Mánudagur 21. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2103

Sókn í byggðamálum

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður NV kjördæmis.

Á fullveldisdaginn leit ný ríkisstjórn dagsins ljós. Ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.  Frá því að síðasta ríkistjórn rauf þing og boðaði til kosninga hefur ríkt nokkur óvissa og stjórnmálin liðast um í einhverju þyngdarleysi sem ríkt hefur allt frá kosningum 2016.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar tóku sér góðan tíma til að undirbúa samstarfið enda komu margir að borðinu og til að horfa fram á veginn. Þessi vinna og  traust samstarf milli formanna flokkanna hefur skilað nýrri ríkisstjórn góðri byrjun sem hefst með því að það hún hefur fylgi 78% landsmanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins núna 6. desember.

Í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar er sleginn nýr tónn og í honum felast mörg tækifæri fyrir allt landið. Öflug byggðarsjónarmið sem miða að jafnrétti byggða og búsetu. Uppbygging  í samgöngum, heilbrigðismálum og menntamálum. Þessi þrjú atriði hafa fengið að sitja á hakanum lengi og hvert árið breikkar bilið á milli búsetuskilyrða landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis.

Styrkja þarf framhaldsskólana.

Í því fellst að tryggja þurfi framhaldsskólum fjármagn og frelsi til eigin stefnumótunar innan ramma framhaldsskólalaganna. Þetta skiptir miklu máli því einu ráðin sem framhaldskólarnir hafa til að halda sig innan ramma fjárlaga hefur verið að draga úr kennslu og þá hafa iðngreinar verið í hættu. Fyrir vikið verða skólarnir einsleitir og hæfni við að koma á móts við væntingar nemenda minnkar. Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélög nái að þróast og dafna.  Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur komið með krafti í nýtt embætti og boðar breytingar innblásnar af áhuga og metnaði. Ég hef miklar væntingar til þess að skólakerfið fái að njóta þess um land allt.

Samgöngur og byggðamál

Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að ljósleiðaravæðingu landsins verði lokið 2020 og sett verði aukið fé til uppbygginga í vegamálum bæði nýframkvæmdum og viðhaldi. Þar eru mörg verkefni í NV kjördæmi. Samkvæmt skýrslu Vífils Karlssonar, um umferð og ástand vega á Vesturlandi frá 2016, verma vegir á Norðurlandi Vestra neðsta sætið þegar kemur að samanburði á bundnu slitlagi á vegum landsins og Vesturlandið kemur fast á eftir. Svo ekki sé nú talað um ástand vega á sunnanverðum Vestfjörðum. Það eru margir flöskuhálsar á stofnvegum á Vestfjörðum, uppbygging hefur átt sér stað á stofnvegum á norðanverðum Vestfjörðum en Suðurfirðirnir geta ekki talist í nútíma vegasambandi hvorki suður né norður.

Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvæg tæki til að ýta undir uppbyggingu og nýsköpun, það er byggðastefna á forsendum heimamanna. Byggðaraðgerðir sem hafa tíðkast og reynst vel á nágrannalöndunum á að skoða og menntamálaráðherra hefur þegar boðað að skoða eigi  námslánakerfið til að hvetja fólk með sérþekkingu til að setjast að í dreifðum byggðum landsins þá með afslætti á lánum. Þá væri hægt að skoða tekjuskattskerfið með sömu gleraugum.

Það eru mörg verkefni í sem geta styrkt byggð í landinu og ný ríkisstjórn boðar sókn í byggðamálum , í samvinnu við heimamenn á hverju svæði, með hagsmuni landsins í heild að leiðarljósi.

Halla Signý Kristjánsdóttir

  1. þingmaður í NV kjördæmi
Auglýsing
Auglýsing

Óskað eftir tilnefningum

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið einstaklega sigursæl síðustu ár.

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 verður útnefndur 21. janúar 2018. Á sama tíma verður efnilegasti íþróttamaðurinn heiðraður. Það er íþrótta- og tómstundanefnd sem sér um valið. Nefndin óskar eftir tilnefningum frá íþróttafélögunum í sveitarfélaginu og þurfa þær að berast fyrir föstudaginn 12. janúar í lokuðu umslagi til HSV.

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið valin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar síðustu fjögur árin.

Auglýsing
Auglýsing

Vaxandi suðaustanátt

Það verður hægviðri á Vestfjörðum fram eftir degi og frosti 2-8 stig. Vaxandi suðaustanátt seint í dag, 8-15 m/s og skýjað um kvöldið. Í hugleiðingum veðurfræðings um veðrið á landinu segir að víða verði hægur vindur, léttskýjað og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn, þykknar upp og dregur úr frosti. Suðaustan 13-20 m/s kringum miðnætti með snjókomu í fyrstu, síðan rigningu eða slyddu á láglendi og hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulítið og minnkandi frost. Dregur aftur úr vindi á morgun, suðaustan 5-13 seinnipartinn og skúrir eða él, en rigning á Suðausturlandi.

Á Norður- og Austurlandi léttir til og verður bjart og kalt í dag, en þar fer frostið að minnka í nótt þegar sunnanáttin nær þangað norðureftir.

Það dregur úr vindinum strax á morgun og eftir hádegi er útlit fyrir meinlitla suðaustanátt. Úrkoman á morgun verður ýmist skúrir eða él. Það eru engin alvöru hlýindi með sunnanáttinni að þessu sinni og hitinn drífur ekki nægilega yfir frostmarkið til að hægt sé að útiloka að eitthvað af úrkomunni verði á föstu formi á morgun.

Auglýsing
Auglýsing

Býðst til að greiða fyrir kostamat í Árneshreppi

Frá Árneshreppi

Innan skamms, eða á næsta fundi hreppsnefndar Árneshrepps, verður ákveðið hvort að ráðist verði í kostamat á Hvalárvirkjun annars vegar og stofnun þjóðgarðs hins vegar. Einnig verður tekin afstaða til þess hvort að boð Sigurðar Gísla Pálmasonar athafnamanns um að greiða fyrir matið verði þegið. Frá þessu er greint á vef mbl.is. Í athugasemdum við skipulagsbreytingar Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar kom þessi hugmynd Sigurðar Gísla fram. Hann telur að kostagreinig taki um 3-4 mánuði og hann telur að hreppsnefndin og íbúar í Árneshreppi geti notað niðurstöðuna til að taka upplýsta ákvörðun um næstu skref.

Sigurður Gísli er þekktur náttúrverndarsinni og hann segir í samtali við blaðamann mbl.is að þjóðgarður geti haft annað og meira hlut­verk en það eitt að vernda nátt­úr­una. Þannig yrði bú­seta inn­an hans og aðstæður skapaðar til rann­sókna og þró­un­ar at­vinnu­lífs. Slík svæði er þegar að finna víða um heim und­ir merkj­um Menn­ing­ar­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, UNESCO, þangað sem Sig­urður sæk­ir hug­mynd sína. Verk­efnið kall­ast „Man and the Bi­osph­ere“ eða „Maður í líf­heimi.“ Ekki þyrfti að koma til eign­ar­náms lands við stofn­un vernd­ar­svæðis­ins og hefðu ein­hverj­ir land­eig­end­ur ekki áhuga á að vera með í verk­efn­inu væri þeim frjálst að standa utan þess. Frum­kvæði að stofn­setn­ing­unni þyrfti ekki að koma frá rík­inu.

Auglýsing
Auglýsing

Umboðsmenn jólasveinka

Skipulagsefnd jólasveinsins hefur fundað og óskar nú eftir skilaboðum frá foreldrum góðra barna um hvenær þeir óski afhendingar á jólapökkum. Hægt er að spjalla við jólasveininn á Þorláksmessu og á aðfangadag verður sveinki á ferðinni um bæinn.

Björgunarfélag Ísafjarðar brást snarlega við hjálparbeiðni Grýlu og sona hennar og hefur tekið að sér að annast skipulagninguna.

 Grýla

 

 

Auglýsing
Auglýsing

Mannúðarmál og samfélagsmál að fá flóttafólk

Pétur G. Markan

Mannúðarmál og samfélagsmál að fá flóttafólk

Það er bæði mannúðarmál og samfélagsmál að taka á móti flóttafólki. Þetta segir Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Eins og greint var frá í gær eru sveitarfélögin við Djúp – Súðavíkurhreppur, Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður – með til skoðunar að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Áætlað er að þeir verði á bilinu 20 til 30 manns. „Við sóttum um að taka á móti svokölluðum kvótaflóttamönnum fyrir tveimur árum en urðum ekki fyrir valinu. Svo gerist það að velferðarráðuneytið hefur samband fyrir stuttu og við tókum upp þráðinn aftur og helsta áskorunin er húsnæðismál,“ segir Pétur.

Hann leggur áherslu á að móttaka flóttamanna sé fyrst og fremst mannúðarverk. „En við viljum líka efla samfélögin okkar og þá þurfum við fólk til að efla félagsandann,“ segir Pétur.

Hann hefur fulla trú á að hægt verði að leysa húsnæðismálin. „Í svona málaflokkum er ótrúlega auðvelt að gefast upp við fyrstu hindrun, það er ekkert straumlínulagað í sveitarstjórnum í þessum málum. Þú verður að taka ákvörðun um að þetta sé eitthvað sem þú vilt gera og svo tekstu á við hindranirnar,“ segir Pétur.

Auglýsing
Auglýsing

Auglýst eftir framkvæmdastjóra

Frá stofnfundi Vestfjarðastofu fyrir viku.

Stjórn nýstofnaðrar Vestfjarðastofu ses. auglýsir eftir framkvæmdastjóra til þess að leiða starfsemi Vestfjarðastofu sem tók til starfa 1. desember sl.  Vestfjarðastofa varð til við sameiningu verkefna sem áður heyrðu undir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.

 

Markmið Vestfjarðastofu er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa, fjölbreyttu menningarstarfi og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna. Markmiði sínu hyggst Vestfjarðastofa ná með öflugu samstarfi atvinnulífs, sveitarfélaga, ríkisvalds og stoðkerfis hins opinbera.

 

Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu leiðir starfsemina og er ábyrgur gagnvart stjórn fyrir yfirstjórn og daglegum rekstri Vestfjarðastofu í umboði stjórnar.  Hann undirbýr stefnumörkun, rýnir markmið og aðgerðir og vaktar innleiðingu stefnu Vestfjarðastofu í samvinnu við stjórn og starfsmenn. Framkvæmdastjóri undirbýr rekstrar- og starfsáætlun Vestfjarðastofu og ber ábyrgð á að reksturinn rúmist innan gildandi áætlana á hverjum tíma.

 

Menntunarkröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsmenntun æskileg
  • Haldbær reynsla af rekstri og farsæl stjórnunarreynsla
  • Reynsla af stefnumótunarvinnu og innleiðingu stefnu er skilyrði
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu/málefnum sveitarfélaga er æskileg

 

Kröfur um hæfni

  • Leiðtogahæfni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að taka þátt í mótun og stjórnun breytinga
  • Rík aðlögunarhæfni og geta til að starfa undir álagi
  • Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á  kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Auglýsing
Auglýsing

Vilja sameina leik- og grunnskólann á Flateyri

Grunnskóli Önundarfjarðar.

Starfshópur um leik- og grunnskólastarf á Flateyri hefur óskað eftir því við fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar að Grunnskólinn Önundarfjarðar og leikskólinn Grænigarður á Flateyri verði sameinaðir í eina stofnun. Í framhaldi verði farið í að móta sameiginlega stefnu fyrir skólana með aðkomu skólasamfélagsins alls. Fræðslunefnd tekur undir með og telur fagleg rök og hagsmuni nemenda, kennara, annars starfsfólks sem og íbúa Flateyrar mæla með því að umræddir skólar verði sameinaðir í eina stofnun. Samkvæmt fyrirætlunum samráðshópsins mun álit hans á húsnæðismálum sameinaðs skóla liggja fyrir í lok vorannar 2018.

Auglýsing
Auglýsing

Meðalaldur flotans 29 ár

Júlíus Geirmundsson ÍS er undir meðalaldri flotans en í nóvember voru 28 ár frá því hann kom til heimahafnar á Ísafirði.

Meðalaldur fiskiskipaflotans var um 29 ár í fyrra og hafði þá hækkað um eitt ár frá árinu 2015. Á árunum 1999 til 2016 hækkaði meðalaldur flotans um rúm tíu ár og telst hann vera orðinn býsna hár núna í sögulegu samhengi. Þetta kemur fram í riti Íslandsbankans, Íslenski sjávarútvegurinn 2017, sem kom út í síðasta mánuði. Meðalaldurinn ætti að lækka eitthvað á næstu árum enda fádæma mikil endurnýjun í flotanum. Sex nýir togarar hafa komið til landsins á þessu ári, von er á einum til viðbótar fyrir árslok og samið hefur verið um smíði á átta togurum til viðbótar sem væntanlegir eru á næstu árum – einn af þeim er Páll Pálsson ÍS.

Í ritinu telst höfundum til að nú séu gerð út 1.647 fiskiskip á Íslandi og hefur skipum fækkað um tæpan fimmtung frá 2001 þegar þau voru 2.012.

Auglýsing
Auglýsing

Glitský á himni

Það var fagurt um að lítast á Ísafirði við sólarupprás í morgun þegar glitský sáust á himni. Glitskýin eru það hátt í andrúmsloftinu að þau sjást í sömu hæð víðast hvar á landinu.  Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 – 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (svonefnt ,,perlumóður“-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský.

Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu og eru úr ískristöllum. Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að við sjáum það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Litirnir eru líka háðir stærðardreifingu agna í skýjunum, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland.

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir