Síða 2146

Rússnesk kvikmyndaveisla á Ísafirði

Séra Fjölnir Ásbjörnsson og synir sáu um að velja myndir á rússneska kvikmyndahátíð Ísafjarðarbíós á laugardaginn. Í tilkynningu frá bíóinu kemur fram að um sé að ræða fjölbreyttar verðlaunamyndir, sýndar á rússnesku með texta, frítt inn og allri velkomnir.

Rússneska ævtýramyndin He’s a Dragon (On – drakon) verður sýnd laugardaginn 23. september kl 18:00 í Ísafjarðarbíó. 

Miroslövu prinsessu er rænt í miðju brúðkaupi en ægilegur dreki nemur hana á brott í kastalann sinn á afskekktri eyju. Í einsemd sinni verður dularfullur ungur maður á vegi hennar á eyjunni að nafni Arman, – hver er hann og hvað er hann að gera þarna? Ástin tekur ýmsa snúninga þegar hún verður ástfanginn af drekanum.

Rússneska stórmyndin The Icebraker (Ledokol) verður sýnd laugardaginn 23. september kl 20:00 í Ísafjarðarbíó. 

English. Based on a true story. Antarctic, 1985. The Icebreaker “Gromov” got captured on the ice trying to dodge a giant berg. For 133 days in cold and ringing silence the crew tries to find the way out. One false move – and they will be crashed in the ice.
bryndis@bb.is

Hvað eru smábátasjómenn að hugsa?

dr. Catherine Chambers

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða hefur göngu sína á ný í dag eftir gott sumarfrí. Fyrst til að ríða á vaðið þennan veturinn er dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Í erindi sínu mun Catherine fjalla um rannsóknir sínar meðal íslenskra smábátasjómanna, m.a. viðhorf þeirra til og reynsla af fiskveiðastjórnun.

Sjálfbærar fiskveiðar byggja á því að jafnvægi sé á milli félagslegra, hagrænna og umhverfislegra markmiða. Stjórnmálahagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Elinor Ostrom hélt því fram að eiginlegar áherslur fiskveiðastjórnunarkerfa væru á fólk en ekki fisk. Í fyrirlestrinum mun Catherine fjalla um rannsókn sína á sjávarbyggðum og fiskveiðistjórnunarkerfum á Íslandi þar sem komið er inn á hvað einkenni smábátasjómenn, reynslu þeirra af fiskveiðistjórnun og og skoðanir þeirra þar um.

Catherine tók við starfi fagstjóra Haf- og strandsvæðastjórnunarnámsins í janúar á þessu ári. Hún er þverfaglegur vísindamaður á sviði haffræði með víðtæka reynslu bæði frá Alaska og Íslandi. Meðal þess sem hún hefur unnið að eru staðbundin matvælakerfi, fiskveiðistjórnun, málefni Norðurslóða og haftengd ferðaþjónusta. Hún lauk doktorsprófi í sjávarútvegsfræði við Alaska háskólann í Fairbanks og meistarnámi í dýrafræði frá Southern Illionois háskólanum. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá 2008 og unnið við Háskólann á Hólum og Þekkingarsetrið á Blönduósi. Hún er einnig vísindavinur við stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólasetursins og er að vanda öllum opið. Það sendur frá kl. 12.10-13.00. Catherine mun flytja fyrirlestur sinn á ensku.

 

Óforsvaranlegur frágangur á olíutanki

Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps gera athugasemdir við frágang Skeljungs á olíutangi við Tálknafjarðarhöfn. Farið verður fram á við Skeljung að gengið verði frá tankinum á varanlegan hátt sem allra fyrst enda er frágangur hans ólíðandi og ekki í samræmi við gildandi reglur. Tankurinn inniheldur 12.000 lítra af gasolíu og stendur á stafla af gangstéttarhellum.

bryndis@bb.is

Reiknað með fjölmenni á íbúafundinn á sunnudaginn

Vonast er eftir góðri mætingu á íbúafundinn sem halda á að sunnudaginn í Íþróttahúsinu á Torfnesi, þingmenn kjördæmisins sem og ráðherrar sem telja sig málið varða og eiga heimangengt hafa boðað komu sína.

Pétur G. Markan formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Eiríkur Örn Norðdahl, Guðrún Anna Finnbogadóttir munu hafa framsögu á fundinum, sem og fulltrúi KPMG sem mun kynna skýrslu um efnahags- og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Síðan verða panelumræður og spurningar.

Aðstandendur fundarins hafa gefið út eftirfarandi tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir fundargesti til umræðu.

 „Borgarafundur á Vestfjörðum 24. september 2017 vill að mat á samfélagslegum áhrifum verði í framtíðinni lagt til grundvallar stórframkvæmdum og lagasetningu þegar það á við.
Jafnframt setur fundurinn fram eftirfarandi þrjár kröfur:

– Ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið Þ-H (um Teigsskóg), vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa

– Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum.

– Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

bryndis@bb.is

Fjölmenni við opnun Blábankans

Sigmundur Þórðarson íbúi á Þingeyri flutti ávarp við opnun Blábankans á Þingeyri í gær og lýsti mikilli ánægju með þetta framtak og hann bindur mikla vonir við starfsemina. Sigmundur sagði að bylting væri framundan í samfélaginu þegar Dýrafjarðargöng opnast og margt jákvætt að gerast. Hér má horfa á upptöku af ávarpi Sigmundar.

Arna Lára Jónsdóttir og Þórarinn Gunnarsson frá Nýsköpunarmiðstöð óskuðu Dýrfirðingum til hamingju með þessa samfélagsmiðstöð sem Blábankanum er ætlað að vera. Hugmyndin kom upphaflega frá forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar en hefur þróast og þroskað í meðförum þeirra aðila sem að hafa komið.

Stofnendur Blábankans eru Vestinvest, Ísafjarðarbær og Simbahöllin en bakhjarlar og samtarfsaðilar eru, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landsbankinn, Arctic Fish, Snerpa, Ísafjarðarbær, Simbahöllin, Verkvest, Vestinvest ehf, PricewaterhouseCoopers og Pálmar Kristmundsson.

Hægt er að fylgjast með Blábankanum á heimasíðu hans.

Hér eru nokkrar myndir frá opnuninni.

bryndis@bb.is

Sjónhverfing

Nýstárlegri hraðahindrun/gangbraut hefur nú verið komið upp á Hafnarstrætinu á Ísafirði, hún minnir örlítið á pappalöggurnar frægu sem stillt var upp á Reykjanesi um árið, þær vöktu ekki mikla lukku. Hraðahindrunin/gangbrautin er nokkurs konar sjónhverfing og hefur þann kost að geta með engu móti skaðað bila sem yfir hana keyra.

bryndis@bb.is

Vefsetur um íslenskar skáldkonur

Vilborg Davíðsdóttir.

Þann 7. september opnaði vefur um íslenskar skáldkonur, www.skald.is. Að verkefninu standa Ásgerður Jóhannsdóttir og Jóna Guðbjörg Torfadóttir. Vefurinn hverfist um konur og skáldskap þeirra og verður leitast við að birta þar viðburði, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilega texta um konur, eftir konur.  Þar er einnig að finna skáldatal íslenskra kvenskálda.

Vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og af hugsjón einni saman og Von þeirra sem að vefnum standa er að hann eigi eftir að stækka og dafna og verða verðugur vettvangur fyrir íslenskar skáldkonur. Skáldatalið er í vinnslu og bætast ný skáld við vikulega. Allar konur sem skrifað hafa um kvennabókmenntir eða gefið út skáldskap eru hvattar til að senda inn efni til birtingar á skald@skald.is.

bryndis@bb.is

Ljósleiðaratæki hjá Snerpu

Ný tækni hefur rutt sér til rúms í lagningu ljósleiðara sem felst í því að í stað hefðbundinna jarðstrengja sem eru ýmist grafnir í skurði eða plægðir niður eða þá nokkuð sver rör, sem eru dregnir í strengir eru nú lögð rör sem eru tiltölulega grönn og strengjum síðan blásið í rörin með sérstakri vél.

Fyrir aðeins 3-4 árum voru notuð rör sem voru allt að 50 mm í þvermál og í þau voru síðan dregnir hefðbundnir jarðstrengir sem þýddi að fyrst þurfti að skjóta bandi í rörið og draga stenginn á því og á 2-300 metra fresti þurfti að opna inn á lögnina því að ekki var hægt að draga í meira í einu vegna þyngdar strengsins. Var því frekar tímafrekt að draga strengi í rör.

Nú er öldin önnur, rörin eru riffluð að innanverðu til að minnka núningsviðnám og vélin ýtir strengjum beint í enda rörsins og svo er blásið lofti meðfram strengnum þannig að hann fleytist áfram á því. Strengirnir sem eru notaðir eru sérstaklega hannaðir til þess að blása í rör og eru frá 2,5 mm og upp í 11 mm í þvermál. Rörin eru af nokkrum stærðum en Snerpa notar yfirleitt 8 mm rör fyrir heimtaugar og 14 mm rör fyrir stærri strengi. Þó að flestar heimtaugar séu 40-50 metrar þá er hægt að blása með þessarri vél nokkra kílómetra í einu við bestu aðstæður en lengst hefur Snerpa blásið um 900 metra í einu lagi.

Til að blása strengjum sem lengst er nauðsynlegt að hafa öfluga loftpressu og Snerpa keypti á síðasta ári loftpressu sérstaklega hannaða fyrir blástursvélina sem getur framleitt allt að 15 bör en venjulegar pressur framleiða jafnan 8-10 bör. Pressan er þó ekki stærri en svo en að hún passar ágætlega inn í sendibíl.

Blástursvélin kemur frá Bretlandi og er innan við tugur véla af þessarri gerð í notkun á Íslandi en nokkuð fleiri ljósleiðarablástursvélar eru til af smærri gerð sem er framleidd í Sviss.

 

Jóhann Egilsson hjá Snerpu gerir klárt til að blása í ljósleiðara á Þingeyri.

Innköllunarkerfi heilsugæslunnar ófullnægjandi

Þátttaka barna við tólf mánaða aldur og fjögurra ára aldur í almennum bólusetningum var töluvert lakari árið 2016 en árið á undan samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis. Minnki þátttakan enn frekar telur hann líkur á að hér geri vart við sig sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil.

Í tilkynningu frá sóttvarnarlækni segir að ástæður fyrir minni þátttöku séu ekki ljósar en taldar mestar líkur á því að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri. Þá hafi komið í ljós töluverður munur á þátttöku milli landssvæða.

Ljóst er að þátttaka í bólusetningum við 12 mánaða og 4 ára aldur hér á landi er ekki ásættanleg og ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningasjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Í því samhengi má minna á að nú geisar mislingafaraldur í Evrópu og gætu stök tilfelli sést hér ef þátttöku hrakar.

Í skýrslunni kemur fram að við endurbólusetningu 4ja ára barna árið 2016 skilar sér í bólusetningu að meðaltali 85% af árgangi 2011, hér á Vestfjörðum er hlutfallið 97%, lökust er staðan í Vestmannaeyjum með 79%.  Hvað varðar endurbólusetningu 14 ára barna eru skilin á Vestfjörðum 93% og vermir þar botnsætið ásamt Suðurnesjum. Í flestum tilvikum er árangurinn á Vestfjörðum yfir landsmeðaltali.

bryndis@bb.is

Nýr oddviti í Tálknafjarðarhreppi

Eva Dögg Jóhannesdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps

Á fundi hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps þann 19. september var Eva D. Jóhannesdóttir kjörin oddvita nefndarinnar með þremur atkvæðum. Sitjandi oddviti Indriði Indriðason bauð sig einnig fram.

Í upphafi fundar gerði Eva Dögg athugasemdir við boðun fundarins, fundurinn hefði átt að vera haldinn í ágúst enda væri engin hefð fyrir því að sveitarstjórn væri í fríi í tvo mánuði. Síðasti fundur var haldinn í júní. Indriði óskaði eftir afbrigði við dagskrá og að við bættust kjör oddvita og varaoddvita en þeim liðum hafði verið frestað á síðasta fundi.

Að sögn Evu Daggar hefur samkomulagið í sveitarstjórn ekki verið með besta móti en er að batna núna. Mikilvægt þótti að dreifa valdinu en Indriði hefur bæði verið sveitarstjóri og oddviti. Hún þvertekur fyrir að komin sé kosningaskjálfti, nýtt oddvitakjör hafi einungis verið þáttur í að bæta samskipti, upplýsingaflæði og samvinnu innan sveitarstjórnar.

bryndis@bb.is

Nýjustu fréttir