Miðvikudagur 15. janúar 2025
Síða 2147

Lokaleikurinn hjá stelpunum

Mynd: visir.is

Íslenska landsliðið leikur sinn lokaleik á Evrópumóti landsliða í fótbolta í kvöld. Því miður eiga þær ekki möguleika á að halda áfram en lofa engu síður að leggja sig allar fram og „klára mótið með “ eins og segir á ruv.is í dag.

Í A riðli liggur fyrir að Holland og Danmörk eru komin áfram og í B riðli eru það Þýskaland og Svíþjóð sem halda áfram í 8-liða úrslit. Í C riðli ráðast úrslit í dag og sömuleiðis í D riðli, þar er það aðeins England sem er örugg áfram.

Leikurinn hefst kl. 18:45 og er sýndur beint á RÚV

bryndis@bb.is

 

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

„Í dag 26.7. kl. 13:55 varð skjálfti að stærð 4,0 vestan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Í morgun þann 26.7. kl. 11:40 varð skjálfti af stærð 3,9 með upptök um 3 km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og Garði. Fjórir aðrir skjálftar yfir stærð 3 hafa mælst, þar af tveir af stærð 3,0 kl. 07:27 og kl. 07:56 og tveir af stærð 3,1 kl. 11:43 og 11:54. Margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar þessara skjálfta,en skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins.“ Þetta eru þær upplýsingar sem liggja fyrir um skjálftahrinuna sem nú gengur yfir Reykjanesið.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum á heimasíðu Veðurstofunnar.

bryndis@bb.is

 

Viðhaldsframkvæmdir og tjörublæðingar

Mynd úr safni, ekki er reiknað með að staðan sé svona slæm.

Vegagerðin varar við tjörublæðingum í Norðurárdal í Borgarfirði og töfum á umferð vegna viðhaldsframkvæmda. Talsverðar framkvæmdir eru frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði og blettanir í Dölunum.

Eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um nýlögð svæði, virða stöðvunarskyldu og hraðatakmarkanir á vinnusvæðum til að lágmark umferðartafir og tjón vegna steinkasts.

Hálendiskort Vegagerðarinnar eru uppfærð oft á dag og vegfarendur um hálendið verða að fylgjast með á heimasíðu Vegagerðarinnar.

bryndis@bb.is

Bæjarbúar tóku til hendinni

Erfiðlega hefur gengið að ráða sumarfólk í garðvinnu í sumar og bera bæirnir í sveitarfélaginu þess víða merki að ekki hefur verið nægjanlegt hirt um blómabeðin. Talsverðar og harðar umræður hafa verið um málið á facebook en á endanum tóku nokkrir íbúar Flateyrar sig til í gær og hreinsuðu til á bletti sem ýmist er kallaður er sjálfstæðisblettur eða kirkjutungan.

bryndis@bb.is

Gói aðstoðar flogaveikt barn

Gói

Auður Björnsdóttir hundaþjálfari mælir nú götur Ísafjarðarbæjar með Góa sér við hlið en Gói hefur verið í þjálfun hjá Auði í þrjá mánuði og verður afhentur eiganda sínum í ágúst. Góa er ætlað að aðstoða barn sem þjáist af flogaveiki þannig að hann lætur vita þegar flog er yfirvofandi. Þetta er fjórði hundurinn sem Auður hefur þjálfað í þessum tilgangi en þjálfunin felst í að strax að loknu flogakasti fer eigandinn í ákveðinn leik við hundinn. Þannig lærir hundurinn samhengið í flogum og leiknum og fer að biðja um leikinn þegar hann skynjar að flog er yfirvofandi. Hvernig og hvers vegna hundar skynja flogin segir Auður að sé ekki vitað, líklegast er að það sé lykt af efnaboðunum fyrir flog og þá lykt finni hundurinn. Auður segist fylgja hundinum eftir með barninu um tíma og kenna fjölskyldunni að umgangast hundinn.

Auður Björnsdóttir hundaþjálfari og Gói

Auður hefur um árabil þjálfað hjálparhunda af ýmsu tagi, blindrahundurinn Skuggi sem Auður þjálfaði og afhenti í fyrra þjónar nú eiganda sínum af mikilli trúmennsku, eins hefur hún þjálfað hunda til að aðstoða fatlaða.

bryndis@bb.is

Blíðviðri á höfuðborgarsvæðinu

Það er blíðveðri á höfuðborgarsvæðinu

Héraðsfréttamiðillinn Vísir er með puttann á púlsinum og birtir meðfylgjandi mynd af landinu öllu með glampandi sól um allt land. Fyrirsögnin er skemmtilega afhjúpandi og staðfestir svo ekki verður um villst að visir.is er miðil höfuðborgarinnar.

bb.is er héraðsmiðill Vestfjarða og er stoltur af því og þykist ekki vera fréttamiðill annarra

bryndis@bb.is

 

Aðalvík úr lofti

Úr Aðalvík, mynd tekin af Garpi og er úr safni bb

Þó nútíminn geti verið trunta og drónamyndbönd oft uppnefnd dónamyndbönd vegna þess hve viðfangsefni drónana eru varnarlaus gagnvart myndatökum, getur þessi nýja og einfalda tækni fangað náttúruna og fegurð hennar á áður óþekktan hátt. Garpur Elísabetarson sem ættaður er úr Aðalvík og Bolungarvík hefur gert stutt myndband úr Aðalvíkinni og má með sanni segja að fegurðin sé í aðalhlutverki.

Um Garp og myndbandið er fjallað á dv.is og þar má sjá þetta gullfallega myndband og njóta.

bryndis@bb.is

Hin árlega sandkastalakeppni

Það eru margir fastir liðir á Verslunarmannahelginni, einn þeirra er Sandkastalakeppnin í Holti og þar er venjulega líf í tuskunum. Fleiri hundruð börn, börn á öllum aldrei, hamast þar við að byggja listaverk úr sandi. Mikill metnaður liggur í verkunum og fjölskyldur sameinast í byggingarvinnunni.

Keppnin fer fram á laugardeginum 5. ágúst og hefst kl. 13:00, allt ókeypis og vegleg verðlaun fyrir flottustu sandkastalana.

bryndis@bb.is

JÁ, það er bongó

Það er bongóblíða í dag, sól og heiður himinn og jafnvel má búast við svona veðri fram að helgi. Svona segir Veðurstofan frá ástandinu:

„Hægviðri eða hafgola, en norðaustan 5-10 m/s síðdegis. Bjart með köflum, en sums staðar þokubakkar í nótt. Hiti 12 til 22 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.“

bryndis@bb.is

 

Ekki skilja hundinn eftir í bílnum

Þessi gæti fengið inngöngu á kaffihús

Matvælastofnun hefur sent frá sér áminningu til hundaeiganda um að skilja ekki hunda sína eftir í bílnum þegar heitt er í veðri.

Samkvæmt 21. grein reglugerðar um aðbúnað gæludýra má ekki skilja hund eftir í eða á flutningstæki án eftirlits ef hitastig getur farið yfir +25°C eða undir -5°C, og aldrei má skilja hund einan eftir í flutningstæki ef hann sýnir merki um vanlíðan.

Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma.

bryndis@bb.is

Nýjustu fréttir