Síða 2146

Tannvernd í leikskóla

Þessir tveir gaurar eru engir aufúsugestir

Leikskólinn Glaðheimar hefur fengið styrk frá Lýðheilsusjóði til þess að vinna að verkefninu Tannvernd í leikskóla.

Verkefnið er hluti af verkefninu Heilsueflandi leikskóli sem Leikskólinn Glaðheimar hóf vinnu við síðastliðið haust.

Leikskólinn er byrjar í haust að vinna að tannverndarverkefninu m.a. mun tannlæknir koma og skoða börnin og einnig verður boðið upp á fyrirlestur fyrir foreldra ásamt ýmsu öðru.

Ragnheiður Ragnarsdóttir leikskólastjóri segir að ekki sé búin að setja skipulag verkefnisins niður en skólinn hafi fengið góð viðbrögð frá foreldrum sem kunni vel að meta frumkvæði leikskólans. Í vikunni hafi komið sérfræðingur frá Mennamálastofnun og haldið námskeið fyrir starfsfólk um kennslu tvítyngdra barna. Í síðustu viku var svo sérstök útiskólavika í Glaðheimum og þá æfðu nemendur sig í að fara í göngutúra út fyrir leikskólalóðina til dæmis í fjöru- og vettvangsferðir

Kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is.  Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá afmælisársins.  Á síðunni verður einnig að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.

 

Dagskrá afmælisársins mótuð af landsmönnum

Kallað er eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna við mótun dagskrár afmælisársins og lögð er áhersla á að ná til sem flestra landsmanna.  Opnað hefur verið fyrir tillögur að verkefnum á dagskrá afmælisársins og skal þeim skilað rafrænt gegnum vefsíðuna www.fullveldi1918.is fyrir kl 16, 22. október nk.

 

Verkefnaáherslur

Lögð er áhersla á fjölbreytt og vönduð verkefni með nýstárlega nálgun. Litið verður til verkefna sem:

  • minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og/eða hafa skírskotun til þess þáttar í sögu þjóðarinnar.
  • fjalla um og/eða byggja á fullveldishugtakinu, hvort heldur er í fortíð, nútíð eða framtíð.
  • hvetja til samstarfs.
  • Samstarf getur verið þvert á greinar, milli landsvæða, aldurshópa, þjóðfélagshópa, landa, ólíkra stofnana og félagasamtaka.
  • höfða til barna og ungs fólks og eru til þess fallin að auka þekkingu og innsýn þeirra í söguna, samfélagið og fullveldishugtakið.
  • höfða til fjölbreytts hóps fólks og hvetja til almennrar þátttöku.
  • draga fram áhugaverða samlíkingu milli fortíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar, s.s. í menntun, heilbrigðismálum, náttúru, umhverfismálum, vísindum, stjórnmálum, atvinnuþróun, samgöngum og í daglegu lífi fólks.
  • hafa nýstárlega nálgun á þjóðararfinn og/eða á viðfangsefnið.
  • eru til þess fallin að vekja athygli á sérstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Ofangreindar verkefnaáherslur útiloka ekki verkefni af öðrum toga hafi þau skírskotun til tilefnisins.

bryndis@bb.is

Forsætisráðherra mætir á íbúafund á Ísafirði

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað komu sína á fyrirhugaðan íbúafund á Ísafirði á sunnudaginn og samkvæmt heimildum bb.is hefur það ekki gerst áður að forsætisráðherra mæti á opinn íbúafund á Ísafirði, nema hugsanlega fundi sem haldin er af eigin stjórnmálaflokki.

Áður hefur komið fram að framsögumenn eru Pétur Markan formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Eiríkur Örn Norðdahl, Guðrún Finnbogadóttir og Gunnar Tryggvason.

Í pallborði á fundinum verða :

  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,
  • Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála,
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála,
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
  • Gunnar Tryggvason, KPMG.
  • Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
  • Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  • Pétur G. Markan sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
  • Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
  • Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps

Ráðherrar og formaður Náttúrusamtaka Íslands munu hafa stutt innlegg fyrir pallborðsumræður og fulltrúar sveitafélaga munu svo sitja fyrir svörum.

bryndis@bb.is

Undirbúningur stjórnmálaflokka fyrir kosningar hafinn

.

Píratar hafa ákveðið að hafa opið prófkjör um allt land, framboðsfrestur í öllum kjördæmum rennur út laugardaginn 23. september kl. 15:00 og hefst kosning í kosningakerfi Pírata sama dag og mun standa í viku. Í Norðvesturkjördæmi verður opið prófkjör þar sem allir skráðir Píratar á landsvísu geta kosið og er það fyrirkomulag í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Kjördæmisráð Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi mun funda á laugardaginn og þar verður aðferð við val á framboðslista valinn.

bryndis@bb.is

Flikkað upp á sundparið

Sundkonan eftir Martinus Simson

Lísbet Harðar Ólafardóttir almúligtkona og samkvæmt facebook eigandi fyrirtækisins Laxi og lagsi, hefur nú lagfært sundparið fyrir framan Sundhöll Ísafjarðar. Nef sundkonunnar hafði brotnað en nú hefur hún fengið sterklegt og fallegt nýtt nef og máluð frá toppi til táar.

Sundmaðurinn eftir Marinus Simson

Það var Martinus Simson sem bjó til stytturnar, sá hinn sami og gerði Simsonsgarð inn í Tungudal. Simson var afar merkilegur maður, hann smíðaði útvarpstæki, kenndi radíotækni, lagði stund á listmálun, teikningu og höggmyndasmíð, en hans ær og kýr voru andleg vísindi. Áður en hann flutti á Ísafjörð um þrítugt starfaði hann sem trúður tannaflaraunamaður og hugsanalesari í farandflokki fjölleikamanna.

Morgunblaðið tók viðtal við Martinus í tilefni 85 ára afmælis hans, árið 1971, þar segir hann meðal annars „Það hefur verið sagt og skrifað um mig, að ég væri meiri Íslendingur en margir þeirra sem hér eru fæddir og uppaldir. En þetta er ekki rétt. Ég hef aldrei haft þessa föðurlandsást eða ölluheldur föðurlandseigingirni sem aðrir hafa. Fyrir mér er allt fólk jafngott, hvort sem þar er um að ræða Þjóðverja, Englendinga, Dani eða Íslendingar. Þetta er fyrst og fremst fólk.“

Lokaorð hans í þessu viðtali ættu að hlýja Ísfirðingum um hjartarætur „Ég hlakka til að koma aftur heim til Ísafjarðar, því að dásamlegri staður er ekki til á jörðinni og þar hef ég mætt svo mikilli hlýju, vináttu og kærleika.“

Sundkonan

Það vakti athygli tíðindakonu bb.is hvað börnin sóttu í styttunna, í stuttu stoppi í garðinum hlupu tvö börn skyndilega að styttunni og föðmuðu hana, stukku svo aftur í leik.

Sundkonan er heit stuðningskona afrekskvennahóps Gullrilla

Eins og sjá má á þessari mynd var komin tími til að lagfæra þessa fallegu styttu.

 

bryndis@bb.is

Listabókstafir síðustu kosninga

.

Dómsmálaráðuneytið heldur skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar. Hyggist stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf bjóða fram lista við alþingiskosningar skal það tilkynnt dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út, þ.e. eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. október 2017

Við alþingiskosningarnar 29. október 2016 buðu eftirtalin stjórnmálasamtök fram lista og voru þeir merktir sem hér segir:

A-listi    Björt framtíð

B-listi     Framsóknarflokkur

C-listi     Viðreisn

D-listi    Sjálfstæðisflokkur

E-listi     Íslenska þjóðfylkingin

F-listi     Flokkur fólksins

H-listi    Húnamistaflokkurin

P-listi     Píratar

R-listi     Alþýðufylkingin

S-listi     Samfylkingin –  jafnaðarmannaflokkur Íslands

T-listi     Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði

V-listi    Vinstrihreyfingin – grænt framboð

bryndis@bb.is

Rússnesk kvikmyndaveisla á Ísafirði

Séra Fjölnir Ásbjörnsson og synir sáu um að velja myndir á rússneska kvikmyndahátíð Ísafjarðarbíós á laugardaginn. Í tilkynningu frá bíóinu kemur fram að um sé að ræða fjölbreyttar verðlaunamyndir, sýndar á rússnesku með texta, frítt inn og allri velkomnir.

Rússneska ævtýramyndin He’s a Dragon (On – drakon) verður sýnd laugardaginn 23. september kl 18:00 í Ísafjarðarbíó. 

Miroslövu prinsessu er rænt í miðju brúðkaupi en ægilegur dreki nemur hana á brott í kastalann sinn á afskekktri eyju. Í einsemd sinni verður dularfullur ungur maður á vegi hennar á eyjunni að nafni Arman, – hver er hann og hvað er hann að gera þarna? Ástin tekur ýmsa snúninga þegar hún verður ástfanginn af drekanum.

Rússneska stórmyndin The Icebraker (Ledokol) verður sýnd laugardaginn 23. september kl 20:00 í Ísafjarðarbíó. 

English. Based on a true story. Antarctic, 1985. The Icebreaker “Gromov” got captured on the ice trying to dodge a giant berg. For 133 days in cold and ringing silence the crew tries to find the way out. One false move – and they will be crashed in the ice.
bryndis@bb.is

Hvað eru smábátasjómenn að hugsa?

dr. Catherine Chambers

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða hefur göngu sína á ný í dag eftir gott sumarfrí. Fyrst til að ríða á vaðið þennan veturinn er dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Í erindi sínu mun Catherine fjalla um rannsóknir sínar meðal íslenskra smábátasjómanna, m.a. viðhorf þeirra til og reynsla af fiskveiðastjórnun.

Sjálfbærar fiskveiðar byggja á því að jafnvægi sé á milli félagslegra, hagrænna og umhverfislegra markmiða. Stjórnmálahagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Elinor Ostrom hélt því fram að eiginlegar áherslur fiskveiðastjórnunarkerfa væru á fólk en ekki fisk. Í fyrirlestrinum mun Catherine fjalla um rannsókn sína á sjávarbyggðum og fiskveiðistjórnunarkerfum á Íslandi þar sem komið er inn á hvað einkenni smábátasjómenn, reynslu þeirra af fiskveiðistjórnun og og skoðanir þeirra þar um.

Catherine tók við starfi fagstjóra Haf- og strandsvæðastjórnunarnámsins í janúar á þessu ári. Hún er þverfaglegur vísindamaður á sviði haffræði með víðtæka reynslu bæði frá Alaska og Íslandi. Meðal þess sem hún hefur unnið að eru staðbundin matvælakerfi, fiskveiðistjórnun, málefni Norðurslóða og haftengd ferðaþjónusta. Hún lauk doktorsprófi í sjávarútvegsfræði við Alaska háskólann í Fairbanks og meistarnámi í dýrafræði frá Southern Illionois háskólanum. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá 2008 og unnið við Háskólann á Hólum og Þekkingarsetrið á Blönduósi. Hún er einnig vísindavinur við stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólasetursins og er að vanda öllum opið. Það sendur frá kl. 12.10-13.00. Catherine mun flytja fyrirlestur sinn á ensku.

 

Óforsvaranlegur frágangur á olíutanki

Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps gera athugasemdir við frágang Skeljungs á olíutangi við Tálknafjarðarhöfn. Farið verður fram á við Skeljung að gengið verði frá tankinum á varanlegan hátt sem allra fyrst enda er frágangur hans ólíðandi og ekki í samræmi við gildandi reglur. Tankurinn inniheldur 12.000 lítra af gasolíu og stendur á stafla af gangstéttarhellum.

bryndis@bb.is

Reiknað með fjölmenni á íbúafundinn á sunnudaginn

Vonast er eftir góðri mætingu á íbúafundinn sem halda á að sunnudaginn í Íþróttahúsinu á Torfnesi, þingmenn kjördæmisins sem og ráðherrar sem telja sig málið varða og eiga heimangengt hafa boðað komu sína.

Pétur G. Markan formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Eiríkur Örn Norðdahl, Guðrún Anna Finnbogadóttir munu hafa framsögu á fundinum, sem og fulltrúi KPMG sem mun kynna skýrslu um efnahags- og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Síðan verða panelumræður og spurningar.

Aðstandendur fundarins hafa gefið út eftirfarandi tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir fundargesti til umræðu.

 „Borgarafundur á Vestfjörðum 24. september 2017 vill að mat á samfélagslegum áhrifum verði í framtíðinni lagt til grundvallar stórframkvæmdum og lagasetningu þegar það á við.
Jafnframt setur fundurinn fram eftirfarandi þrjár kröfur:

– Ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið Þ-H (um Teigsskóg), vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa

– Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum.

– Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

bryndis@bb.is

Nýjustu fréttir