Mánudagur 21. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2114

Fært norður í Árneshrepp

Í morgun byrjaði Vegagerðin að moka veginn norður í Árneshrepp. Vegurinn hefur veruð ófær síðan frá því í norðanhvellinum í síðustu viku. Á fréttavefnum Litlahjalla segir að um talsverðan mokstur er um að ræða og tvö snjóflóð féllu úr Kjörvogshlíðinni. Vegurinn er orðinn fær en verið er að moka útaf ruðningum. Flutningabíll frá Strandafrakt fór norður í dag til sækja ull á bæjum.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Sænsk kvikmyndaveisla

Karin Franz Körlof og Sverrir Guðnason í hlutverkum sínum í Den allvarsamma leken.

Sænska sendiráðið býður Ísfirðingum í bíó á morgun og verða sendar tvær myndir. Håkan Juholt sendiherra mætir á svæðið með glögg og með því. Á Facebooksíðu viðburðarins er kosið milli mynda, en tvær af þremur eftirfarandi myndum koma til greina.

  • Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann (2013)
  • Odödliga (2015)
  • Den allvarsamma leken (2016)

Sýningartímar verða kl. 18:00 og 20:30.

Þess má geta að Sverrir Guðnason leikur aðalhlutverk í Den allvarsamma leken, en Sverrir rekur ættir sínar vestur á firði, til Ögurvíkur í Ísafjarðardjúpi móðurlegg og til Súgandafjarðar í föðurlegg. Hann er barnabarn Sverris Hermannssonar fyrrv. ráðherra og bankastjóra og faðir hans er Guðni Jóhannesson orkumálastjóri frá Botni í Súgandafirði.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Fiskeldi er helsta tækifæri til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi

Runólfur Geir Benediktsson forstöðumaður Sjávarútvegsteymis Íslandsbanka segir að eitt helsta tækifæri Íslands til vaxtar í sjávarútvegi sé á sviði fiskeldis. „Í Færeyjum og Noregi er fiskeldi orðið jafn umfangsmikið eða stærra en fiskveiðar. Hérlendis telur fiskeldi aðeins um 5% af útflutningsverðmætum fiskveiða“, segir hann í viðtali við Morgunblaðið, ViðskiptaMoggann í tilefni af því að bankinn gaf á dögunum út skýrslu um íslenskan sjávarútveg.

Runólfur Geir bendir á að í fyrra hafi verið metár í íslensku fiskeldi og framleiðslan nam 15 þúsund tonnum. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðslan verði 20 þúsund tonn í ár. Til samanburðar framleiða Færeyingar um 70 þúsund tonn og Norðmenn um 1,4 milljónir tonna.

Fiskeldi er síður en svo óumdeild atvinnugrein og hagsmunaaðilar hafa tekist hart á. Runólfur segir að atvinnuvegurinn sé að fara í gegnum vissa byrjunarörðugleika. „Það er því mikilvægt að ræða hann vel. Að því sögðu er vert að vekja athygli á að sitt sýnist hverjum um helstu atvinnuvegi landsins á borð við stóriðju, landbúnað og ferðaþjónustu.

Nú er stóra spurningin hvað við viljum að gert verði með fiskeldi hérlendis. Öflugustu fiskeldisfyrirtæki landsins eru að nálgast hámark þeirra leyfa sem þeim var úthlutað. Nú verður að taka ákvörðun um hvort það eigi að leyfa þeim að stækka, verða hagkvæmari og skila meiri útflutningsverðmætum“, segir Runólfur Geir.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Styrktartónleikar fyrir Helga Guðstein

Þann 6. desember verða haldnir styrktartónleikar fyrir Helga Guðstein sem er aðeins 7 ára gamall en berst nú við hvítblæði. Hann greindist í apríl með bráða eitilfrumuhvítblæði og þá hófst 130 vikna ströng lyfjameðferð. Foreldrar Helga og systkini hafa nú flust búferlum frá Akureyri og suður enda þarf Helgi að mæta annan hvern dag í blóðprufur og tvisvar í mánuði er lyfjakúr. Fjölskyldan má ekki búa lengra en í 45 mínútna fjarlægð frá Barnaspítala Hringsins.

Nú eru tæpar 100 vikur eftir af meðferðinni og vinir fjölskyldunnar vilja létta undir með þeim fjárhagslega og eru tónleikarnir haldnir í Skjaldborg á Patreksfirði enda er móðir Helga Guðsteins Patreksfirðingur í marga ættliði. Í tilkynningu þeirra kemur fram að landslið tónlistarmanna á sunnanverðum Vestfjörðum muna koma fram á tónleikunum en kynnir verður Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.

Fyrir þá sem vilja leggja fjölskyldunni lið má leggja inn á reikning 0153-05-060278, knt. 111154-6199

bryndis@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Óvíst hvort Baldur sigli meira á árinu

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Ekki er víst að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli meira á þessu ári. Bilun kom upp í aðalvél Baldur fyrir rúmri viku og hefur verið unnið að viðgerð síðan þá. Mat sérfræðinga er að nauðsynlegt er taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks í Reykjavík. Á Facebooksíðu Sæferða segir að þetta verði gert þar sem ekki reyndist mögulegt að slípa sveifarás vélarinnar um borð og tryggja að hann yrði í lagi þannig eins og stefnt var að. Þetta gerir það að verkum að eitthvað lengri tími mun líða áður en Baldur getur hafið siglingar aftur en rétt að geta þess að einhver tími mun sparast við samsetningu.

Nú eru aðeins eru 5 vikur til áramóta gæti staðan orðið sú að Baldur sigli ekki meira það sem eftir lifir árs. Unnið verður að fullum krafti að viðgerð en um flókið verk er að ræða.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Framvarðasveitirnar á landinu

Það verður hæg breytileg átt og léttskýjað á Vestfjörðum í dag. Frost 2-10 stig. Í athugasemdum veðurfræðings kemur fram að dægurlágmarkshitametið var sett í Möðrudal árið 1978 en þá var 24.2 stiga frost. Frost fór niður fyrir 18 stig í nótt sumsstaðar á hálendinu og það herðir dálítið á frosti með deginum, að dægurmetið falli í dag er ólíklegt, en ekki ómögulegt. Það mætti því segja að framvarðasveitir veturkonungs séu á landinu, en þær verða hraktar burt um miðja viku þegar að hvessir úr suðvestri með súld og rigninu vestanlands og hlýnar vel yfir frostmark.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Færir hið óhlutbundna í raungert horf

Frá hljóðinnsetningu Eduardo í Edinborg síðasta vetur.

Eduardo Abrantes hefur undanfarinn mánuð dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði og er þetta í annað sinn á þessu ári sem hann heimsækir svæðið og er því orðinn ansi hagvanur. Í dvöl sinni nú hefur hann unnið að röðum styttri hljóðverka. Öll fela þau í sér hljóð sem tekin eru upp á staðnum og flest breytt yfir í óþekkjanlegt horf. Sum eru taktföst, snörp og hávaðasöm, önnur hæg, endurtekningarsöm og hljóðlát. Flest fela þó í sér báða eiginleikana, þar sem listamanningum geðjast að kontrastinum. Eduardo býður gestum að koma með forvitnina að leiðarljósi á hljóðinnsetningu í Edinborgarhúsinu annaðkvöld kl. 20. Hann segir að fólki sé velkomið að láta sér leiðast, en umfram allt býður hann fólk velkomið til viðburðarins:

„Það eru tveir hlutir sem veita mér sérstaklega innblástur við það að vinna listrænt með hljóð. Annað er það að efniviðurinn getur fundist hvar sem er. Hitt er að hann græðir yfirleitt á því að vera tekinn úr sínu venjubundna umhverfi.

Þegar þú tekur upp hljóð í náttúrunni og seinna hlustar á þau, sameinast þeim og sveigir þau að einhverskonar innandyra, heimilisumhverfi, þá ertu í raun að virkja í þér gullgerðarmanninn. Þú skapar tengingar, þú ert að losa það sem er bundið, þú ert að færa það sem er víbrandi, óhlutbundið yfir í raungert horf. Það má líka gera slíkt án þess að nota orð,“ segir Eduardo.

Eduardo kemur upprunalega frá Lisbon í Portúgal, en hefur undanfain ár verið búsettur í Kaupmannahöfn. Hann er hljóðlistamaður og listrænn fræðimaður. Verk hans má kynna sér nánar á: www.pairsofthree.org

Innsetningin er í Edinborgarhúsinu þriðjudaginn 28. nóvember og er aðgangur ókeypis.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Óskert framlög forsenda fyrir framlengdum samningi

Bæjarráð Bolungarvíkur tekur jákvætt í ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að framlengja samning um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða um eitt ár. Núgildandi samningur rennur út um áramótin og ekki gefst tími til að endurskoða og gera nýjan samning á þeim stutta tíma sem er eftir af gildistímanum. Bæjarráð bendir á að forsenda fyrir framlengdum samningi sé að fjárframlög ríkisins verði ekki skert frá fyrra ári. Í fjárlagafrumvarpi sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram í haust er gert ráð fyrir rúmlega þriðjungs niðurskurði á framlögum ríkisins til Náttúrustofunnar.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Ný póstnúmer í dreifbýli

Pósturinn mun gera breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Í tilkynningu segir að breytingarnar feli í sér að sérstakt póstnúmer verði tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verði að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.

Í tilkynningu segir:

„Til útskýringar þá mun póstnúmerið 690 Vopnafjörður áfram gilda fyrir póst sem sendur er til fólks og fyrirtækja í þéttbýlishluta sveitarfélagsins en dreifbýli við Vopnafjörð fær póstnúmerið 691.  Annað dæmi um breytingar er póstnúmerið 116 Reykjavík, öðru nafni Kjalarnes, en það náði til allra sveitabæja frá Esjurótum út í Tíðarskarð sem og yfir þéttbýlið á Kjalarnesi. Eftir breytinguna verður dreifbýlið á svæðinu með póstnúmerið 162 Reykjavík en þéttbýlið með 116 Reykjavík eins og áður.

Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á dreifingu pósts og mun póstur berast til viðtakenda jafnvel þótt eldra póstnúmer sé ritað við heimilisfang. Íbúar á svæðum sem breytingarnar taka til þurfa ekki að uppfæra opinberar heimilisfangsskráningar þar sem Pósturinn mun tilkynna um breytingarnar beint til Þjóðskrár. Sjálfsagt er þó að biðja fólk og fyrirtæki um að uppfæra vefsíður og fleira slíkt ef tilefni er til og benda sendendum pósts á að nota rétt póstnúmer. Nýju póstnúmerin taka, sem áður sagði, gildi þann 1. desember 2017 næstkomandi.

Ný póstnúmer á Vestfjörðum eru:

 

Póstnúmer frá  1. desember 2017 Staður/áritun Póstnúmer fyrir Staður/áritun
       
381 Reykhólahreppur 380 Reykhólahreppur
416 Bolungarvík 415 Bolungarvík
421 Súðavík 420 Súðavík
426 Flateyri 425 Flateyri
431 Suðureyri 430 Suðureyri
461 Tálknafjörður 460 Tálknafjörður
466 Bíldudalur 465 Bíldudalur
511 Hólmavík 510 Hólmavík

 

 

Auglýsing
Auglýsing

Stundum er í lagi að gera það sem er bannað

Söngleikurinn Matilda verður frumsýndur í Félagsheimili Bolungarvíkur á morgun kl. 13. Það er Halldóra Jónasdóttir sem stendur að sýningunni en hún bæði leikstýrir verkinu og hefur þýtt leiktextann og alla söngtextana. Halldóra er Bolvíkingum að góðu kunn en hún er dóttir Sólrúnar Geirsdóttur, kennara við menntaskólann, og Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns.

Halldóra stundar nám við kennaradeild Háskóla Íslands og er sýningin hluti af útskriftarverkefni hennar úr grunnnáminu næsta vor. Í sýningunni leika 27 krakkar á aldrinum 8-15 ára. Höfundur sögunnar er Roald Dahl en Dennis Kelly samdi söngleikinn með tónlist Tim Minchen.

Frá æfingu á Matildi.

Söngleikurinn fjallar um lítinn snilling að nafni Matilda, hún er ekki metin að verðleikum heima hjá sér og í skólanum þarf hún að horfa upp á mikið óréttlæti. Matilda reynir að berjast gegn öllu óréttlætinu og segir að stundum sé í lagi að gera það sem er bannað. Sýningin er stútfull af gleði, drama, tónlist og sprelli.

Líkt og með allar stórar og metnaðarfullar uppfærslur er búið að gera stiklu úr sýningunni sem má horfa á hér.

Sýningarnar verða sem hér segir:

Laugardaginn 25. nóvember klukkan 13:00 og 16:00

Sunnudaginn 26. nóvember klukkan 13:00 og 16:00

Miðaverð fyrir 6 ára og eldri eru 1000 krónur

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir