Síða 23

Matvælastofnun fær margar ábendingar varðandi dýravelferð

Matvælastofnun vill árétta að almenningi gefst kostur á að koma ábendingum og fyrirspurnum til stofnunarinnar eftir margvíslegum leiðum svo sem með símtölum, samtölum, tölvupósti eða í gegnum þar til gert form á vef Matvælastofnunar.

Í ábendingahnappi, sem finna má á áberandi stað á heimasíðu Matvælastofnunar, er handhægt að senda ábendingar með myndefni sem ekki er unnt að koma til skila í gegnum síma eða samtöl. Slíkt myndefni getur reynst afar dýrmætt við úrvinnslu þeirra mála sem koma inn á borð stofnunarinnar og hraðað viðbragði og afgreiðslu.

Það sem af er ári hefur Matvælastofnun borist 802 erindi í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar. Árið 2024 voru þau 3.392. Um síðustu áramót hafði stofnunin unnið úr og lokað 88% þeirra erinda sem bárust. Önnur erindi voru annað hvort í ferli innan stofnunarinnar eða bárust seint innan ársins.

Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð og markvörð frá Hollandi

Vestri var að styrkja hópinn sinn með sænskum vinstri bakverði sem er með reynslu úr úrvalsdeildunum í Noregi og Svíþjóð.
Sá heitir Anton Kralj og er 26 ára gamall. Hann var lykilmaður í yngri landsliðum Svía þar sem hann spilaði 35 leiki í heildina en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið.

Anton lék á láni hjá GIF Sundsvall í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð og kemur til Vestra á frjálsri sölu frá Hammarby.

Anton á leiki að baki fyrir Hammarby og Degerfors í efstu deild sænska boltans auk þess að hafa spilað fyrir Sandefjord í Noregi.

Anton er sókndjarfur bakvörður og getur einnig spilað á vinstri kanti.

Fyrr í mánuðinum gekk Hollenski markvörðurinn Guy Smit í raðir Vestra og mun verja mark félagsins í sumar.

Hann er 29 ára og kom fyrst til Íslands árið 2020 og lék með Leikni R. í fyrstu deild. Guy var á þeim tíma langbesti markvörður landsins og var það svo að hann gekk til liðs við Val. Hann hefur síðan einnig spilað með ÍBV á láni frá Val og á síðustu leiktíð lék hann með KR. Guy átti erfitt uppdráttar framan af móti eins og allt KR liðið en með þjálfarabreytingum fór KR liðið að spila betur og var Guy frábær seinni hluta mótsins.

Súðavík: 50 tonna byggðakvóti til frístundaveiða

Súðavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Súðavíkur hefur skipt 90 tonna byggðakvóta sveitarfélagsins. Fimmtíu tonn fara til frístundaveiðibáta. Krókaaflabáta fá 21 tonn og skip og báta stærri en 100 tonn fá 19 tonn.

Gert er áð fyrir að löndunarskylda verði á aflanum í Súðavík. Sérreglur taki mið af úthlutun ársins 2024 að teknu tilliti til ábendinga Fiskistofu og ráðuneytis.

Ísafjarðarhöfn: 730 tonna afli í janúar

Páll Pálsspn ÍS við bryggju á Ísafirði um helgina. Mynd: Kistinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 730 tonnum af bolfiski í Ísafjaðarhöfn í janúarmánuði. Aðeins tveir togarar komu með afla að landi. Páll Pálsson ÍS landaði 600 tonnum eftir 8 veiðiferðir og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni og var með 130 tonn af fiskafurðum.

Patreksfjörður 703 tonn

Landað var 703 tonnum af botnfiski í Patrekshöfn í janúar. Togarinn Vestri BA var með 303 tonn eftir 7 veiðiferðir. Tveir línubátar voru að veiðum í mánuðinum. Núpur BA landaði 395 tonn ú 7 veiðiferðum og Sindri BA var með 6 tonn eftir þrjá róðra.

Suðureyri 421 tonn

Gerði voru út fjórir línubátar auk þess sem einn bátur var á handfæraveiðum. Einar Guðnason ÍS fór 18 róðra og landaði 250 tonnum af bolfiski. Hrefna ÍS kom með 106 tonn að landi úr 11 róðrum. Eyrarröst ÍS aflaði 33 tonn í 8 róðrum og Gjafar ÍS va með 16 tonn eftir 3 róðra. Loks var handfærabáturinn Straumnes ÍS með 7 tonn í 8 róðrum.

Vilja virkja húsnefnd Birkimels

Birkimelur á Barðaströnd.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hittist í síðustu viku. Meðal mála sem þa var tekið fyrir voru málefni félagsheimila.

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar og Silja Ísafoldardóttir umsjónarmaður Birkimels, sátu fundinn undir þessum lið. Þær fóru yfir fyrirkomulag reksturs, reglur fyrir félagsheimilin, gjaldskrá og athugasemdir við húsnæðið frá eldvarnareftirliti og heilbrigðiseftirliti.


Heimastjórnin bókaði að hún hvetur til þess að húsnefnd/eigendafélag félagsheimilisins Birkimels verði virkjað sem fyrst.

Vegagerðin: hækkar ásþunga aftur í 10 tonn

Gilsfjörður, vegur og brú vígsludaginn 30. okt. 1998. Mynd: Vegagerðin.

Vegagerðin hefur hækkað að nýju ásþunga upp í 10 tonn á Vestfjarðavegi 60 frá Búðardal að Djúpvegi 61 við Þröskulda. Breytingin tók gildi kl.10:00 í dag mánudaginn 17. febrúar 2025.

Áfram er í gildi takmörkun við 7 tonn á Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni (Bröttubrekku) að Snæfellsnesvegi 54 við Skógstagl.

Kjarasamningur við slökkviliðsmenn til fjögurra ára

Slökkvistöð Ísafjarðar. Mynd: Ísafjarðarbær.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamning við landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til næstu fjögurra ára, til loka mas 2028. Verkfalli sem átti að hefjast síðasta mánudag var því aflýst.

Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári, og hækka önnur laun og aðrar uppbætur í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna LSS. Niðurstaða
atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir þann 24. febrúar næstkomandi.

Ísafjörður: Opin samkeppni um útilistaverk

Frá Ísafjarðarhöfn . Mynd: Gústi.

Hafnastjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að hafa opna samkeppni um útilistaverk á vegum Hafna Ísafjarðarbæjar.

Opin samkeppni felur í sér samkvæmt famlögðu minnisblaði Vestfjarðastofu:
Opið keppnisform þar sem allir hæfir listamenn geta sent inn tillögur.
Útilokar ekki alþýðulistafólk.
Hentar þegar markmiðið er að fá innsendingar á breiðum grunni og tryggja þátttöku sem flestra.
Getur krafist meira utaumhalds og matsvinnu vegna fjölda innsenda hugmynda.
Þar sem keppnin er opin og allir geta sent inn tillögur getur verið að listafólk hafi ekki þekkingu á
hentugu efnisvali eða þeim kostnaði sem verður við verkið.

Þá felur þessi leið í sé að skipuð verði dómnefnd til að tryggja faglegt mat. Í minnisblaðinu segir að dómnefndin þyrfti að samanstanda af fimm manns og væru þá tveir tilnefndir af sambandi íslenskra listamanna, SÍM.

Bolungavík: ný vatnsveita tekin í notkun í vikunni

Hér má sjá Ívar Kristjánsson frá Flateyri fyrir miðju og Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra til hægri.

Ný vatnsveita verður tekin í notkun í vikunni í Bolungavík. Byggður hefur verið ný vatnstankur í Hlíðardal sem er í tveimur hólfum og tekur hann 2,6 milljónir lítra af vatni. Vatnsþörfin er um 100 rúmmetrar á klst og dugar því fullur tankur í rúmlega sólarhring.

Bygging hófst á árinu 2022 og aðalverktaki eftir útboð var Þotan ehf og undirvektaki Vestfirskir verktakar ehf. Efla verkfræðistofa annaðist hönnun.

Vatnið er síað í gegnum diska og sandsíur og síðan geislað inn á tankinn og þaðan út á veitukerfi. Í gegnum nýju vatnsveituna er hægt að sía 240 m³ á klst.

Vatnið er að mestu borholuvatn. Síðar á árinu verða boraðar fleiri borholur og er vonast til að nægilegt vatn komi úr þeim svo allt vatn verði borholuvatn. Borað er í nágrenni við vatnsveituna í Hliðardal.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að um sé að ræða eina stærstu innviðaframkvæmd í bæjarfélaginu síðustu áratugina og að kostnaður sé kominn í um 400 m.kr. Þörfin fyrir hreint og gott vatn fyrir íbúana sé augljós en ekki síður megi benda á að stærstu fyrirtæki bæjarins séu öll í matvælaframleiðslu, Jako Valgeir ehf, Arctic Fish og Arna, og það sé algert úrslitaatriði fyrir þau að geta fullvissað viðskiptavini sína um að þau notist við heilnæmt og gott vatn í vinnslunni.

Opið hús var á laugardaginn og var stöðugur straumur af fólki, bæði heimamenn og frá nágrannabæjunum, að skoða hin glæsilegu mannvirki.

Vatnsveituhúsið nýja.

Hreinsitankar vatnsveitunnar.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Vesturbyggð: deilt um iðnaðarhúsnæði á Krossholti

Þórður Sveinsson, 50% eigandi að iðnaðarhúsnæði á Krossholti á Barðaströnd fer fram á að Vesturbyggð nýti sér forkaupsrétt að 50% eignahlut í sama húsnæði og selji svo sér þann eignarhlut.

Forsaga málsins er sú að Þórður eignaðist 50% í iðnaðarhúsinu að Krossholti skv. eignarheimild og er þinglýstur réttur eigandi skv. veðbókarvottorði og fasteignaskrá frá og með 14. apríl árið 2000.
Þá hefur hann hegðað sér í öllu eins og hann eigi í raun allt húsið, hefur greitt af því hita, rafmagn og önnur tilfallandi gjöld s.s. fasteignagjöld eins og segir í erindi hans til Vesturbyggðar. Þórður hefu stundað atvinnurekstur í húsnæðinu.

Í fyrra kom í ljós að Jakob Pálsson, sem er skráður fyrir 50% eignarhlut að eigninni seldi hlut sinn félaginu Hafsbrún ehf. Þinglýsing á kaupunum hefur enn ekki gengið í gegn vegna athugasemda frá sýslumanni um að lóðarleigusamningi þurfi að þinglýsa samhliða og Vesturbyggð þyrfti um leið að hafna forkaupsrétti sínum skv. kvöð sem enn er gildandi.

Þá hefur nýr eigandi heft aðgengi að húsinu, lagt fiskikörum fyrir framan hurðir og sent Þórði reikninga inn á hans heimabanka fyrir meintri leigu, ásamt því að saka hann um að meina sér um að nýta sinn helming.

Beiðni um nýtingu forkaupsréttar hafði áður verið tekið fyrir hjá Vestubyggð og afgreidd á 977. fundi bæjarráðs sem haldinn var 6. febrúar 2024 þar sem nýtingu forkaupsréttar var hafnað.

Að höfðu samráði við lögræðing sveitarfélagsins staðfestir bæjarráð nú afgreiðslu fyrrum bæjarráðs Vesturbyggðar og hafnar nýtingu forkaupsréttarins.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Nýjustu fréttir