Miðvikudagur 15. janúar 2025
Síða 2228

Aldrei boðar endurkomu Kraftgallans sem tískuflíkur

Fátt sameinar betur töffheit og notagildi en sérmerktir Aldrei fór ég suður Kraftgallar.

Aldrei boðar endurkomu Kraftgallans sem tískuflíkur

Enginn tískuvarningur ungmenna hér á landi hefur sennilega vakið eins mikla ánægju meðal foreldra og Kraftgallinn hlýi og góði, en snemma á tíunda áratugnum þótti eitursvalt að sporta þessum bláu, fóðruðu heilgöllum og gat það komið sér vel þar sem ein helsta tómstundariðja ungmenna þess tíma var að mæla strætin skref fyrir skref flest kvöld (þó þar væru enga Pókemona að finna) og gilti þá einu hvernig viðraði. Líkt og verður um flest tískutrend tóku vinsældir gallans að dvína og þegar kom að aldamótum þótti fátt hallærislegra en gallinn góði. Kraftgallinn hefur þó ekki farið af markaðinum með öllu og hefur flíkin að sjálfssögðu talsvert notagildi og er til að mynda vinsæl hjá þeim sem vinna utandyra eða þar sem er kalt.

Stjórnendur rokkhátíðar alþýðunnar Aldrei fór ég suður eru með puttann á púlsinum að vanda og í ár boða þeir að Kraftgallinn sé heitasta flík páskanna 2017, eða ársins í heild. Til að styðja betur við þá kenningu í verki er nú boðið upp á takmarkað upplag af sérmerktum Aldrei-fór-ég-suður-Kraftgöllum í samstarfi við 66°Norður. Í dag er síðasti dagurinn til að tryggja sér slíkan kostagrip, en það má gera með því að senda póst á rokkstjori@aldrei.is, en í honum þarf að koma fram bæði nafn tilvonandi gallahafa ásamt stærð galla sem óskað er eftir S-XL í boði.

annska@bb.is

 

 

Hvassast nyrst

Veðurstofan spái norðaustanátt á Vestfjörðum í dag 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning en slydda nyrst. Lægir í fyrramálið, austlæg átt 5-8 m/s um hádegi á morgun og úrkomuminna. Vaxandi norðaustanátt undir kvöld, 10-18 annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig að deginum.

Það er hálka eða krapi á flestum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar, einnig er ófært í Árneshrepp.

Rammaáætlun um fiskeldi æskileg

Að mati Guðna Guðbergssonar, sviðstjóra ferksvatnslífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, þar að hægja á leyfisveitingum fyrir laxeldi í sjó á meðan reynsla fáist af við Ísland.„Það hefði að okkar mati þurft að gera heilstæða úttekt, einskonar rammaáætlun á fiskeldi. Hvað væri hægt að stunda mikið fiskeldi án þess að taka óásættanlega áhættu með íslenska laxastofna,“ er haft eftir Guðna á fréttavef RÚV.

Í fréttinni lýsir hann áhyggjum að hraðri uppbyggingu í greininni á meðan grundvallarspurningum er ósvarað.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur beint þeim orðum til fiskeldisfyrirtækja að hægja á umsóknum. Í Kastljósviðtali í vikunni lýsti hún efasemdum um laxeldi í Jökulfjörðum og sagði áform um laxeldi í Eyjafirði vekja upp spurningar hvort að of hratt sé farið.

Bæjarins besta 14. tbl. 34. árgangur

14. tölublað

Hefur áhyggjur af húsnæðismálum á Hlíf

Öldungaráð Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af þróun húsnæðismála á Hlíf. Skortur er á húsnæði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og því telur öldungaráð bagalegt að íbúðir, sem sérstaklega eru byggðar sem úrræði fyrir eldri borgara, séu nýttar fyrir aðra. Öldungaráð leggur til við húsfélög Hlífar I og II að kannað verði hvort unnt sé að tryggja að íbúðir sem losna verði annað hvort settar á sölu eða á leigumarkað við fyrsta tækifæri.

Á fundi öldungarráðsins í gær var einnig samþykkt að hvetja bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til þess að tryggja eldri borgurum aukna þjónustu t.d. með sérstökum fulltrúa sem sinni íþrótta- og tómstundamálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Öldungaráðið bendir á að tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sinni ungu fólki sérstaklega en þarfir eldri borgara séu jafn brýnar fyrir slíka þjónustu. Eldri borgurum fjölgar hratt og raunhæft að gera ráð fyrir að því fylgi aukin þjónusta og utanumhald til þess að tryggja að lýðheilsusjónarmið nái til allra íbúa Ísafjarðarbæjar.

O-Design opnar á nýjum stað

Á laugardaginn opnaði gjafavöruverslunin O-Design í nýju húsnæði í Bolungarvík. Verslunin er nú staðsett að Vitastíg 1 og er því við hliðina á handverkshúsinu Drymlu. O-Design er í eigu hönnuðarins Odds Andra og Ragnars Sveinbjörnssonar en í versluninni er að finna gott úrval af íslenskri hönnun og framleiðslu í bland við erlenda vöru að ógleymdri eigin hönnunar O-Design. Verslunin O-Design verður með opið frá kl. 12 til kl. 17 alla daga nema sunnudaga í sumar.

 

 

Veiðifélög lýsa þungum áhyggjum af sjókvíaeldi

Sjókvíar í Arnarfirði.

Veiðifé­lög við Húna­flóa lýsa yfir þung­um áhyggj­um af þeirri ógn „sem staf­ar af áætl­un­um um hömlu­laust lax­eldi víða um land í opn­um sjókví­um og mót­mæla harðlega fyr­ir­ætl­un­um um stór­fellt lax­eldi á Vest­fjörðum, Aust­fjörðum og í Eyjaf­irði með ógelt­um norsk­um laxa­stofni, sem er í dag mesta nátt­úru­vá ís­lenskra lax- og sil­unga­stofna og veiðiáa um allt land.“

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn­ir Veiðifé­lags Laxár á Ásum, Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár, Veiðifé­lags Víðidals­ár og Veiðifé­lags Miðfirðinga sendu frá sér í dag.

Í álykt­un sinni benda stjórn­ir veiðifé­lag­anna á að nán­ast allt lax­eldið sé í meiri­hluta­eigu norskra eld­is­fyr­ir­tækja, sem séu að sækja í ókeyp­is af­not hafs­ins í óspillt­um ís­lensk­um fjörðum og sem litlu skeyta um meng­un nátt­úr­unn­ar.

„Nú þegar allt nýtt eldi í opn­um sjókví­um með ógelt­um laxi hef­ur verið sett á ís í Nor­egi, kepp­ast þeir hinir sömu við að helga sér ókeyp­is ís­lensk­an sjó, áður en Íslend­ing­ar átta sig á þeim hrika­lega um­hverf­isskaða sem þessi stóriðja mun valda að óbreyttu. Þeir hyggj­ast stunda meng­andi eldi hér á landi meðan þeir verða að breyta yfir í grænt eldi heima fyr­ir. Á að heim­ila norsk­um eld­is­fyr­ir­tækj­um að nota hina úr­eltu meng­andi eldis­tækni hér á landi sem þeir vilja ekki hafa heima hjá sér?“

Í ályktuninni segir að búið séð að að lýsa nei­kvæðum áhrif­um erfðablönd­un­ar eld­islaxa í nátt­úru­lega stofna ít­ar­lega í fjöl­mörg­um er­lend­um rann­sókn­um og að slík erfðablönd­un leiði til minnkaðrar viðkomu, trufli nátt­úru­val og dragi úr líf­fræðilegri fjöl­breytni villtu laxa­stofn­anna.

Seg­ir í álykt­un­inni að lax- og sil­ungsveiði byggi á sjálf­bærni hreinn­ar og óspilltr­ar nátt­úru. Grein­in velti ár­lega meira en 20 millj­örðum króna og skapi 1.200 störf hér á landi. Þá hafi markaðssetn­ing greinarinn­ar byggt upp verðmæta alþjóðaí­mynd lands­ins og ekki megi fórna ís­lenskri nátt­úru fyr­ir inn­rás norskra stór­fyr­ir­tækja.

smari@bb.is

 

Hvalveiðar og verslun Hollendinga í Vísindaporti

Dr. Ragnar Edvardsson.

 

Í Vísindaporti Háskólasetursins á morgun verða til umfjöllunar hvalveiðar og verslun Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld. Dr. Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands, flytur erindið en hann hefur rannsakað þennan fróðlega tíma í sögu þjóðarinnar um nokkurt skeið.

Á 17. öld urðu Niðurlönd leiðandi verslunarveldi í Evrópu, með verslunarsambönd sem náðu út um allan heim. Við upphaf einokunarverslunar Dana árið 1602 höfðu dönsk stjórnvöld ekki burði til að viðhalda verslun á Norður Atlantshafssvæðinu á sama hátt og verið hafði á öldunum þar á undan. Hollendingar höfðu bæði fjármagn og skipastól til að stíga inn í það tómarúm sem myndaðist vegna einokunarverslunar Dana. Hollendingar urðu því fljótt leiðandi í verslun og hvalveiðum á Norður Atlantshafinu. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um veru Hollendinga og efnahagsleg áhrif þeirra á Íslandi á fyrstu öldum einokunarverslunar með áherslu á þann hluta starfsemi þeirra sem ekki hefur ratað í opinberar ritheimildir, þ.e. hvalveiðistöðvar og ólöglega verslun.

Dr. Ragnar Edvardsson er eins og áður segir fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem staðsett er í Bolungarvík þar sem Ragnar er einmitt búsettur. Hann lauk námi í klassíkum fræðum frá Háskóla Íslands, síðan meistaranámi í rómverskri fornleifafræði frá University College of London og loks varði hann doktorsritgerð í fornleifafræði árið 2010 við City University of New York. Doktorsritgerðin fjallaði um hlutverk sjávarauðlinda í miðaldasamfélagi Vestfjarða. Síðustu ár hefur Ragnar einkum stundað rannsóknir á strand- og neðansjávarminjum með áherslu á fiskveiðar, hvalveiðar og verslun fyrri alda.

Vísindaportið er opið almenningi og fer fram í kaffistofu Háskólaseturs á morgun föstudag kl. 12.10-13.00. Fyrirlesturinn að þessu sinni fer fram á íslensku.

Petter Northug í Fossavatnsgönguna

Einn öflugasti skíðagöngumaður veraldar hefur boðað komu sína í Fossavatnsgönguna á Ísafirði. Petter Northug – Undrið frá Þrændalögum – var um árabil ósigrandi líkt og þrútinn verðlaunapeningaskápur hans ber vitni um. Hápunkturinn á ferli hans til þessa er án vafa tvö gull á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010. Þá hefur hann einnig unnið til fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum og sætastir voru þrír heimsmeistaratitlar á heimavelli á HM í Ósló árið 2011 og í fersku minni eru fjögur gull á HM í Falun 2015.

Northug er alhliða skíðamaður, sterkur í öllum vegalengdum og öflugur bæði með frjálsri og hefðbundinni aðferð. Sterkasta hlið Northug og það sem gerir hann að áhorfendavænum skíðagöngumanni eru firnasterkir endasprettir.

„Northug er stærsti fengurinn sem við höfum náð og hafa þó mjög sterkir skíðagöngumenn komið til okkar i gegnum árin. Skemmst er að minnast að Justyna Kowalczyk tók þátt í fyrra og sigraði nokkuð örugglega,“ segir Daníel Jakobsson, formaður Fossavatnsgöngunnar.

Daníel bendir á að hinn almenni Íslendingur átti sig kannski ekki á hversu stórt nafn Petter Northug er. „Hann er langvinsælasti íþróttamaður Norðmanna og súperstjarna sem skíðagönguíþróttin á heimsvísu hefur ekki séð áður.“

Hér gefur að líta frægan endasprett Petter Northug á HM í Falun 2015.

Golíat tekinn til starfa

Stór áfangi hefur átt sér stað í málefnum skíðaiðkunar á sunnanverðum Vestfjörðum er Skíðafélag Vestfjarða hefur eignast og fengið afhentan snjótroðarann Golíat. Kom Golíat á nýjar heimaslóðir í desember en fyrr í þessari viku flutti Gámaþjónusta Vestfjarða á fjallið Hálfdán þar sem hann treður nú brautir fyrir skíðaþyrsta Vestfirðinga. Líkt og þegar að tigna gesti ber að garði fékk Golíat lögreglufylgd frá Patreksfirði á fjallið þar sem troðarinn er það breiður að hann tekur mest af plássi beggja akreina hinna vestfirsku vega.

Golíat verður á Hálfdáni það sem eftir lifir vetrar og stendur til að hafa opinn dag til skíðaiðkunar á sunnudag og má fylgjast með fréttum af opnunartímum og ævintýrum Golíats í Vesturbyggð á fésbókarsíðu Skíðafélags Vestfjarða.

annska@bb.is

Nýjustu fréttir