi í Patreksfirði og Tálknafirði á ári

Frestur til að skila inn athugasemdum við starfsleyfistillögu Arctic Sea Farm er til 16.maí 2017 og þær skulu berast til Umhverfisstofnunar.

Starfsleyfistillagan

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Grásleppukarlar segja skilyrði til verðhækkunar

Grásleppukarlar eru ekki öfundsverðir þessa dagana. Vertíð að hefjast og aðeins tveir af væntanlegum kaupendum búnir að tilkynna hvað þeir hyggjast greiða fyrir grásleppuna, segir á vef Landssambands smábátaeigenda.

Á vef Landssambandsins (LS) kemur fram að á vertíðinni í fyrra var verð á grásleppu með því lægra sem þekkst hefur. Eins og nú biðu sjómenn eftir verði og tókst með eftirgangsmunum að knýja það fram. Vertíðin byrjaði með látum, mokafli víðast hvar. Kaupendur brugðust við með því að lækka verðið. Meðalverð á vertíðinni var 155 kr/kg, en þrátt fyrir að hæsta verð á verulegu magni hafi verið 188 kr/kg, greiddu framleiðendur kavíars enga uppbót.

LS segir að  þróun verðs á mörkuðum hafi ekki knúið fram fjórðungsverðlækkun milli ára, heldur aðstæður sem sjómenn búi við. Þeir hafi takmarkaðan fjölda daga til að stunda veiðar og eigi því erfitt með að hnika veiðunum. Mannahald væri ákveðið miðað við ákveðinn upphafsdag.  Að hefja veiðar þegar mest veiðivon.

LS segir að skilyrði til verðhækkunar séu fyrir hendi:

  • birgðir hjá kaupendum / framleiðendum kavíars eru undir lágmarki
  • verð í fyrra var of lágt sem sýndi sig í verðhækkun á kavíar
  • ekkert liggur fyrir um endanlegan fjölda veiðidaga
  • lítið hefur veiðst af grásleppu sem meðafla
  • veiði þarf að aukast um fimmtung á heimsvísu frá í fyrra til að viðhalda mörkuðum
  • litlar líkur á að Grænlendingar veiði meira en í fyrra
  • verðhækkun verður í Grænlandi

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Eftirlit með gerð Dýrafjarðarganga boðið út

Gangamunni Dýrafjarðarganga við Rauðsstaði í Arnarfirði.

Vegagerðin, óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Dýrafjarðarganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Jarðgöngin verða um 5,3 km löng í bergi og er breidd þeirra  8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 300 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 8,0 km af nýjum vegum, ásamt tveimur brúm samtals 30 m. Eftirlitið nær einnig fleiri útboða í verkinu svo sem  til stýrikerfis, fjarskiptakerfis, hraðamyndavéla.

Tilboðsfrestur er til 28. mars. Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir