Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2017 jókst um 3,1 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 10,7 prósent. Einkaneysla jókst um 6,7 prósent, samneysla um 2,9 prósent og fjárfesting um 19,4 prósent. Útflutningur dróst saman um 0,1 prósent á sama tíma og innflutningur jókst um 11,6 prósent. Helstu drifkraftar hagvaxtar er fjármunamyndun og einkaneysla, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.
Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,2 prósent frá 2. ársfjórðungi 2017.
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 jókst landsframleiðslan um 4,3 prósent að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 7,4 prósent. Einkaneysla jókst um 7,7 prósent, samneysla um 2,7 prósent og fjárfesting um 11,8 prósent. Útflutningur jókst um 3,9 prósent og innflutningur nokkru meira, eða um 10,7 prósent.
Auglýsing