Föstudagur 11. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2109

Framvarðasveitirnar á landinu

Það verður hæg breytileg átt og léttskýjað á Vestfjörðum í dag. Frost 2-10 stig. Í athugasemdum veðurfræðings kemur fram að dægurlágmarkshitametið var sett í Möðrudal árið 1978 en þá var 24.2 stiga frost. Frost fór niður fyrir 18 stig í nótt sumsstaðar á hálendinu og það herðir dálítið á frosti með deginum, að dægurmetið falli í dag er ólíklegt, en ekki ómögulegt. Það mætti því segja að framvarðasveitir veturkonungs séu á landinu, en þær verða hraktar burt um miðja viku þegar að hvessir úr suðvestri með súld og rigninu vestanlands og hlýnar vel yfir frostmark.

smari@bb.is

Auglýsing

Færir hið óhlutbundna í raungert horf

Frá hljóðinnsetningu Eduardo í Edinborg síðasta vetur.

Eduardo Abrantes hefur undanfarinn mánuð dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði og er þetta í annað sinn á þessu ári sem hann heimsækir svæðið og er því orðinn ansi hagvanur. Í dvöl sinni nú hefur hann unnið að röðum styttri hljóðverka. Öll fela þau í sér hljóð sem tekin eru upp á staðnum og flest breytt yfir í óþekkjanlegt horf. Sum eru taktföst, snörp og hávaðasöm, önnur hæg, endurtekningarsöm og hljóðlát. Flest fela þó í sér báða eiginleikana, þar sem listamanningum geðjast að kontrastinum. Eduardo býður gestum að koma með forvitnina að leiðarljósi á hljóðinnsetningu í Edinborgarhúsinu annaðkvöld kl. 20. Hann segir að fólki sé velkomið að láta sér leiðast, en umfram allt býður hann fólk velkomið til viðburðarins:

„Það eru tveir hlutir sem veita mér sérstaklega innblástur við það að vinna listrænt með hljóð. Annað er það að efniviðurinn getur fundist hvar sem er. Hitt er að hann græðir yfirleitt á því að vera tekinn úr sínu venjubundna umhverfi.

Þegar þú tekur upp hljóð í náttúrunni og seinna hlustar á þau, sameinast þeim og sveigir þau að einhverskonar innandyra, heimilisumhverfi, þá ertu í raun að virkja í þér gullgerðarmanninn. Þú skapar tengingar, þú ert að losa það sem er bundið, þú ert að færa það sem er víbrandi, óhlutbundið yfir í raungert horf. Það má líka gera slíkt án þess að nota orð,“ segir Eduardo.

Eduardo kemur upprunalega frá Lisbon í Portúgal, en hefur undanfain ár verið búsettur í Kaupmannahöfn. Hann er hljóðlistamaður og listrænn fræðimaður. Verk hans má kynna sér nánar á: www.pairsofthree.org

Innsetningin er í Edinborgarhúsinu þriðjudaginn 28. nóvember og er aðgangur ókeypis.

smari@bb.is

Auglýsing

Óskert framlög forsenda fyrir framlengdum samningi

Bæjarráð Bolungarvíkur tekur jákvætt í ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að framlengja samning um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða um eitt ár. Núgildandi samningur rennur út um áramótin og ekki gefst tími til að endurskoða og gera nýjan samning á þeim stutta tíma sem er eftir af gildistímanum. Bæjarráð bendir á að forsenda fyrir framlengdum samningi sé að fjárframlög ríkisins verði ekki skert frá fyrra ári. Í fjárlagafrumvarpi sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram í haust er gert ráð fyrir rúmlega þriðjungs niðurskurði á framlögum ríkisins til Náttúrustofunnar.

smari@bb.is

Auglýsing

Ný póstnúmer í dreifbýli

Pósturinn mun gera breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Í tilkynningu segir að breytingarnar feli í sér að sérstakt póstnúmer verði tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verði að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.

Í tilkynningu segir:

„Til útskýringar þá mun póstnúmerið 690 Vopnafjörður áfram gilda fyrir póst sem sendur er til fólks og fyrirtækja í þéttbýlishluta sveitarfélagsins en dreifbýli við Vopnafjörð fær póstnúmerið 691.  Annað dæmi um breytingar er póstnúmerið 116 Reykjavík, öðru nafni Kjalarnes, en það náði til allra sveitabæja frá Esjurótum út í Tíðarskarð sem og yfir þéttbýlið á Kjalarnesi. Eftir breytinguna verður dreifbýlið á svæðinu með póstnúmerið 162 Reykjavík en þéttbýlið með 116 Reykjavík eins og áður.

Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á dreifingu pósts og mun póstur berast til viðtakenda jafnvel þótt eldra póstnúmer sé ritað við heimilisfang. Íbúar á svæðum sem breytingarnar taka til þurfa ekki að uppfæra opinberar heimilisfangsskráningar þar sem Pósturinn mun tilkynna um breytingarnar beint til Þjóðskrár. Sjálfsagt er þó að biðja fólk og fyrirtæki um að uppfæra vefsíður og fleira slíkt ef tilefni er til og benda sendendum pósts á að nota rétt póstnúmer. Nýju póstnúmerin taka, sem áður sagði, gildi þann 1. desember 2017 næstkomandi.

Ný póstnúmer á Vestfjörðum eru:

 

Póstnúmer frá  1. desember 2017 Staður/áritun Póstnúmer fyrir Staður/áritun
       
381 Reykhólahreppur 380 Reykhólahreppur
416 Bolungarvík 415 Bolungarvík
421 Súðavík 420 Súðavík
426 Flateyri 425 Flateyri
431 Suðureyri 430 Suðureyri
461 Tálknafjörður 460 Tálknafjörður
466 Bíldudalur 465 Bíldudalur
511 Hólmavík 510 Hólmavík

 

 

Auglýsing

Stundum er í lagi að gera það sem er bannað

Söngleikurinn Matilda verður frumsýndur í Félagsheimili Bolungarvíkur á morgun kl. 13. Það er Halldóra Jónasdóttir sem stendur að sýningunni en hún bæði leikstýrir verkinu og hefur þýtt leiktextann og alla söngtextana. Halldóra er Bolvíkingum að góðu kunn en hún er dóttir Sólrúnar Geirsdóttur, kennara við menntaskólann, og Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns.

Halldóra stundar nám við kennaradeild Háskóla Íslands og er sýningin hluti af útskriftarverkefni hennar úr grunnnáminu næsta vor. Í sýningunni leika 27 krakkar á aldrinum 8-15 ára. Höfundur sögunnar er Roald Dahl en Dennis Kelly samdi söngleikinn með tónlist Tim Minchen.

Frá æfingu á Matildi.

Söngleikurinn fjallar um lítinn snilling að nafni Matilda, hún er ekki metin að verðleikum heima hjá sér og í skólanum þarf hún að horfa upp á mikið óréttlæti. Matilda reynir að berjast gegn öllu óréttlætinu og segir að stundum sé í lagi að gera það sem er bannað. Sýningin er stútfull af gleði, drama, tónlist og sprelli.

Líkt og með allar stórar og metnaðarfullar uppfærslur er búið að gera stiklu úr sýningunni sem má horfa á hér.

Sýningarnar verða sem hér segir:

Laugardaginn 25. nóvember klukkan 13:00 og 16:00

Sunnudaginn 26. nóvember klukkan 13:00 og 16:00

Miðaverð fyrir 6 ára og eldri eru 1000 krónur

smari@bb.is

Auglýsing

10. flokkur stúlkna spilar heima um helgina

Mynd: Vestri.is

Um helgina fer fram fjölliðamót Íslandsmótsins í 10. flokki stúlkna í körfubolta. Vestrastelpur mæta Hamri/Hrunamönnum, Haukum og Val. Mótið fer að mestu leyti fram í Bolungarvík utan fyrsti leikur Vestra sem fram fer á Torfnesi á morgun laugardag kl. 16:45 gegn Haukum.

Áhugasamir eru hvattir til að koma við í íþróttahúsinu í Bolungarvík og á Torfnesi til að hvetja stelpurnar áfram.

Leikir liðsins eru sem hér segir:

Laugardagur, Torfnes:

Vestri – Haukar kl. 16:45

Sunnudagur, Bolungarvík:

Vestri – Hamar/Hrunamenn kl. 10:15

Vestri – Valur kl. 12:45

bryndis@bb.is

Auglýsing

Ýmir mætir á Torfnes

Meistaraflokkur kvenna í blaki

Og enn er blakveisla á Torfnesi því á sunnudaginn mætir Ýmir og mun takast á við kvennalið Vestra í 1. deild Íslandsmótsins. Bæði liðin eru leika sinn áttunda leik og bæði hafa unnið fjóra leiki og tapað þremur. Það má því búast við spennandi leik og sem fyrr er rétt að benda á að hvatning á bekkjunum er vel þegin.

Leikurinn hefst kl. 14:00

bryndis@bb.is

Auglýsing

Bæjarins besta 26. tbl. 34. árgangur

Auglýsing

Eiga kost á 46 milljónum króna

Menn frá Snerpu að plægja niður ljósleiðara á Hvilftarströnd í Önundarfirði.

Í gær voru opnaðar styrkbeiðnir frá sveitarfélögum vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2018. Það er Fjarskiptasjóður sem úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Mat á umsóknum liggur fyrir og samtals eiga sveitarfélögin í landinu kost á 450 milljóna kr. styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara á næsta ári.

Í hlut Vestfjarða koma 46 milljónir króna. Verkefni Ísafjarðarbæjar á kost á hæsta styrknum, eða 18,7 milljónir króna.

smari@bb.is

Auglýsing

Saltverk Reykjaness gjaldþrota

Fyr­ir­tækið Salt­verk Reykja­ness hef­ur verið úr­sk­urðað gjaldþrota en það fram­leiddi salt í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi  með því að hita sjó með jarðvarma. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Stofn­end­ur fé­lags­ins reistu salt­verk­smiðju á Reykja­nesi við Ísa­fjarðar­djúp árið 2011 þar sem á ár­un­um 1770 til 1794 var fram­leitt salt með svipaðri aðferð.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýjustu fréttir