Mánudagur 28. október 2024
Síða 2262

Málefni fatlaðra best unnin í samvinnu allra sveitarfélaganna

Vestfirðir.

Fram kom í bókun frá síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar að bæjarráð fæli bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, um þann möguleika að Ísafjarðarbær taki yfir þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Stór hluti þjónustunnar hefur verið í höndum BSVest. Ef af þessu yrði þýddi það að Ísafjarðarbær drægi sig út úr samstarfi um málefni fatlaðs fólks, en Ísafjarðarbær er sem stendur stærsta sveitarfélagið í Byggðasamlaginu.

Pétur G. Markan sveitastjóri í Súðavík segir Súðavíkurhrepp ekki sjá ástæðu til að skoða breytingar að svo stöddu: „Súðavíkurhreppur er ekki að skoða sýna stöðu innan byggðasamlagsins, enda er það afstaða sveitarfélagsins að málefni fatlaðaðra séu best unnin í samvinnu allra sveitarfélaga á Vestfjörðum.  Með það að leiðarljósi, það er besta mögulega þjónusta sem völ er á, er engin ástæða til að skoða einhverjar breytingar.“

Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar tekur undir með Pétri og segir að ef til breytinga komi gæti það verið tímafrekt ferli: „Til þess að Ísafjarðarbær geti tekið til sín þjónustuna þurfa þeir að segja sig úr byggðasamlaginu eða sveitarfélögin að taka ákvörðun um að slíta því. Það tekur drjúgan tíma. Ég tel að við getum vel sinnt þessu verkefni með sama hætti og við höfum gert hingað til, hvort heldur sem það verður á okkar forsendum eða í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum, en þetta hefur ekki verið rætt formlega hjá okkur.“

Pétur segir mikilvægt að hafa gæði  þjónustunnar í forgangi: „Hins vegar hefur Súðavíkurhreppur haft skoðun á rekstri byggðasamlagsins, eins og öllum öðrum rekstri sem sveitarfélagið kemur nálægt. Það breytir ekki afstöðu sveitarfélagsins, sem er að málaflokkurinn á að vera í því formi sem getur veitt bestu þjónustuna, sem er í þessu tilfelli byggðasamlag, þar sem sveitarfélögin taka höndum saman um þjónustuna.“

brynja@bb.is

Kynnir Ultimate Frisbee fyrir Vestfirðingum

Maður leikur sér í folfi, einnig nefnt frisbee golf.

Til stendur að að kynna Ultimate Frisbee fyrir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld. Halla Mia, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Vestfjörðum stendur fyrir kynningunni: „Ég kynntist ultimate frisbee í Berlín, það er frekar vinsælt í Þýskalandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada. Það er kannski rokið sem veldur að það hefur ekki náð fótfestu hér.“ En samkvæmt Höllu þarf maður að vera klárari í að kasta ef spilað er í roki, því sé oft spilað innanhúss.

Halla útskýrði leikinn stuttlega fyrir blaðakonu: „Það eru 5-7 í liði. Markmiðið er að koma disknum yfir völlinn og að hann sé gripinn á marksvæðinu sem er á enda vallarins. Það má ekki hlaupa á meðan maður er með diskinn í höndunum.“ Það sem er sennilega merkilegast er að það eru aldrei dómarar heldur snýst þetta um að leikmenn gera brotin upp sjálfir og segir Halla Mia regluna „sá vægir sem vitið hefur meira“ gilda á vellinum.

Á Facebook-síðu viðburðarins segir „Allir velkomnir, engir frisbíhæfileikar nauðsynlegir bara áhugi.“ Fyrir áhugasama um ultimate frisbee má lesa meira á vef Wikipediu.

Kynningin verður haldin í kvöld, mánudag klukkan 20 í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík, sem er í sama húsnæði og Musteri vatns og vellíðunar.

brynja@bb.is

Kynntu hugmyndir um lýðháskóla á Flateyri fyrir bæjarráði

Stýrihópurinn leggur til fjórar námsleiðir.

Á síðasta bæjarráðsfundi hjá Ísafjarðarbæ kynntu þau Dagný Arnalds, Ívar Kristjánsson og Runólfur Ágústsson fyrir bæjarráði hugmynd stýrihóps sem vinnur að þróun starfs lýðháskóla á Flateyri. Lýðháskólar eru einskonar lífsleikniskólar þar sem nemendur geta valið sér nám úr fjölda ólíkra námsgreina þar sem ekki er lögð áhersla á próf heldur fremur þátttöku og að nemendur læri eitthvað gagnlegt og skemmtilegt.

Í kynningu hópsins segir að margir þættir geri Flateyri að sterkum bæ fyrir lýðháskóla, umhverfið, árstíðirnar, friðsældin í náttúrunni og menningarlíf Flateyrar.

Runólfur Ágústsson er verkefnastjóri stýrihópsins: „Þessi hugmynd er búin að vera á floti á svæðinu býsna lengi  og við tókum þetta upp síðsumars og fórum að skoða þetta af alvöru. Hugmyndin gæti virst fólki pínu langsótt en þegar við fórum að greina lýðháskólahugmyndina og skoða fordæmi á Norðurlöndum, þar sem fólk er að fara að mennta sig menntunar vegna en ekki til að fá gráðu, þá sáum við margt jákvætt og framkvæmanlegt í hugmyndinni.“

Runólfur segir Flateyri hafa marga styrkleika til að hýsa lýðháskóla: „Við fórum að greina Flateyri út frá þessari hugmyndafræði og sáum fullt af góðum kostum. Þetta er öflugt, lítið og þétt samfélag sem er ákveðinn styrkleiki sem hefur sýnt sig á Norðurlöndunum að nýtast vel. Svo er Önundarfjörður einstakt umhverfi.“

Þær námsleiðir sem hópurinn leggur til að kenndar yrðu við lýðháskóla á Flateyri eru kvikmyndagerð, tónlist, umhverfisfræði og fjallamennska. „Tveir grundvallar styrkleikar Flateyrar eru vissulega kvikmyndir og tónlist. Þar viljum við byggja á styrkleika þess stóra hóps kvikmyndagerðarfólks sem á tengsl við Flateyri og kemur hingað reglulega, svo er auðvitað sterk tónlistarhefð á svæðinu öllu. Svo stingum við upp á umhverfistengdu nám sem yrði kennt á ensku og þar byggjum við á reynslu Háskólaseturs Vestfjarða.“

Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir bæjarráði og segir Runólfur næsta skref vera að stofna félag utan um hugmyndina.

brynja@bb.is

Jólaljós tendruð

Vinkonur á Flateyri

Jólaljós voru tendruð á jólatrjám nokkurra bæja á norðanverðum Vestfjörðum á helginni. Ljós voru kveikt í Bolungarvík, á Flateyri og á Þingeyri. Samkvæmt bókinni ættu jólasveinarnir ekki að vera komnir til byggða, en þeir mættu þó og með allskonar góðgæti í pokaskjattanum sínum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum glöddust bæði litlir og stórir og með þessari fyrstu helgi í aðventu byrjað biðin eftir jólunum fyrir alvöru.

brynja@bb.is

Nemendur úr G.Í. taka þátt í FIRST LEGO League

Hluti liðs G.Í. við við lokafráganginn í gær. Mynd af vef Grunnskólans á Ísafirði.

Grunnskólinn á Ísafirði tekur nú í fyrsta sinn þátt í keppninni FIRST LEGO League sem haldin verður í Háskólabíói á morgun. Það eru þeir Hafsteinn Már Sigurðsson, Hlynur Ingi Árnason, Jón Ingi Sveinsson, Magni Jóhannes Þrastarson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Þráinn Ágúst Arnaldsson sem keppa fyrir hönd G.Í. en þeir eru nemendur í 8. og 10. bekk. Liðsstjóri og leiðbeinandi er Jón Hálfdán Pétursson, sem kennt hefur tæknilegó sem valgrein síðustu tvo vetur.

Keppnin hefur verið haldin hér á landi af Háskóla Íslands frá árinu 2005. Þátttakendur keppninnar eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 keppendur og a.m.k. einn leiðbeinandi. Liðin keppa sín á milli við að leysa þrautir með forrituðum vélmennum, auk þess sem liðin eru dæmd út frá rannsóknarverkefni, hönnun/forritun á vélmenni og liðsheild.

Keppnin verður send út á Netinu á firstlego.is þar sem tengill verður aðgengilegur á keppnisdag. Jafnframt stendur gestum og gangangi til boða að fylgjast með keppninni í Háskólabíói en auk hennar verður ýmis önnur skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna.

annska@bb.is

Eldklárir Víkarar

Félag slökkviliðsmanna í Bolungarvík og Bolungarvíkurkaupstaður efna til árlegs brunavarnarátaks í Bolungarvík nú þegar skammdegið er að skella á og ljósa-, rafmagns- og kertanotkun er hvað mest. Í kvöld og á morgun laugardag munu slökkviliðsmenn í Bolungarvík ganga í hús og aðstoða við hvaðeina er varðar eldvarnir heimila sé þess óskað, ásamt því að hafa til sölu á kostnaðarverði rafhlöður í reykskynjara og minna á að að skipta þarf um rafhlöður í reykskynjurum einu sinni á ári og er góður siður að gera það fyrir upphaf jólaaðventu, einnig hafa þeir til sölu eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Bjóðast þeir til að skipta um rafhlöður í reykskynjurum, setja upp nýja, sem og handslökkvitæki og eldvarnarteppi fyrir eldri borgara og þá sem erfitt eiga um vik.

Á laugardag verður slökkvitækjahleðsla staðsett á slökkvistöðinni og geta allir farið með slökkvitæki sín og látið yfirfara þau þar frá kl. 10. Handslökkvitæki þarf að yfirfara á tveggja ára fresti. Þeir sem ekki komast með handslökkvitæki sín til skoðunar á laugardag verða einnig aðstoðaðir og eru þeir beðnir um að hafa samband við slökkviliðsstjóra í síma 897 1482.

Algengustu brunar á Íslandi eru af völdum rafmagns og raftækja og oft hefur kviknað í út frá kertaskreytingum. Hættulegustu eldsvoðar verða að nóttu til þegar heimilisfólk er sofandi. Eldurinn magnast ótrúlega fljótt og reykurinn verður banvænn á fáeinum mínútum. Reykskynjarar sem vara heimilisfólkið við hættunni, ættu því að vera í hverju herbergi þar sem raftæki eru staðsett, einnig í bílskúrum. Prófa þarf reykskynjarana reglulega og skipta þarf um rafhlöður árlega. Reykskynjurum þarf að skipta út ef minnsti vafi leikur á að þeir séu í lagi og reykskynjarar eiga ekki að vera eldri en 10 ára. Einnig minna slökkviliðsmennirnir á að eldvarnarteppi og handslökkvitæki eigi að vera til á öllum heimilum og allir þurfi að kunna að nota þau.

annska@bb.is

BÆJARINS BESTA 32. ÁRGANGUR 2015

50. tbl. 2015
49. tbl. 2015
48. tbl. 2015
47. tbl. 2015
46. tbl. 2015
45. tbl. 2015
44. tbl. 2015
43. tbl. 2015
42. tbl. 2015
41. tbl. 2015
40. tbl. 2015
39. tbl. 2015
38. tbl. 2015
37. tbl. 2015
36. tbl. 2015
35. tbl. 2015
34. tbl. 2015
33. tbl. 2015
32. tbl. 2015
31. tbl. 2015
30. tbl. 2015
29. tbl. 2015
28. tbl. 2015
27. tbl. 2015
26. tbl. 2015
25. tbl. 2015
24. tbl. 2015
23. tbl. 2015
22. tbl. 2015
21. tbl. 2015
20. tbl. 2015
19. tbl. 2015
18. tbl. 2015
17. tbl. 2015
16. tbl. 2015
15. tbl. 2015
14. tbl. 2015
13. tbl. 2015
12. tbl. 2015
11. tbl. 2015
10. tbl. 2015
9. tbl. 2015
8. tbl. 2015
7. tbl. 2015
6. tbl. 2015
5. tbl. 2015
4. tbl. 2015
3. tbl. 2015
2. tbl. 2015
1. tbl. 2015
Vestfirðir 2015

BÆJARINS BESTA 31. ÁRGANGUR 2014

50. tbl. 2014
19. tbl. 2014
49. tbl. 2014
48. tbl. 2014
47. tbl. 2014
46. tbl. 2014
45. tbl. 2014
44. tbl. 2014
43. tbl. 2014
42. tbl. 2014
41. tbl. 2014
40. tbl. 2014
39. tbl. 2014
38. tbl. 2014
37. tbl. 2014
36. tbl. 2014
35. tbl. 2014
34. tbl. 2014
33. tbl. 2014
32. tbl. 2014
31. tbl. 2014
30. tbl. 2014
29. tbl. 2014
28. tbl. 2014
27. tbl. 2014
26. tbl. 2014
25. tbl. 2014
24. tbl. 2014
23. tbl. 2014
22. tbl. 2014
21. tbl. 2014
20. tbl. 2014
19. tbl. 2014
18. tbl. 2014
17. tbl. 2014
16. tbl. 2014
15. tbl. 2014
14. tbl. 2014
13. tbl. 2014
12. tbl. 2014
11. tbl. 2014
10. tbl. 2014
9. tbl. 2014
8. tbl. 2014
7. tbl. 2014
6. tbl. 2014
5. tbl. 2014
4. tbl. 2014
3. tbl. 2014
2. tbl. 2014
1. tbl. 2014
Vestfirðir 2014

BÆJARINS BESTA 30. ÁRGANGUR 2013

50. tbl. 2013
49. tbl. 2013
48. tbl. 2013
47. tbl. 2013
46. tbl. 2013
45. tbl. 2013
44. tbl. 2013
43. tbl. 2013
42. tbl. 2013
41. tbl. 2013
40. tbl. 2013
39. tbl. 2013
38. tbl. 2013
37. tbl. 2013
36. tbl. 2013
35. tbl. 2013
34. tbl. 2013
33. tbl. 2013
32. tbl. 2013
31. tbl. 2013
30. tbl. 2013
29. tbl. 2013
28. tbl. 2013
27. tbl. 2013
26. tbl. 2013
25. tbl. 2013
24. tbl. 2013
23. tbl. 2013
22. tbl. 2013
21. tbl. 2013
20. tbl. 2013
19. tbl. 2013
18. tbl. 2013
17. tbl. 2013
16. tbl. 2013
15. tbl. 2013
14. tbl. 2013
13. tbl. 2013
12. tbl. 2013
11. tbl. 2013
10. tbl. 2013
9. tbl. 2013
8. tbl. 2013
7. tbl. 2013
6. tbl. 2013
5. tbl. 2013
4. tbl. 2013
3. tbl. 2013
2. tbl. 2013
1. tbl. 2013
Vestfirðir 2013

Stjúpupasta

Stjúpa mín sem er einstaklega hæfileikarík í eldhúsinu gaf mér þessa uppskrift einn daginn þegar ég var að vesenast með hvað ég ætlaði að hafa í matinn. Þetta er algjörlega uppskrift að mínu skapi þar sem hún er góð, og tekur enga stund!

Slatti af spagetti
5 ferskir tómatar
1 rauðlaukur
1 búnt fersk steinselja
2 marin hvítlauksrif
Svartar ólífur
Capers
Parmesan
Svartur pipar
Salt
Olía

Á meðan pastað er soðið er fínt að nota tímann og skera niður tómatana, rauðlaukinn, ólífurnar, steinseljuna og hvítlaukinn. Skella þessu öllu í vel stóra skál og blanda saman. Þegar pastað er soðið (mér var kennt að það væri tilbúið með því að kasta því í ísskápin og sjá hvort það festist, skemmtilegra ef börn eru með) skal skella því útí skálina og hræra ! Salta og pipra eftir smekk og sulla svo smá olíu yfir og síðast en ekki síst vel af parmesan.

Ís

Hann heitir ekkert sérstakt þessi og það má setja það sem manni sýnist í hann ! Hversu mikið frelsi er það !

1 líter jurtarjómi
1 vanillustöng
1 dl vatn
125gr. Hrásykur
5 eggjahvítur

Vanillustöngin er soðin í vatninu og sykrinum skellt saman við. Þetta er svo kælt vel, skellum svo hvítunum útí og þeytum vel og vandlega. Rjómin er svo þeyttur og svo er öllum herlegheitunum blandað saman og skellt í gott box og beint í frysti. Verði ykkur að góðu!

Ég skora á Sigríði Huldu Guðbjörnsdóttur og Sigurjón Sveinsson í Bolungarvík að vera næstu sælkerar vikunnar

Nýjustu fréttir