Fimmtudagur 16. janúar 2025
Síða 2156

Fiskaflinn 53 þúsund tonn

Fiskafli ís­lenskra skipa í júní var rúm­lega 53 þúsund tonn sem er 27% meira en heild­arafl­inn í júní 2016. Aukn­ing­in skýrist að öllu leyti af kol­muna­afla, en í júní veidd­ust rúm 15,5 þúsund tonn af kol­munna en tæp 2 þúsund tonn í júní­mánuði í fyrra. Botn­fiskafli dróst sam­an um 8% milli ára en tæp 33 þúsund tonn veidd­ust af botn­fisk­teg­und­um en tæp 36 þúsund tonn í júní 2016. Rúm 18 þúsund tonn veidd­ust af þorski sem er 3% meira en í júní 2016. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Heild­arafli á 12 mánaða tíma­bili frá júlí 2016 til júní 2017 var rúm­lega 1,1 millj­ón tonn sem er um 5% meira en yfir 12 mánaða tíma­bili ári fyrr.

Í veftöfl­um má sjá að miðað við fimm ára meðaltal afla júní­mánaðar 2012-2016 er afl­inn í júní 2017 um 0,7% yfir meðaltali. Þar má einnig reikna að afli afla­marks­báta var 1,2% meiri í júní en að meðaltali í sama mánuði síðustu fimm ár og afli strand­veiðibáta var 5%  minni.

Verðmæti afla í júní metið á föstu verðlagi var 7,2% minna en í júní 2016.

Aukin velta í ferðaþjónustu – minni í sjávarútvegi

Refaljósmyndarar í Hornvík.

Velta í virðis­auka­skatts­skyldri starf­semi, fyr­ir utan ferðaskrif­stof­ur og farþega­flutn­inga á veg­um, var 629 millj­arðar króna í mars og apríl sem er 0,8% hækk­un miðað við sama tíma­bil árið 2016. Velt­an jókst um 3,3% á tíma­bil­inu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Starf­semi tengd farþega­flutn­ing­um og ferðaskrif­stof­um var ekki virðis­auka­skatts­skyld fyrr en í árs­byrj­un 2016 og er nauðsyn­legt að taka til­lit til þess þegar velta frá og með 2016 er bor­in sam­an við fyrri ár.

Velta í allri virðis­auka­skatts­skyldri starf­semi nam 646 millj­örðum króna í mars og apríl 2017, en það er hækk­un um 1,3% frá sama tíma­bili 2016.

Velta jókst í flest­um ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu, t.d. jókst velta í flokk­in­um „rekst­ur gisti­staða og veit­ing­a­rekst­ur“ um 25,9% á tíma­bil­inu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Á sama tíma jókst velta í bíla­leigu um 25,2%. Velta í bíla­leigu er orðin svipuð veltu í land­búnaði.

Fleiri at­vinnu­grein­ar virðis­auka­skatts­skyld­ar

Í árs­byrj­un 2016 tóku gildi breyt­ing­ar á lög­um um virðis­auka­skatt, 50/​1988, sem gerðu nokkr­ar at­vinnu­grein­ar virðis­auka­skatts­skyld­ar sem áður voru und­anþegn­ar. Þar ber helst að nefna farþega­flutn­inga aðra en áætl­un­ar­flutn­inga (und­ir bálki H) og þjón­ustu ferðaskrif­stofa (und­ir bálki N). Þetta er að hluta til skýr­ing­in á mik­illi aukn­ingu á virðis­auka­skatts­skyldri veltu í þess­um grein­um, en einnig hafa um­svif þess­ara at­vinnu­greina auk­ist mikið und­an­far­in ár.

Þar sem þjón­usta ferðaskrif­stofa og ferðaskipu­leggj­enda er til­tölu­lega nýorðin virðis­auka­skatts­skyld er ekki enn hægt að bera sam­an töl­ur á árs­grund­velli, en velta í þeirri at­vinnu­grein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður.

Minni velta í sjáv­ar­út­vegi

Ef miðað er við heilt ár og nýj­ustu töl­ur, þá var velta í sjáv­ar­út­vegi 15,7% lægri á tíma­bil­inu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á und­an. Á sama tíma lækkaði velta í heild­versl­un með fisk um 14,4%. Lækk­un­ina má skýra með að gengi ís­lensku krón­unn­ar hef­ur hækkað miðað við gjald­miðla í helstu út­flutn­ingslönd­um okk­ar og ný­af­stöðnu verk­falli sjó­manna.

Íris Ósk ráðin sem tómstundafulltrúi

Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Tekur hún við af Esther Ösp Valdimarsdóttur sem lét af störfum í byrjun mánaðarins og snýr sér að öðrum verkefnum, eftir að hafa starfað sem tómstundarfulltrúi í fjögur ár. Íris hefur áður starfað sem tómstundafulltrúi í Strandabyggð, því hún leysti Esther Ösp af í fæðingarorlofi. Til að byrja með verður Íris í hlutastarfi, en verður komin í fullt starf í lok janúar 2018.

Gjaldtaka á öllum leiðum út úr Reykjavík

 

Samgönguráðherra skoðar hvort hefja eigi gjaldtöku á öllum samgönguleiðum út frá höfuðborgasvæðinu vegna brýnna vegaframkvæmda sem kosti hundrað milljarða. Með gjaldtöku megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega á næstu árum. Náist samstaða á þingi verði hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að vegkaflarnir sem eru til skoðunar séu þeir þar sem slysatíðni er langhæst. Þetta er kaflinn frá Keflavíkurflugvelli í gegnum Hafnarfjörð og frá Reykjavík til Selfoss ásamt nýrri Ölfusárbrú. Einnig fullnaðarfrágangur upp í Borgarnes, og síðar yrði farið í tvöföldun Hvalfjarðarganga og í fyrsta áfanga Sundabrautar. Það lætur nærri lagi að kostnaður við þessar framkvæmdir geti legið á bilinu 100 milljarðar ef allt er talið.

Í ríkisfjármálaáætlun geri ráð fyrir 10 milljörðum til nýframkvæmda árlega. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar á vegunum út frá höfuðborginni sé meiri en hægt verði að fara í þær fyrir fjármagn úr ríkissjóði og því verði að leita leiða til að fá nýtt fjármagn. Jón sagði að gjaldtaka verði til þess að hægt verði að nota fjármagn úr ríkissjóði til að kosta mikilvægar framkvæmdir á landsbyggðinni, svo sem brýnar samgöngubætur á  sunnanverðum Vestfjörðum.

Rigning seinnipartinn

Veðurstofan spáir suðaustlægri átt 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag. Fer að rigna seinnipartinn og hiti verður á bilinu 8 til 13 stig. Í athugasemd veðurfræðings er vakin er athygli á að allhvössum vindi er spáð í dag við vestanverða suðurströnd landsin, en á morgun við suðausturströndina. Slíkur vindur getur reynst varasamur ökutækjum sem taka á sig vind.

Á laug­ar­dag:
Suðvest­læg átt 5-13, hvass­ast aust­ast, og væta með köfl­um. Hiti 9 til 18 stig, hlýj­ast aust­an­lands.

Á sunnu­dag:
Vest­læg átt, 5-10, en held­ur hvass­ara við norður- og suður­strönd­ina síðdeg­is. Víða skúr­ir en þurrt að kalla suðaust­an­lands. Hiti 7 til 16 stig, hlýj­ast við suðaust­ur­strönd­ina.

Á mánu­dag:
Suðvest­an 5-10 og dá­lít­il væta, en bjart með köfl­um aust­an­lands. Hiti 9 til 15 stig, hlýj­ast suðaust­an til.

Á þriðju­dag:
Suðaust­an 8-15 með rign­ingu sunn­an- og vest­an­lands og hiti 8 til 13 stig en úr­komu­lítið og allt að 18 stiga hiti norðaust­an­lands.

Á miðviku­dag:
Aust­læg átt, 8-18, en hvass­ara við suðvest­ur­strönd­ina fram­an af degi. Víða vætu­samt, en þurrt að mestu norðan­lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýj­ast norðan til.

Á fimmtu­dag:
Útlit fyr­ir aust­læga átt og rign­ingu, einkum á aust­an­verðu land­inu. Hiti 10 til 18 stig.

Ráðherra heimsótti Arnarlax

Talið frá vinstri: Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Matthías Garðarsson, stofnandi Arnarlax.

Jón Gunnarsson ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála heimsótti fiskeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal nú fyrr í vikunni. Hann skoðaði vinnslu fyrirtækisins, skrifstofur og stjórnstöð, jafnframt því að sigla út að kvíunum við Steinanes í Arnarfirði. Jón er gjörkunnugur fiskeldismálunum. Hann var formaður atvinnuveganefndar Alþingis þegar gerðar voru miklar breytingar á lögum um fiskeldi, en þær lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun árið 2015.

Veiðigjöld tvöfaldast

Löndun á Ísafirði.

Veiðigjöld í sjávarútvegi ríflega tvöfaldast á milli ára miðað við nýja reglugerð fyrir komandi fiskveiðiár. Miðað við áætlað aflamark verður gjaldið um það bil 10,5 til 11 milljarðar króna og nemur hækkunin um 6 milljörðum frá síðasta fiskveiðiári.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í gær þar sem athugasemdir eru gerðar við hækkun veiðigjaldanna fyrir næsta ár. Þar kemur fram að rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafi versnað og því sé óheppilegt að reiknireglan taki ekki mið af því. Samtökin telja ekki útilokað að hækkun veiðigjalda á næsta fiskveiðiári muni reynast smærri og meðalstórum útgerðum ofviða, en það gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi.

„Aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Göngin klædd að innan með eldfimum efnum

Fern jarðgöng á landinu standast ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu að sögn Ólafs Guðmundssonar, starfsmanns EuroRap á Íslandi. Ólafur var til viðtals hjá Gissur Sigurðssyni á Bylgjunni. Vestfjarðagöng eru meðal þeirra ganga sem ekki uppfylla öryggisstaðla EuroRap.

Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum – „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur.

Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs.

Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar – en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni.

„Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur.

Reynsluboltar miðla af reynslu sinni

Hópurinn samankominn með Martin og Hildi Björgu í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Vestra fengu góða heimsókn í gær þegar Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir sóttu Ísafjörð heim og sáu um æfingar gærdagsins hjá félaginu. Martin,sem er KR-ingur í húð og hár, er orðinn atvinnumaður í körfubolta og leikur með A-deildarliðinu Châlon-Reims í Frakklandi. Hildur er nýgengin til liðs við Breiðablik en hún hafði verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Þau Hildur Björg og Martin eru á hringferð um landið í átaksverkefni Körfuknattleikssambands Íslands sem nefnist Körfuboltasumarið. Verkefnið er m.a. styrkt af FIBA Europe og miðar að því að hvetja unga iðkendur til dáða, kenna þeim markmiðasetningu og hvað þarf til að ná langt í íþróttinni.

Hringferð Hildar Bjargar og Martins lýkur í þessari viku en við tekur undirbúningur fyrir landsliðsverkefni síðar á árinu, m.a. þátttaka karlalandsliðsins á Eurobasket í Helsinki í haust.

Vilja vita hverjir kaupa aflann

Landssamband smábátaeigenda bíður nú svara frá fiskmörkuðunum hvort fallist verður á beiðni félagsins um að seljendur fái upplýst hver kaupi af þeim aflann. Á fundi sem LS átti með forsvarsmönnum fiskmarkaða deildu aðilar með sér áhyggjum af lækkandi fiskverði. Einkum er það þorskurinn sem var ræddur og það „smánarverð sem hann hefur verið seldur á það sem af er júlí,“ eins og það er orðað á vef Landssambandsins. Einnig kemur fram að fundurinn með forsvarsmönnum fiskimarkaðanna hafi verið hreinskipitnn, enda fara hagsmunir beggja aðila saman.

Nýjustu fréttir