Þriðjudagur 22. apríl 2025
Heim Blogg Síða 2096

Þarf að halda jól fyrir sunnan vegna tvíburafæðingar

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir. Mynd: Vísir / Anton Brink

„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ segir Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði. Rætt er við hana í Fréttablaðinu í dag. Hún þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura sem er von á í byrjun janúar. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu.

Kostnaður við sífelldar suðurferðir hleypur á hundruðum þúsundum króna þegar tekið er tillit til tekjumissis og aðstöðumunur foreldra mikill eftir því hvar á landinu þeir búa. Sjúkratryggingar greiða ekki fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Vantar sjö milljarða í samgönguáætlun

Það er ávallt gleðiefni þegar vegir eru lagfærðir.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlunina sem samþykkt var í fyrra ekki hafa verið í neinu samræmi við fjármálaáætlun sem var samþykkt nokkrum mánuðum síðar. Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun boðaði Sigurður Ingi frekari fjárframlög í samgöngur í þeirri fjármálaáætlun sem nú er í vinnslu.

Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.

Sigurður Ingi viðurkennir að þar með hljómi samgönguáætlunin frá í fyrra eins og marklaust óskaplagg þingsins. Hann bendir á að nú hafi munurinn á samgönguáætlun og fjárheimildum þó minnkað úr 13 milljörðum í rúma 7 milljarða.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Gul viðvörun á Vestfjörðum

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Í gildi er gul viðvörun Veðurstofunnar á Vestfjörðum í dag. Veðurstofan spáir suðvestan 13-18 m/s með þéttum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og jafnvel erfiðum akstursskilyrðum í éljahryðjum. Þetta á sérílagi við á fjallvegum, t.d. á Steingrímsfjarðarheiði og á Gemlufallsheiði.

Í hugleiðingum veðurfræðing segir að vindur verði hægari á morgun en vaxandi suðaustanátt aðfaranótt föstudags, með rigningu á láglendi og hlýnandi veðri. Líkur á talsverðri eða mikilli rigningu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna um kvöldið og styttir upp austantil á landinu.

Útlit er fyrir norðaustanátt um jólin með kólnandi veðri og éljum eða snjókomu norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan heiða.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Þæfingur er norður í Reykjarfjörð.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Ekki spilla jólagleðinni með kæruleysi í eldhúsinu

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar. Hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla er afar mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum. Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni.

Á vef Matvælastofnunar er bent á að sjúkdómsvaldandi bakteríur geta borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti og borist þaðan í önnur matvæli á eldhúsborðinu eða í ísskápnum. Einnig geta þær borist í matvæli frá þeim sem meðhöndlar matvælin og frá þeim búnaði og áhöldum sem eru notuð í eldhúsinu.

Til þess að koma í veg fyrir ofangreint þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Hrátt kjöt og safi úr því skal ekki komast í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu.
  • Þvoum ávexti og grænmeti til að varna því að bakteríur af því berist í matvæli sem eru tilbúin til neyslu.
  • Þvoum hendur áður en hafist er handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti
  • Þrífum skurðarbretti og áhöld strax eftir notkun eða notum sérstök skurðarbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli
  • Skipuleggjum ískápinn vel og höldum honum hreinum til að varna því að krossmengun verði þar
  • Skiptum reglulega um borðtuskur, viskastykki og handþurrkur.
  • Bakteríur fjölga sér mjög hratt við kjöraðstæður. Við 37°C getur ein baktería fjölgað sér í 1000 á 3 tímum og í 1 milljón á 6 tímum. Það er því mikilvægt að geyma og meðhöndla matvæli við það hitastig að komið verði í veg fyrir hraða fjölgun baktería með því að takmarka þann tíma sem viðkvæm matvæli, s.s. reyktur og grafinn fiskur og álegg er á borðum við stofuhita.  Mest hætta er á fjölgun baktería þegar hitastig matvælanna er milli 5 og 60°C.  Nægileg hitameðhöndlun drepur bakteríur og geymsla við kælihitastig (0-4°C)  takmarkar fjölgun þeirra. Ef halda á matvælum heitum skal þeim haldið við 60°C og við kælingu hitaðra matvæla skal gæta þess að þau nái 4°C á 3 tímum.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Botnfiskaflinn jókst um 12 prósent

Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 77.902 tonn sem er 1 prósent meiri afli en í nóvember 2016. Botnfiskaflinn nam rúmum 44 þúsund tonnum og jókst um 12 prósent. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Af botnfisktegundum veiddist sem fyrr mest að þorski eða rúm 26.700 þúsund tonn sem er svipaður afli og í nóvember 2016. Tæp 5.700 tonn veiddust af ufsa sem er ríflega tvöfalt meiri afli en á sama tíma í fyrra. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 31.600 tonnum og samanstóð af síld og kolmunna. Síldaraflinn nam tæpum 24 þúsund tonnum og dróst saman um 25 prósent en rúm 7.700 tonn veiddust af kolmunna sem er nær tvöfalt meira en í nóvember 2016. Afli flatfisktegunda nam 1.350 tonnum og dróst saman um 12 prósent. Skel- og krabbadýraafli jókst hins vegar um 35 prósent, nam 735 tonnum samanborið við 543 tonn í nóvember 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá desember 2016 til nóvember 2017 var 1.166 þúsund tonn sem er 10% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í nóvember metið á föstu verðlagi var 5,4 prósent meira en í nóvember 2016.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Ljósmyndakeppni OV

Orkubú Vestfjarða efndi nýlega til myndaleiks á facebook síðu sinni um vestfirska orku í víðum skilningi. Margar skemmtilegar myndir voru sendar inn til þátttöku og í ljós kom að vestfirsk orka hefur svo sannarlega ýmsar birtingarmyndir. Facebook notendur völdu bestu myndirnar og í fyrsta sæti var mynd tekin af Sif Huld Albertsdóttur af syni hennar og er lýsandi dæmi um vestfirska orku í víðum skilningi. Í öðru og þriðja sæti voru myndir teknar af  Guðrúnu S. Matthíasdóttur og Hlyni St. Þorvaldssyni.

bryndis@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Leita að barnabókahandritum

Ný barnabók eftir Elfar Loga og Marsibil

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2018.

 Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd, miðað við til dæmis grunnstillingu í Word. Skilafrestur er til og með 22. febrúar 2018. Handritið á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar á að fylgja með í lokuðu umslagi.

 Að Íslensku barnabókaverðlaunum standa auk Forlagsins fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar, Barnavinafélagið Sumargjöf og IBBY á Íslandi. Dómnefnd skipuð fulltrúum þessara aðila, auk tveggja nemenda úr 8. bekk, velur sigurhandritið sem kemur út hjá Forlaginu haustið 2018. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna.

 Íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt í rúm 30 ár og undanfarin ár hefur metfjöldi handrita borist.

bryndis@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Flokkum um jólin

Óhófleg neysla hátíðanna gefur af sér mikið magn af sorpi, en merkilega mikið af því er endurvinnanlegt. Allur jólapappír á að fara laus í stóra hólfið í endurvinnslutunnunni með öðrum pappa og fernum. Allt plast, þ.e.a.s. hreinar plastumbúðir, plastfilmur, -brúsar, -pokar, -glös o.fl. fer í litla hólfið.

Málmar, t.d. lok af krukkum, niðursuðudósir, tóm sprittkerti og ál, fara í litla hólfið. Það má hafa það í pokum, en er ekki nauðsynlegt. Rafhlöður má setja í litla hólfið, en hafa verður þær í pokum. Ljósaseríur og sparperur teljast til raftækja og má skila endurgjaldslaust með öðrum slíkum á næstu móttökustöð.

Vinsamlegast athugið að endurvinnsluefni má ekki vera matarsmitað. Svo nefnt sé dæmi þá er smá olía í pizzukassa í lagi, en ekki bitar af áleggi eða kleprar af osti.

Frekari upplýsingar:  www.isafjordur.is ; www.kubbur.is

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Ríkisstjórnin bregst við #metoo

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um stefnu og áætlun félags- og jafnréttismálaráðherra gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi, sem gildir fyrir öll ráðuneyti Stjórnarráðsins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði á ríkisstjórnafundinum til að allir ráðherrar hvetji til kynningar og fræðslu um gildandi stefnu og áætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Forsætisráðherra lagði jafnframt til að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði kannanir á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni, að jafnaði árlega, í hverju ráðuneyti, að unnið verði með niðurstöður þeirra og tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli viðbragða þegar kvartað er undir kynferðislegri áreitni.

Gildandi áætlun var samþykkt innan Stjórnarráðsins sl. vor og var unnin í samræmi við ákvæði reglugerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Stuðst verður við áætlunina í öllum tilvikum þar sem starfsmenn eru grunaðir um að leggja aðra starfsmenn, eða aðra sem áætlunin tekur til, í einelti eða áreita á annan hátt.

Núgildandi jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins kveður jafnframt á um að fræðsla um kynbundna og kynferðislega áreitni, og meðferð slíkra mála, verði þáttur í fræðslu jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna. Haldin verða námskeið í janúar og febrúar fyrir það starfsfólk sem tekur á móti kvörtunum starfsfólks vegna kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni og í framhaldinu verður öllum starfsmönnum Stjórnarráðsins boðið uppá fræðslu um þetta málefni.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Myndarlegur borgarísjaki norður af Vestfjörðum

Mynd­ar­leg­ur borga­rís­jaki sést á gervi­hnatt­ar­mynd sem tek­in var norður af Vestfjörðum í gær­kvöldi. Á korti, sem Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands ger­ir eft­ir mynd frá Geim­vís­inda­stofn­un Evr­ópu, má sjá ís­jak­ann um­lukinn gisn­um haf­ís norður af Vest­fjörðum.

Sam­kvæmt því er fram kem­ur á Facebooksíðu Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóps Há­skóla Íslands er borga­rís­jak­inn tal­inn vera 500 metr­ar að lengd og 200 metr­ar að breidd.

Mjög kaldur sjór hefur að undanförnu streymt austur á bóginn, frá Grænlandssyndi og í átt að Grímsey. Í kalda sjónum á Húnaflóa voru skýr merki um að aðstæður til nýmyndunar hafíss væru fyrir hendi, en sjór þarf að vera orðinn ansi kaldur til að geta frosið, því seltan lækkar frostmarkið. Ef sjór er fullsaltur, þarf hann að ná -1,8°C til að ná að frjósa, á meðan ferskt vatn frýs við 0°C.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir