Fimmtudagur 10. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2111

Góð viðkoma á Vestfjörðum

Mynd: Ólafur K. Nielsen

Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vest­fjörðum, Norðaust­ur­landi og Aust­ur­landi í sum­ar en lé­legri á Vest­ur­landi og Suður­landi. Veiðimenn hafa sent Náttúrfræðistofnun Íslands rjúpnavængi og búið er að aldursgreina 1.300 fugla en gert ráð fyrir að alls berist þrjú til fjögur þúsund vængir til aldursgreiningar.

Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur og rjúpnasérfræðingur hjá NÍ, sendi rjúpnavinum nýlega tölvupóst þar sem meðfylgjandi töflu yfir aldursgreiningar fugla frá haustinu var að finna. „Hlutföllin eru mjög skrítin fyrir Norðausturland og greinilega bjöguð þ.e. hlutfall unga hærra en vænta má í hauststofni. Þetta helgast líklega af aðstæðum fyrstu veiðihelgina er menn gengu að hópum á snjólausu landi. Ungar draga sig gjarnan í hópa við slík skilyrði,“ segir í tölvupósti Ólafs. „Við leitum til veiðimanna og biðjum þá að senda annan vænginn af þeim fuglum sem þeir fella ásamt með upplýsingum um veiðimann og veiðistað. Allir fá greiningu á sínum afla. Senda á sýnin á Náttúrufræðistofnun Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ.“

smari@bb.is

 

 

 

Auglýsing

„Vegagerðin hefur staðið sig afskaplega vel“

Arnarlax sendir 55-65 tonn af laxi á markað alla virka daga

Daglega fara fjórir flutningabílar á dag frá Bíldudal með nýslátraðan lax frá Arnarlaxi ehf. Magnið sem fer á markað á hverjum degi er á bilinu 55-65 tonn. Bilun kom upp í Breiðfjarðarferjunni Baldri á sunnudag og ljóst að ferjan verður úr leik næstu vikurnar. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þrátt fyrir ófærð á heiðum og hálsum síðustu daga hafi brotthvarf Baldurs ekki haft áhrif á fiskflutninga Arnarlax. „Vegagerðin hefur staðið sig afskaplega vel og haldið leið flutningabíla opinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður,“ segir Víkingur.

Sæferðir sem gera út Baldur hafa ákveðið að farþegaskipið Særún sigli út í Flatey tvisvar í viku þ.e. föstudaga og sunnudaga á meðan á viðgerð stendur.

smari@bb.is

 

Auglýsing

Áframhaldandi norðanátt

Veðurstofan spáir norðanátt í dag og fer að snjóa seinnipartinn. Frost 0-5 stig. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðaverðum Vestfjörðum er áfram í gildi. Síðustu tvo sólarhringana hafa þó nokkur snjóflóð fallið á svæðinu í N og NA hríðarveðri. Flóð hafa m.a. farið yfir vegi á Súðavíkurhlíð, Önundarfirði og Eyrarhlíð. Viðbúið að snjóflóðahættan aukist á ný í dag ef veðurspá gengur eftir. Á föstudag er spáð norðan éljaveðri. Snjór hefur safnast í lægðir og gil og hlémegin fjalla og má búast við óstöðugum vindflekum.

smari@bb.is

 

Auglýsing

Háski – fjöllin rumska

Í kvöld verður í Ísafjarðarbíói sýnd heimildamyndin „Háski – Fjöllin rumska“ sem fjallar um snjóflóðið sem féll á Neskaupstað þann 20. desember 1974. Tólf manns fórust í flóðunum og tveir þeirra fundust aldrei. Myndin var frumsýnd á Neskaupstað 12. nóvember í tilefni opnunar Norðfjarðarganga.

Það voru feðgarnir Þórarinn Hávarðsson og Eiríkur Hafdal sem gerðu myndina. „Við feðgar gerðum mynd fyrir tveimur árum sem heitir Háski í Vöðlavík og eftir þá velgengni þá langaði okkur að fara í eitthvað stærra og gera þessari sögu skil. Fyrst og fremst til að varðveita þessa sögu,“ segir Eiríkur. „Það er farið að kvarnast úr hópnum sem að upplifði þessar hörmungar. Og ég held að mannfólkið hafi bara gott af því að fletta upp svona sögu vegna þess að vonandi er þetta liðin tíð,“ segir Þórarinn. Erfiðast hafi verið að sitja fyrir framan fólkið og hlusta á átakanlegar lýsingar. „Það gat verið mjög erfitt að sjá baráttu fólksins við að reyna að halda andliti og segja þessa sögu. Ég átti á köflum mjög erfitt með að halda andliti sjálfur við að hlusta á þessar frásagnir,“ segir Þórarinn í samtali við RUV.

Myndin verður aðeins sýnd í þetta eina skipti og hefst kl. 20:00

bryndis@bb.is

Auglýsing

Býður samflot yfir Klettsháls

Mokstursbíll frá Vegagerðinnni fer af stað frá Patreksfirði kl. 10 og fer sem leið liggur yfir Klettsháls. Skafrenningur er á Kletthálsi og mjög lélegt skyggni. Þeir sem þurfa að komast þessa leið er bent á hægt er að vera í samfloti með moksturstækinu og vera þá tilbúnir við kirkjugarðinn á Patreksfirði þegar bíllinn leggur af stað klukkan 10.

smari@bb.is

Auglýsing

Annað bókaspjall vetrarins

Bókaspjallið er fastur liður í starfi Bókasafnsins á Ísafirði. Í öðru bókaspjalli vetrarins sem verður á laugardaginn verða að vanda flutt tvö erindi. Í því fyrra ætlar Jónas Guðmundsson sýslumaður að fjalla um bækur sem eru honum kærar. Í seinna erindinu fjallar Marta Hlín Magnadóttir, sem er brottfluttur Ísfirðingur sem margir kannast við, um bókaútgáfuna Bókabeituna sem hún stofnaði fyrir nokkrum árum í félagi við Birgittu Elínu Hassel. Bókebeitan sérhæfir sig í útgáfu á barna- og unglingabókum.

smari@bb.is

Auglýsing

Fornleifar og fiskar

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Fornleifar og fiskur fara saman í Vísindaporti vikunnar í Háskólasetri Vestfjarða. Þar kynnir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum rannsókn sem hún vinnur nú að og miðar að því að greina fæðu ýmissa fisktegunda við Vestfirði fyrr á öldum.

Við fornleifauppgröft í vestfirskum verstöðvum hefur fundist mikið magn fiskibeina, aðallega þorsks. Líffræðilegar rannsóknir á þessum fornleifafræðilega efniviði gefa ómetanleg tækifæri til að skilja breytingar á vistkerfi sjávar og fiskistofnum í kjölfar umhverfisbreytinga og aukinnar nýtingar fiskistofna. Þannig má kortleggja náttúrulegt, eða ósnert, vistkerfi sjávar sem er grunnur þess að meta umhverfisáhrif í nútíma, t.d. vegna veiða og loftslagsbreytinga. Með því að greina stöðugar efnasamsætur karbons og niturs í fiskbeinum má t.d. rannsaka fæðu og breytingar á fæðu algengra íslenskra fiskitegunda frá landnámi Íslands.

Í fyrirlestrinum mun Guðbjörg kynna nýjar niðurstöður þar sem þessum aðferðum er beitt til að rannsaka fæðu þorsks, lúðu, steinbíts, ýsu og karfa við Vestfirði á tímabilinu 970-1910. Niðurstöðurnar gefa til kynna töluverðar sveiflur í fæðu fiskanna yfir tímabilið auk breytinga á fjölbreytileika fæðunnar og fæðusamkeppni milli fisktegunda. Áberandi tímabil vistkerfisbreytinga virðast vera annarsvegar við upphaf „litlu ísaldar“ og hinsvegar um 1900.

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir lauk BSc námi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og PhD námi í sama fagi frá Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi 2005. Hún starfar nú sem forstöðumaður og rannsóknasérfræðingur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á  Vestfjörðum. Áhugi Guðbjargar innan líffræðinnar beinist að því hvernig breytileiki og breytingar í umhverfi, þar með taldar breytingar af mannavöldum, hafa áhrif á tilurð og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. Á síðustu árum hefur hún fyrst og fremst rannsakað líffræði fiskistofna.

Vísindaportin eru á föstudögum og satanda frá kl. 12.10-13.00 og eru opin öllum áhugasömum. Erindi vikunnar fer fram á íslensku.

gudbjorgasta-mynd-hi.is

Auglýsing

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

Í þættinum í gær voru sýnd myndskeið af brottkasti um borð í Kleifabergi RE.

„Stjórn­in for­dæm­ir hvers­kon­ar sóun á verðmæt­um við meðhöndl­un okk­ar helstu nátt­úru­auðlind­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Sam­taka fisk­vinnslu og út­flytj­enda, SFÚ. Í gær var greint frá brottkasti um borð í íslenskum skipum á fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

„Brott­kast og svindl er ólíðandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og þar er skorað á næstu rík­is­stjórn að grípa strax til viðeig­andi ráðstaf­ana til að stöðva slíka sóun. Kerfið verði að tryggja að hags­mun­ir sam­fé­lags­ins séu tryggðir og að sóun verðmæta stöðvist og heyri sög­unni til.

„Eðli­legt hlýt­ur að telj­ast, að í sem flest­um til­fell­um eigi viðskipti sér stað í gegn­um þriðja aðila eins og þekkt er í viðskipt­um um fisk­markaði sem staðsett­ir eru í flest­um höfn­um lands­ins. Óeðli­leg­ir viðskipta­hætt­ir við meðhöndl­un auðlind­ar­inn­ar eiga að heyra sög­unni til.“

smari@bb.is

Auglýsing

Sértæki byggðakvótinn eykst um 701 tonn

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fisk-veiðiárið 2017/2018. Þetta segir í fréttatilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur fram að stefna stjórnvalda undanfarin ár hafi verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hafi hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð.

„Markmiðið með þessu er að stuðla að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og ná þannig að skapa og viðhalda sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,“ segir ennfremur. Alls hefur verið úthlutað 14.261 tonnum í tíð fráfarandi stjórnar.

Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 nemur alls 7.926 tonnum sem eru 6.226 þorskígildistonn. Byggðakvótinn eykst um 1.828 þorskígildistonn frá fyrra fiskveiðiári sem er aukning upp á tæplega 42%. Byggðakvóta er úthlutað til 32 sveitarfélaga byggt á upplýsingum frá Fiskistofu og í þeim fengu 46 byggðarlög úthlutun.

Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark segir í til-kynningunni. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar og fá 3 byggðarlög þá úthlutun.

smari@bb.is

Auglýsing

Barnabók sem gerist á Tálknafirði

Sigríður Etna Marinósdóttir hefur gefið út sína fyrstu barnabók, bókin ber heitið Etna og Enok fara í sveitina og var haldið upp á útgáfu hennar á Bókasafni Grindavíkur í gær. Sigríður Etna vinnur í félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík en bókin gerist á Tálknafirði þaðan sem Sigríður Etna kemur en hugmyndin að bókinni kom einmitt þegar hún var stödd á Tálknafirði. Freydís Kristjánsdóttir myndskreytir bókina en í útgáfuhófinu voru til sýnis skissur eftir Freydísi sem voru frumgerðir fyrir bókina. Hægt er að kaupa bókina í öllum helstu bókaverslunum landsins.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýjustu fréttir