Nú líður að haustverkum og í september smala bændur fjöll og firnindi. Það eru bændur á Ströndum sem ríða á vaðið með réttum í Skeljavíkurrétt þann 8. september og síðasti auglýsti réttadagur er 1. október á Barðaströnd.
Lista yfir réttir á landinu má nálgast á vef Bændablaðsins en hér að neðan eru réttardagar Vestfjarða. Bændablaðið setur þó þann fyrirvara að náttúruöflin geta sett allt úr skorðum og svo geta villur slæðst með.
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. föstudaginn 8. sept. kl. 16.00
Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahrepp, A-Barð. laugardaginn 9. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 10. sept. kl. 14.00
Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 16. sept. kl. 16.00
Minni-Hlíð í Hlíðardal laugardaginn 16. sept. kl. 14.00
Syðridalsrétt í Bolungarvík laugardaginn 16. sept. kl. 14.00
Broddanes, Strand. sunnudaginn 17. sept. kl. 16.00
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 17. sept. kl. 14.00
Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 22. sept.
Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsfirði laugardaginn 23. sept.
Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði laugardaginn 23. sept.
Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í Skutulsfirði laugardaginn 23. sept.
Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði laugardaginn 23. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 23. sept. kl. 14.00
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardaginn 23. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardaginn 23. sept.
Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 23. sept.
Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudaginn 24. sept.
Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudaginn 1. okt. kl. 14.00
bryndis@bb.is
Auglýsing