Sunnudagur 11. maí 2025
Heim Blogg Síða 2108

Hafa tilkynnt um úrsögn úr Byggðasamlaginu

Ísafjarðarbær hefur tilkynnt formanni Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs (BsVest) fólks um úrsögn bæjarins úr byggðasamlaginu. Þetta kemur fram í bréfi Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, til Andreu K. Jónsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar og formanns BsVest. Í bréfinu er vísað í samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem ákveðið var að bærinn segði sig úr samstarfinu en bæjarfulltrúar Í-listans og Framsóknarflokks stóðu að ákvörðuninni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðust gegn tillögunni í bæjarstjórn.

Í bréfi Gísla Halldórs kemur fram að Ísafjarðarbær hafi fullan vilja til áframhaldandi samstarfs með öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum um þennan málaflokk eftir að úrsögn Ísafjarðarbæjar tekur gildi. Fram til þess tíma að úrsögn tekur gildi óskar Ísafjarðarbær eftir góðu samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum um málefni fatlaðs fólks, jafnt á vettvangi BsVest sem annarsstaðar.

Auglýsing

Sveitarfélögin með útsvarið í botni

Þrátt fyr­ir góðæri hjá sveit­ar­fé­lög­un­um sem skil­ar sér í veru­leg­um tekju­af­gangi og skulda­lækk­un nýta þau mögu­leika sína til skatt­lagn­ing­ar næst­um því til fulls.

Aðalund­an­tekn­ing­in er fast­eigna­skatt­ur á íbúðar­hús­næði. Ef litið er til tólf fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­laga lands­ins sést að flest leggja þau á há­marks­út­svar á næsta ári, eða 14,52%, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.  Öll sveitarfélög á Vestfjörðum innheimta hámarksútsvar á næsta ári en til þessa hefur Súðavíkurhreppur innheimt 14,48% útsvar en það hækkar á næsta ári í 14,52%.

 

Auglýsing

Gul viðvörun á Vestfjörðum

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Á morgun, Þorláksmessu og fram á aðfangadag, er í gildi gul viðvörun á Vestfjörðum. Veðurstofan spáir norðaustan stórhríð og slæmu skyggni og skafrenningi, einkum á fjallvegum og veðrið gæti leitt til samgöngutruflana.

Veðurstofan spáir suðvestan 8-13 m/s í dag og slydduéljum og rigningu. Snýst í norðaustanátt í nótt og kólnar.

Auglýsing

44 milljóna króna afgangur af rekstrinum

Tálknafjörður.

Samstæða Tálknafjarðarhrepps, A og B hluti sveitarsjóðs, skilar 44 milljóna kr. afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem var samþykkt fyrr í vikunni. Heildartekjur samstæðunnar nema 341 milljón kr. og afborganir langtímalána verða 24 milljónir kr. á næsta ári. Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins er 47 prósent og skuldahlutfallið stendur í 68,4 prósentum. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að ráðast í fjárfestingar fyrir 17 milljónir kr. á næsta ári.

smari@bb.is

Auglýsing

Óvanalega mikill músagangur

Nú berast víða af landinu fréttir um óvanalega mikinn músagang í húsum og má vera að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvað hlutverk og vill Matvælastofnun af gefnu tilefni ítreka að óheimilt er að beita aðferðum sem valda nagdýrunum óþarfa limlestingum og kvölum. Slíkt brjóti í bága við lög um velferð dýra. Ekki er heimilt að notast við drekkingargildrur og límgildrur við músaveiðar.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að felligildrur tryggi skjóta aflífun með sem minnstum sársauka fyrir dýrin. Slíkra gildra verði þó að vitja daglega.

Þá séu til svokölluð músahótel sem fangar mýs án þess að skaða þær. Í framhaldinu verði að aflífa mýsnar eða sleppa þeim. Það brjóti í bága við lög um velferð dýra að láta mýs svelta til dauða í gildru. Þá verði að tryggja að eitur valdi ekki tjóni á öðrum dýrum en meindýrum.

smari@bb.is

Auglýsing

Skipulag sem gerir ráð fyrir knattspyrnuhúsi

Knattspyrnulið karla í Vestra mætir liði Kára á laugardaginn.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt breytingu á aðalskipulagi bæjarins sem gerir ráð fyrir byggingu knattspyrnuhúss á Torfnesi. Ekki reyndist nóg að gera nýtt deiliskipulag samkvæmt tilmælum frá Skipulagsstofnun þar sem aðalskipulagið rúmaði ekki knattspyrnuhús. Aðalskipulagsbreytingin fer til samþykktar í bæjarstjórn.

Bygging knattspyrnuhúss er langþráður draumur íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ og nú virðast málin vera að þokast áfram með þessu fyrsta skrefi. Knattspyrnuhús hafa risið eins og gorkúlur um allt land og hafa náð að umbylta knattspyrnustarfi bæði hjá yngi og eldri iðkendum. Erlendir blaðamenn sem hafa hópast til Íslands í kjölfar einstaks árangurs karla- og kvennalandsliðanna hafa flestir bent á knattspyrnuhúsin sem dæmi sem aðrar þjóðir gætu lært af, sér í lagi þjóðir sem glíma við óblíða veðráttu.

smari@bb.is

Auglýsing

Gjafahugmyndasíðan Bello

Tinna Hrund Hlynsdóttir Ísfirðingur hefur hleypt af stokkunum vefsíðu þar sem nálgast má leiðbeiningar um gjafakaup, enda getur svo sannarlega vafist fyrir mörgum að finna réttu gjöfina. Tinna segir að bello.is sé hugmyndabanki fyrir alla sem vantar að finna góðar hugmyndir af gjöfum fyrir hvaða tilefni sem er.

Hugmyndina hefur Tinna haft í maganum lengi og alltaf haft sérstaklega gaman af því að finna fallegar gjafir, því „gjöf er ekki það sama og gjöf, sjáðu til“ segir Tinna.

Á bello.is eru gjafir bæði flokkaðar eftir tilefnum og verðflokkum og ætti að geta hjálpað mörgum sem glíma við hugmyndaleysi eða tímaleysi þegar kaupa þarf réttu gjöfina.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Hestamennska í skammdeginu

Miðflokkurinn, með hestinn í fararbroddi, er nú á fullu að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor, eins og bb.is skýrir frá. Af því tilefni er rétt að rifja upp eina söguna í 100 Vestfirskar gamansögur, Rauða kverinu. Þar segir á launfyndinn hátt frá hestamennsku framsóknarmanna í bæjarstjórnarmálum í Ísafjarðarbæ forðum. Íslenski hesturinn kemur sífellt  á óvart.

„Sigurður Sveinsson frá Góustöðum í Skutulsfirði, Siggi Sveins, var í meira en hálfa öld einn helsti burðarás Framsóknarflokksins á Ísafirði. Framsóknarflokkurinn átti um þrjátíu ára skeið einn fulltrúa í bæjarstjórninni og oft stóð tæpt með hann.

Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1998 spurði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Ísafirði Sigga, sem var bjartsýnismaður í pólitík, hvernig hann teldi að Maddömunni gengi núna í kosningunum. Siggi svarar strax að þeir muni fá einn mann kjörinn.

Efasemdar- og undrunarsvipur kom þá á sýsla og Siggi bætti við:

Okkur gengur alltaf vel og fáum alltaf einn mann kjörinn, á hverju sem gengur.

Svo fannst Sigga að sýsli efaðist enn og bætti við:

Við gætum sett hest í fyrsta sætið og fengið hann kosinn.“

Hallgrímur Sveinsson.

Auglýsing

Aukin framlög til heilbrigðistofnana á landsbyggðinni

Framlög til heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum landsins verða aukin um 6,8% á næsta ári. Heildaraukningin nemur tæpum 1,5 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verða aukin um 7,4%, Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær 6,9% aukningu, Heilbrigðisstofnun Austurlands 6,2%, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 5,3% og Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær aukin framlög sem nema 4,3%. Til samanburðar nemur hlutfallsleg aukning til Landspítalans sem er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús 8,2%. Sjúkrahúsið á Akureyri sem einnig gegnir hlutverki á landsvísu sem sérgreinasjúkrahús og kennslusjúkrahús fær aukin framlög sem nema 4,2%.

Áhersla er lögð á að efla tækjabúnað stofnananna og verða þeim veittar samtals 223 milljónir króna til tækjakaupa sem er 200 milljónum kr. meira en í fjárlögum þessa árs. Framlög til sjúkraflutninga verða einnig aukin og nemur viðbótin 124 milljónum kr. eða 5,3%.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt þegar rætt er um framlög til heilbrigðisþjónustu eftir landsvæðum að hafa í huga hlutverk stofnananna og þjónustuna sem þær veita. Landspítalinn gegni veigamiklu hlutverki á landsvísu og veiti ýmsa afar sérhæfða þjónustu sem verði ekki með neinu móti veitt annars staðar: „Ef Landspítalinn fær ekki sinnt þessu hlutverki sínu vegna álags af því að útskriftarvandi stendur sérhæfðu þjónustunni fyrir þrifum er það vandamál okkar allra, hvar sem við búum,“ segir Svandís. Í þessu ljósi hafi verið ákveðið að veita umtalsverðum fjármunum til að mæta útskriftarvanda spítalans sem meðal annars megi rekja til þess hve mikill skortur er á hjúkrunarrýmum og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu.

smari@bb.is

Auglýsing

Miðflokkurinn býður fram í sveitarstjórnarkosningunum

Miðflokk­ur­inn er far­inn að huga að und­ir­bún­ingi fram­boða í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á næsta ári. Ekki ligg­ur fyr­ir hve víða verður boðið fram. „Það er verið að vinna að stofn­un kjör­dæm­a­fé­laga og sveit­ar­stjórn­ar­fé­laga víða um land sem munu leiða vinnu við und­ir­bún­ing fram­boða til sveit­ar­stjórna,“ seg­ir Svan­ur Guðmunds­son, sem var kosn­inga­stjóri flokks­ins í síðustu kosn­ing­um, í Morg­un­blaðinu í dag.

Í þing­kosn­ing­un­um í haust fékk Miðflokk­ur­inn 10,87% at­kvæða á land­inu öllu og sjö þing­menn kjörna.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýjustu fréttir