Miðvikudagur 7. maí 2025
Heim Blogg Síða 2102

Grænt ljós frá Matvælastofnun

Sjókvíar í Tálknafirði.

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm og Fjarðalaxi rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði í samræmi við lög um fiskeldi. Samanlögð árleg framleiðsla fyrirtækjanna tveggja verður 17.500 tonn af laxi. Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonn á ári og Arctic Sea Farm 6.800 tonn. Hámarkslífmassi eldisins mun ekki fara yfir 20.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Fjarðalax, sem er dótturfyrirtæki Arnarlax, er með leyfi fyrir 3.000 tonna eldi  í Patreksfirði og Tálknafirði en Arctic Sea Farm er ekki með eldisleyfi í fjörðunum.

Framkvæmd fyrirtækjanna fór í gegnum sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu fyrrnefndra rekstrarleyfa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar fréttar.

 

Auglýsing

Nemendum ofan grunnskóla fækkaði

Nemendur á skólastigum ofan grunnskóla á Íslandi voru 41.519 haustið 2016 og fækkaði um 1.018 frá fyrra ári, eða 2,4%. Nemendum fækkaði bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Alls sóttu 18.756 karlar nám og 22.763 konur. Körlum við nám fækkaði um 293 frá fyrra ári (-1,5%) en konum um 725 (-3,1%).

Á framhaldsskólastigi stunduðu 22.564 nemendur nám og fækkaði um 2,3% frá fyrra ári. Á háskólastigi í heild voru 18.111 nemendur og fækkaði um 2,6% frá haustinu 2015. Nemendur í námi til fyrstu háskólagráðu voru 13.282 og fækkaði um 2,3% frá fyrra ári og nemendum í námi til meistaragráðu fækkaði um 4,8% og voru 4.125 haustið 2016. Nemendum í námi til doktorsgráðu fjölgaði um fjóra (0,9%) og voru 469.

Færri 16 ára stunda nám
Skólasókn, þ.e. hlutfall af aldurshópi 16 ára nemenda sem sækja skóla, var 94,7% í skólum ofan grunnskóla haustið 2016 en var 95,4% haustið 2015. Skólasókn var minni en árið áður bæði meðal drengja og stúlkna og sóttu 94,3% 16 ára drengja skóla og 95,0% 16 ára stúlkna.

Skólasókn haustið 2016 var meiri en haustið 2015 meðal 17-19 ára unglinga. Hins vegar sóttu færri skóla á aldrinum 20-26 ára en ári áður.

Skólasókn kvenna var meiri en karla í öllum árgöngum 16-29 ára að 20 ára nemendum undanskildum og einnig meðal háskólanemenda 30 ára og eldri. Ef eingöngu er litið á nemendur á framhaldsskólastigi, voru karlar hlutfallslega fleiri en konur á aldrinum 20-39 ára.

Skólasókn minnst meðal innflytjenda
Þegar skólasókn 16 ára og 18 ára var skoðuð eftir bakgrunni nemenda reyndist hún vera minnst meðal innflytjenda. Meðal 16 ára innflytjenda sóttu 84,1% skóla haustið 2016 og 53,7% voru í skóla við 18 ára aldur. Skólasókn við 16 ára aldur var mest meðal nemenda sem ekki hafa erlendan bakgrunn, 96,4% en við 18 ára aldur var skólasókn mest meðal þeirra sem teljast til annarrar kynslóðar innflytjenda, 100%.

Til innflytjenda teljast einstaklingar sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra af erlendum uppruna. Skiptinemar, sem koma til ársdvalar á Íslandi, teljast með innflytjendum í þessum tölum. Annarrar kynslóðar innflytjendur eru þeir sem eru fæddir á Íslandi en báðir foreldrar eru innflytjendur. Þess skal getið, að aðeins 27-50 íbúar á þessum aldri tilheyra annarri kynslóð innflytjenda svo hver einstaklingur vegur þungt í tölunum.

Tæplega einn af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi í starfsnámi
Tæplega einn af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi var í starfsnámi haustið 2016 en 67,0% stunduðu nám á bóknámsbrautum. Hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lítið breyst síðastliðinn áratug en var 36-38% á árunum 2000-2005. Hlutfall nema í starfsnámi haustið 2016 var mun hærra meðal karla en kvenna, eða 40,6% á móti 25,1% hjá konum.

Um gögnin
Upplýsingum er safnað beint frá skólunum og úr framhaldsskólaforritinu INNU og miðast við fjölda nemenda um miðjan október ár hvert. Skólasókn er reiknuð þannig að nemendur eru flokkaðir eftir aldri, lögheimili og uppruna ár hvert og hlutfall þeirra síðan reiknað af fjölda í hverjum flokki. Nemendur eru flokkaðir eftir bakgrunni samkvæmt innflytjendagrunni Hagstofu Íslands.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Fiskeldislögum verður breytt

Kristján Þór Júlíusson.

Við upphaf þings var birt yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hyggst leggja fram á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin mun jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur tíu mál á þeim lista og meðal þeirra er breyting á lögum um fiskeldi. Í kynningu á lagafrumvarpinu segir að starfshópur um stefnumótun í fiskeldi hefur lokið störfum og skilað tillögum að lagabreytingum. Eftir skoðun á tillögum vinnuhópsins verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi.

Meðal tillagna starfshópsins er að áhættumat Hafrannsóknastofnunar verði ráðandi í skipulagningu sjókvíaeldis á Íslandi en eins og kunnugt er leggst stofnunin gegn sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.

Auglýsing

Sædísin sökk í Ísafjarðarhöfn

Sædís liggur á botninum í höfninni á Ísafirði.

Á jóladag uppgötvaðist að Sædís ÍS, einn báta Byggðasafn Vestfjarða, hafði sokkið í Ísafjarðarhöfn. Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, segir ekki vitað hvers vegna Sædísin sökk. „Við tökum hana upp á morgun og þá fáum við væntanlega skýringu á þessu. Það var farið í hana á Þorláksmessu og þá var allt í lagi, enginn sjór í henni og dælurnar í lagi,“ segir Jón

Hann telur að báturinn komist að mestu óskaddaður frá þessu volki. „Það er ekkert í henni, engin vél eða nokkur skapaður hlutur og hún á alveg að þola þetta.“

Sædís var byggð á Ísafirði árið 1938. Þá var staða sjávarútvegs í bænum sú að Samvinnufélag Ísfirðinga og h.f. Huginn voru aðsópsmestu útgerðarfélögin. Hitt félagið var Njörður, en Kaupfélag Ísfirðinga var þar stærsti hluthafinn. Fyrsti stjórnarformaður Njarðar var Guðmundur G. Hagalín en Ketill Guðmundsson, kaupfélagsstóri, varð fyrsti framkvæmdastjóri. Sædís varð fyrsti bátur félagsins, smíðuð árið 1938 eins og áður var nefnt. Ásdís var smíðuð sama ár, og árið 1940 höfðu þrjár „dísir“ bæst í flotann, Bryndís, Hjördís og Valdís. Allir voru þessir bátar teiknaðir og smíðaðir af Bárði G. Tómassyni, skipaverkfræðingi á Ísafirði. Enn síðar bættist raunar sjötta dísin við, Jódís. Dísirnar voru allar gerðar út fram yfir síðari heimsstyrjöld og stunduðu ýmist línu- dragnóta- eða reknetaveiðar.

Auglýsing

Kostnaðarþátttaka afnumin hjá 94% grunnskólabarna

Velferðarvaktin fól Maskínu að gera könnun á kostnaðarþátttöku grunnskólabarna í skólagögnum, s.s. ritföngum og pappír, í júlí og ágúst sl.  Leiddi hún í ljós að sveitarfélög sem ráku skóla fyrir um 38% grunnskólabarna landsins höfðu afnumið kostnaðarþátttöku þeirra í skólagögnum frá og með yfirstandandi skólaári.

Í kjölfar könnunarinnar hvatti Velferðarvaktin öll sveitarfélög til þess að skoða niðurstöður hennar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sinna fyrir næsta skólaár, 2018-2019.

Frá því að könnunin var gerð hafa fjölmörg sveitarfélög, þar sem alls búa um 56% grunnskólabarna landsins, bæst í hóp þeirra sem afnema kostnaðarþátttöku af þessu tagi og hafa komið þeim upplýsingum á framfæri við Velferðarvaktina eða á opinberum vettvangi. Þar vegur Reykavíkurborg þyngst, með um 14.000 grunnskólanemendur á sínum snærum.

Alls búa því nú að minnsta kosti 40.859 börn, eða 94% grunnskólanemenda landsins ,  í sveitarfélögum þar sem búið er að taka ákvörðun um að afnema kostnaðarþátttöku vegna námsgagna á næsta skólaári, 2018-2019.

Þau börn sem eftir standa búa, samkvæmt könnuninni, í sveitarfélögum sem hafa ýmist dregið úr kostnaðarþátttökunni, svöruðu ekki könnuninni, sögðust ekki hafa stefnu í málinu eða gætu ekki svarað. Einnig er hugsanlegt að í einhverjum þessara sveitarfélaga hafi verið tekin ákvörðun um að afnema kostnaðarþátttöku án þess að Velferðarvaktinni sé kunnugt um það.

Þau sveitarfélög á Vestfjörðum sem útvega nemendum skólagögn á yfirstandandi skólaári eru: Árneshreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Reykjólahreppur, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Ísafjarðarbær.

Auglýsing

Opið á dalnum í dag

Skíðasvæði Ísfirðinga, bæði í Tungudal og skíðgöngusvæðið Seljalandsdal, verða opin frá klukkan 12-17 en þar var opnun frestað í morgun vegna hvassviðris, en hviður náðu 19 -20 metrum á sekúndu. Ljómandi veður er á Ísafirði nú eftir hádegi, kalt en bjart og hægur vindur og tilvalið að bregða sér á skíði og fá smá líf í útlimina eftir slímsetu jólanna. Skíðasvæðið verður opið alla daga kl. 12 – 17 fram á gamlársdag, ef veður leyfir eins og allt útlir er fyrir.

Skíðasvæðið opnar á nýjan leik 2. janúar.

Auglýsing

Ferðaþjónustan skilar 40% af gjaldeyristekjunum

Starf­semi tengd farþega­flutn­ing­um og ferðaskrif­stof­um var ekki virðis­auka­skatt­skyld fyrr en í árs­byrj­un 2016 og skekkir það samanburð milli ára.

Gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar vegna ferðaþjón­ustu á þessu ári munu nema um 535 millj­örðum króna á þessu ári gangi spá Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar eft­ir. Það nem­ur um 40% af gjald­eyris­tekj­um þjóðar­inn­ar og 15,5% aukn­ingu milli ára.  Þetta kem­ur fram í áætl­un sam­tak­anna sem Frétta­blaðið grein­ir frá í dag. Þetta er í takt við það sem gert hafi verið ráð fyr­ir og sýnir fram á mik­il­vægi ferðaþjón­ust­unn­ar fyrir þjóðarbúskapinn. Bent er á að þetta sé minni vöxt­ur en fjölg­un ferðamanna milli ára. Vís­ar Helga til erfiðra ytri skil­yrða og versn­andi sam­keppn­is­hæfni eins og sterks geng­is krón­unn­ar sem ástæðna fyr­ir því. Þá dvelji ferðamenn skem­ur og nýti sé ekki þjón­ustu í jafn mikl­um mæli og áður.

Auglýsing

Fundu draugaskip

Það var skipslagið á þústinni sem olli því að grennslast var fyrir um skipsflök á þessum slóðum hjá Landhelgisgæslunni. Skipið er greinilega á réttum kili á botninum. Yfirleitt liggja flök á hliðinni og koma fram sem lágar þústir eins og sú sem sést hægra megin við Þrym og er líklega flak sem hvergi er á skrá. Horft út fjörðinn. Mynd: Ísor.

Við jarðfræðikort­lagn­ingu á hafs­botn­in­um um­hverf­is landið, sem fyr­ir­tækið ÍSOR stend­ur fyr­ir, rák­ust menn á svo­lítið at­huga­vert í Tálknafirði. Töldu þeir að um svo­kallaðar hver­astrýt­ur væri að ræða og var nýr jarðhitastaður því merkt­ur inn á kortið.

Þóttu hver­astrýt­urn­ar ansi mik­il­feng­leg­ar og minna á skip á sigl­ingu. Á dag­inn kom þó að ekki var allt sem sýnd­ist. „Í fram­hald­inu leiddi það sem var svo skemmti­legt við strýt­urn­ar til þeirr­ar óskemmti­legu niður­stöðu að þetta var í raun skips­flak sem minnti á hver­astrýt­ur en ekki hver­astrýt­ur sem minntu á skips­flak,“ seg­ir í frétt á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Um var að ræða stál­skipið Þrym BA-7 sem hafði legið lengi uppi í fjöru á hafn­ar­svæði Tálkna­fjarðar. Þaðan hvarf það svo á dul­ar­full­an hátt um miðja nótt í nóv­em­ber árið 1997 og sást aldrei fram­ar. Málið var rann­sakað sem saka­mál á sín­um tíma en var aldrei fylli­lega upp­lýst.

„Þessi niðurstaða olli von­brigðum því óneit­an­lega hefði verið skemmti­legra að finna hver­astrýt­ur og jarðhita held­ur en gam­alt drauga­skip.“

Auglýsing

Vill afnám virðisaukaskatts á fjölmiðlum

Óli Björn Kárason. Mynd: mbl / Rax

Af­nám virðis­auka­skatts af áskrift­um prent-, ljósvaka- og net­miðla get­ur orðið mik­il­vægt skref í átt að því að styrkja rekst­ur sjálf­stæðra fjöl­miðla. Og um leið leiðrétta, þó ekki sé nema að litlu leyti, stöðuna gagn­vart Rík­is­út­varp­inu.

Þetta skrif­ar Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, í grein sinni í Morg­un­blaðinu í dag. Enn­frem­ur skrif­ar Óli Björn að af­nám virðis­auka­skatts­ins væri yf­ir­lýs­ing um nauðsyn þess að leiðrétta sam­keppn­is­stöðu á fjöl­miðlamarkaði og gera hana ör­lítið sann­gjarn­ari og heil­brigðari.

Auglýsing

Flugeldar: gæði betri en magn

Íslendingar eru frægir fyrir að skjóta upp heil ósköp af flugeldum á nýársnótt. Til að mynda keypti hver Íslendingur 1,8 kg af flugeldum árið 2015 samanborið við 1 kg hjá Dönum. Umhverfisstofnun minn á áramótin síðustu þegar slíkt magn af svifryki safnaðist upp yfir Reykjavík að erfitt var orðið að sjá litadýrðina. Um nóttina var úrkomulaust og veðurstilla sem leiddi til þess að allt svifrykið sem myndaðist við sprengingarnar náði að svífa lengi um andrúmsloftið. Þetta leiddi til þess að hálftímastyrkur efnisins náði upp í tæp 2500 µg/m3 rétt eftir miðnætti en til viðmiðunar þá var hæsta hálftímagildi vikuna áður um 170 µg/m3. Í kjölfarið mátti sjá þann 1. janúar 2017 að sólarhringsstyrkur svifryks var um 160 µg/m3 en heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3. Svifryksstyrkur þennan sólarhring var því rúmlega þrefalt leyfilegt sólarhringsgildi fyrir efnið og til viðbótar má nefna að sólarhringsmeðaltal svifryks yfir hvert ár er yfirleitt undir 20µg/m3 á höfuðborgarsvæðinu.

Auk neikvæðra áhrifa svifryks á menn og dýr, geta verið margskonar önnur efni í flugeldum. Þar má nefna þungmálma á borð við blý, kopar og sink.

Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að njóta áramótanna og leyfa sér að skjóta aðeins upp en minnir á að gæði eru betri en magn. „Vöndum valið á flugeldum, kaupum færri og njótum betur,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

Nýjustu fréttir