Þriðjudagur 22. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2101

Átak boðar til aðalfundar

Aðalfundur íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Dýrafjarðar, verður haldinn í Blábankanum á Þingeyri á morgun, fimmtudaginn 14. desember klukkan 20.00. Allir íbúar 18 ára og eldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundum Átaks og eru hvattir til að mæta. Á dagskrá fundarins er:

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.
  2. Umræður um reikninga félagsins.
  3. Breytingar á samþykktum félagsins.
  4. Kosning tveggja stjórnarmanna til 2ja ára.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
  7. Verkefni næsta árs.
  8. Önnur mál.
  9. a) Fjárfestingar áranna 2017 og 2018.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

3x Technology styður HSV

Starfsstöð Skagans 3X á Ísafirði.

Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stuðningurinn er veittur í nafni starfsmanna fyrirtækjanna og er ætlað að bæta barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna árið 2018. Þar sem barna- og unglingastarf er langtímaverkefni gefa fyrirtækin nú jafnframt fyrirheit um sambærilegan stuðning, að ári, fyrir árið 2019.

Stofnaðir hafa verið sérstakir bankareikningar hjá Íslandsbanka, annarsvegar á Akranesi og hinsvegar á Ísafirði, sem eingöngu verða ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna.

Skaginn og Þorgeir & Ellert styðja Íþróttabandalag Akraness samtals að upphæð 3.000.000,- og hafa fyrirtækin greitt þá upphæð inn á bankareikning 0552-14-350180.

3X Technology styður Héraðssamband Vestfirðinga að upphæð 1.500.000,- og hefur fyrirtækið greitt þá upphæð inn á bankareikning 0556-14-400730.

Stuðningurinn er ekki sérstaklega ætlaður ákveðnum aðildafélögum innan íþróttahreyfinganna og munu forsvarsmenn hreyfinganna sjá um með hvaða hætti stuðningurinn, í þágu barna- og unglingastarfs í heimabyggð, verði nýttur. Sérstaklega er tekið fram að stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfinganna.

Verkefnið er ekki bundið við fyrirtækið sjálft og hvetja forsvarsmenn þess, bæði einstaklinga og lögaðila, að leggja verkefninu lið og þannig styðja við börn og ungmenni í sinni heimabyggð.

Frjáls fjárframlög má leggja inn á eftirfarandi reikninga sem eingöngu eru ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna:

Íþróttabandalag Akraness, kt. 670169-2199 – reikningsnr. 0552-14-350180

Héraðssamband Vestfirðinga, kt. 490500-3160 – reikningsnr. 0556-14-400730

bryndis@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Þorskstofninn aldrei mælst sterkari

Þorskstofninn hefur ekki mælst sterkari frá því að stofnmælingar hófust árið 1996. Hann hefur styrkst samfleytt frá því hann var veikastur árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri stofnmælingu botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun, svokölluðu haustralli.

Vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Djúpkarfinn hefur braggast undanfarin ár eftir sögulegt lágmark en nýliðun er áfram mjög léleg. Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Húsnæðismálin leyst og sveitarfélögin geta tekið á móti flóttamönnum

Sýrland er í rúst eftir blóðuga styrjöld sem hefur staðið í tæp sjö ár.

„Við erum komin með það mörg boð og möguleika í húsnæðismálum að við eigum að geta tekið á móti þessu fólki,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um komu flóttamanna sem sveitarfélögin við Djúp hafa boðist til að taka á móti. Fyrir helgi var greint frá að sveitarfélögin hafa undanfarið verið í viðræðum við velferðarráðuneytið um komu flóttamanna og við fyrstu sýn var álitið að húsnæðismál væru sveitarfélögunum erfið, enda lítið um íbúðarhúsnæði á lausu. Gísli Halldór segir að íbúðirnar séu í Súðavík, Ísafirði og á Flateyri. Flóttamennirnir eru frá Sýrlandi verða á bilinu 20-30 talsins. Gísli Halldór tekur fram að endanleg ákvörðun er í höndum ráðuneytisins. „En við erum með fulla sannfæringu um að við getum tekið á móti þessu fólki og við hlökkum til að taka á móti þeim ef ráðuneytið þiggur boð okkar,“ segir Gísli Halldór.

Móttaka flóttamanna byggir bókun sveitarstjórna Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar frá árinu 2015 þar sem sveitarfélögin buðust til að taka móti fólki í neyð – fólki sem á stjórnsýslumáli kallast kvótaflóttamenn.

Kvótaflótta­menn eru þeir flótta­menn sem Flótta­manna­stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. Hæl­is­leit­andi er aftur á móti sá sem sækir um hæli utan síns eigin ríkis og er þar með að biðja um við­ur­kennda stöðu flótta­manns. Ef stjórn­völd fall­ast á rétt­mæti umsóknar fær við­kom­andi við­ur­kennda stöðu sem flótta­mað­ur.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Þýfið fundið

Lögreglan hefur fundið munina sem var stolið úr Ísafjarðarkirkju úr gær. Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í fatahengi kirkjunnar á meðan á jólatónleikum Heru Bjarkar, Jógvan Hansen og Halldórs Smárasonar stóð. Tónleikagestir söknuðu farsíma, peningaveskja og greiðslukorta og þess háttar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fannst þýfið á „mjög góðum felustað í bænum,“ án þess að lögreglan vilji fara nánar út í staðsetningu felustaðarins.

Samkvæmt heimildum bb.is var þýfið í póstkassa á pósthúsinu á Ísafirði og svo vel vill til að myndavélar vakta póstkassana sem kemur lögreglunni án vafa að góðum notum við frekari rannsókn málsins.

Tveir karlmenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um þjófnaðinn og eru þeir í haldi lögreglu.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Lionsskatan tilbúin

Lionsklúbburinn á Ísafirði hefur verkað skötu í áratugi.

Ekki er nema rúm vika í Þorláksmessu og þá kætast sælkerar hér vestra og víðar þegar rjúkandi kæst skata verður borin á borð. Eins og mörg undandarin ár stendur Lionsklúbburinn á Ísafirði fyrir skötusölu sem félagar í klúbbnum verka. Að vanda er Sveinn Guðbjartsson skötumeistari og sér til þess að kæsingin sé eftir kúntarinnar reglum.

Kæst skata er umdeildur matur, svo ekki sé meira sagt. Jónas Kristjánsson ritstjóri hefur skrifað um mat og veitingahús um áratugaskeið. Grípum niður í tvo pistla eftir ritstjórann gamalkunna:

„Kominn er sá tími, að ég þori varla í veitingahús. Við þessi ungu erum ekki hrifin af skötulykt, hvað þá að okkur detti í hug að borða hana. Við látum gamlingjunum það eftir. Kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Betra væri þó að tjalda yfir eina sandgryfjuna í Mosfellssveit til að stunda í friði þessa sérkennilegu íþrótt. Fjarri venjulegu fólki. Óbeint skötuát er nefnilega af hinu illa eins og óbeinar reykingar. Kæst skata fer í húsbúnað og föt. Finn skötulykt í marga daga eins og reykingalykt.“ – 2011

„Þekki sem betur fer engan, sem vildi bjóða mér í skötuveizlu. Því hef ég engra harma að hefna frá 2008. Fjöldi manns hefur árlega þjáðst af lykt af kæstri skötu.“ – 2009

Fjöldi fólks er í árlegri áskrift að Lionsskötunni frá Ísafirði. Þeir sem vilja panta skötu er bent á að hafa samband við Svein (863 3872), Heiðar (896 8740) eða Erni (892 3696). Lionsmenn senda skötuna um allt land.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Leysibendar eru ekki leikföng

Geislavarn­ir rík­is­ins árétta að leysi­bend­ar eru ekki leik­föng og skora á for­eldra og aðra aðstand­end­ur að koma í veg fyr­ir að börn leiki sér með þá. Leysi­bend­ar geti valdið al­var­leg­um augnskaða á ör­stund sé geisl­an­um beint að auga eins og dæm­in sanna.

Þetta kem­ur fram á vef Geislavarna rík­is­ins, en þar hafa verið birt­ar upp­lýs­ing­ar um leysi­benda og hætt­una sem af þeim get­ur stafað í kjöl­far þess að ung­ur dreng­ur hlaut al­var­leg­an augnskaða af völd­um leysi­bend­is.

„Um leysi­benda gilda alþjóðleg­ir staðlar og eru þeir flokkaðir eft­ir afli geisl­ans sem þeir gefa frá sér. Leysi­bend­ar með afl und­ir 1 mW ( milliWatt ) eru í flokk­um 1 og 2 og eiga ekki að geta valdið skaða á auga við eðli­lega notk­un. Leysi­bend­ar með afl meira en 1 mW eru í flokk­um 3 og 4 og geta valdið skaða á auga. Þess vegna er notk­un þeirra háð leyfi Geislavarna rík­is­ins. Því afl­meiri sem leysi­bend­ir­inn er því al­var­legri get­ur skaðinn orðið. Geisl­inn frá leysi­bendi í flokki 4 (afl meira en 500 mW ) er það afl­mik­ill að hann get­ur valdið íkveikju og end­urkast geisl­ans get­ur valdið augnskaða.

Á leysi­bend­um eiga að vera merk­ing­ar sem sýna flokk­un þeirra. Því miður eru merk­ing­ar stund­um rang­ar og því ör­ugg­ast að börn leiki sér alls ekki með leysi­benda. Varað er við því að slík tæki séu keypt af götu­söl­um er­lend­is,“ seg­ir á vef Geislavarna rík­is­ins.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Sjötíu ár frá strandi togarans Dhoons undir Látrabjargi

Í dag 12. desember 2017 eru 70 ár liðin frá því að togarinn Dhoon frá Fleetwood strandaði undir Látrabjargi í slæmu veðri. Bændur á Látrum og nágrenninu brugðust við og náðu að bjarga 12 mönnnum við nánast ólýsanlegar aðstæður en 3 höfðu áður farist úr áhöfninni.

Í tilefni þessara tímamóta fóru nokkrir félagar úr björgunarsveitinni Bræðrabandinu í gær 11. desember að minnismerkinu um atburðinn, sem er efst á Geldingsskorardali, og kveiktu á þremur friðarljósum.

Að sögn Úlfars B. Thoroddsen var snjólétt var á svæðinu og færð góð. Sólin sigldi lágt yfir Snæfellsnes og lýsti upp strandlengjuna norðan Breiðafjarðar  og björtum glampa sló á hæstu fjallatinda norðan Arnarfjarðar. En nú 12. desember er dimmt yfir og aðstæður nær því sem var fyrir 70 árum.

bryndis@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Olíunotkun flotans minnkað um 43%

Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43% frá árinu 1990 til ársins 2016. Þetta kemur fram í umhverfisskýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegir. Skýrslan er gefin út í tilefni þess að tvö ár eru frá undirritun Parísarsamkomulagsins um baráttu gegn loftslagsbreytingum. Í skýrslunni er fjallað olíunotkun í sjávarútvegi og væntanlega notkun til ársins 2030, auk annarra umhverfisþátta í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Mikið hefur áunnist á undanförunum áratugum og mjög hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til sjávarútvegs á Íslandi. Sú þróun heldur áfram á komandi árum. Einkum er horft til áranna 1990 til 2030 í skýrslunni, en það er það tímabil sem Parísarsamkomulagið miðast við.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirgreindar:

  • Sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í sjávarútvegi og þar með losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43% frá árinu 1990 til ársins 2016.
  • Reiknað er með að eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá árinu 1990 til ársins 2030. Þá verði bræðsla á fiski nær eingöngu knúin með rafmagni og raforkuframleiðsla um borð í fiskiskipum heyri til undantekninga þegar skip eru í höfn. Gangi þetta eftir mun eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hafa dregist saman um 54% á tímabilinu.
  • Ársnotkun eldsneytis í sjávarútvegi árið 2016 var sú lægsta frá árinu 1990, bæði frá fiskiskipum og fiskimjölsverksmiðjum.
  • Losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi hefur farið minnkandi ár frá ári síðan 1990 en þá var hlutfallið 19,5% af heildarlosun Íslands. Árið 2007 var hlutfallið komið niður í 13% og árið 2014 í 9,7%.
  • Sjávarútvegur á Íslandi hefur þegar náð markmiði Parísarsamkomulagsins
  • Fjárfestingarþörf í fiskiskipum fram til ársins 2030 er metin um 180 milljarðar króna. Nýrri og tæknivæddari skip munu draga enn frekar úr umhverfisáhrifum sjávarútvegs.
  • Hagkvæmnisútreikningar sýna að hagstæðara er að nota rafmagn úr landi þegar skip eru í höfn, frekar en að keyra ljósavélar sem ganga fyrir olíu.
  • Frá árinu 2006 til ársins 2016 hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent á eigin vegum eða haft milligöngu um endurvinnslu á 8.400 tonnum af veiðarfæraúrgangi.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Kólnar aftur í kvöld

Hláka framundan.

Það verður austanátt 8-15 m/s á Vestfjörðum í dag. Minnkandi úrkoma eftir hádegi, mun hægari og dálítil él seinnipartinn. Hiti um frostmark. Norðaustan 10-18 m/s og él, einkum norðantil á morgun og vægt frost. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að nú ganga skil frá lægð á Grænlandssundi yfir landið með suðaustanátt og rigningu eða slyddu og heldur hlýrra lofti en hefur legið yfir landinu undanfarn daga. Suðvestantil er stytt upp í bili, en við taka skúrir eða él þegar líður á morguninn. Annars staðar verður úrkoma af og til í dag, ýmist rigning, slydda eða snjókoma. Þó loftið sé nokkuð hlýrra en undanfarna daga er það þó skammgóður vermir því í kvöld og nótt snýst aftur í fremur kalda norðanátt með snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu og frosti um mest allt land.

Spár gera ráð fyrir norðanátt og svölu veðri næstu daga, en á laugardag og sunnudag er útlit fyrir lægðargang með hvassviðri á köflum og talsverðri úrkomu.

Á Vestfjörðum er víðast nokkur hálka, snjóþekja eða krapi á vefum. Ófært er yfir Dynjandisehiði og Hrafnseyrarheiði.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir