Fimmtudagur 1. maí 2025
Heim Blogg Síða 2096

Veiðigjöldin verði lækkuð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur ætl­ar að taka veiðigjöld í sjáv­ar­út­vegi til end­ur­skoðunar á ár­inu með það að mark­miði að lækka gjöld­in á lít­il og meðal­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og af­komu­tengja þau.

„Við erum að horfa til litlu og meðal­stóru fyr­ir­tækj­anna sem eru ekki að ráða við þá miklu hækk­un sem varð á veiðigjald­inu 1. sept­em­ber á síðasta ári,“ seg­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, í um­fjöll­un um veiðigjöld­in og áformaða lækk­un þeirra  í Morg­un­blaðinu í dag.

„Sú hækk­un var mjög mik­il, al­veg frá 200 pró­sent­um og yfir 300 pró­senta hækk­un hjá sum­um. Það er far­in af stað vinna í ráðuneyt­inu við að skoða þetta. Sú vinna á að ganga hratt fyr­ir sig.“

Auglýsing
Auglýsing

Myndband um „Gullfossa Stranda“

Þeir Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson hafa gefið út myndband um fagra fossa Árneshrepps. Myndbandið var frumsýnt í dag á listahátíð Sigurrósar, Norður og Niður. Á facebook síðu Tómasar kemur fram að það sé „von þeirra að þeir sem sjá myndbandið geti upplifað stemninguna á þessu ósnortna svæði“.

bryndis@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Órói og angist dýra á gamlárskvöld

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.

Dýraeigendur, sérstaklega þeir sem eiga hunda, ketti og hesta, kannast vel við þann óróa og angist sem dýr þeirra ganga í gegnum á þessum tíma vegna látanna sem fylgir flugeldaskotum. Dæmi eru um að hundar sleppi og hlaupi fyrir bíla eða á fjöll. Hestar úti í haga eru sérlega í hættu. Fjölmörg dæmi eru um að hestar hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið til fjalla eða í veg fyrir bílaumferð, og valdið slysum á sjálfum sér og öðrum. Hestar eru mikil hópdýr svo ef einn hleypur af stað getur allur hópurinn fylgt. Einnig eru margir komnir með hesta á hús á þessum tíma og farnir að stunda útreiðar. Óþarfi er að lýsa því hvað getur gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar.

Matvælastofnun vekur athygli á því að í nýrri reglugerð um skotelda er leyfilegur skottími skemmri en áður. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Mikilvægt er að virða þessi takmörk til að gefa dýraeigendum kost á að viðra dýr sín án hættu á ofsahræðslu vegna flugelda.

Matvælastofnun beinir því til almennings, og sérstaklega foreldra og forráðamanna barna og unglinga, að sýna þá tillitsemi við dýrin og eigendur þeirra að eingöngu stunda flugeldaskot, hvellhettusprengingar og nota ýlur á gamlárskvöld eða á þrettándanum. Það hjálpar dýraeigendum við að grípa til ýmissa fyrirbyggjandi ráðstafana.

Það helsta sem hægt er að gera er eftirfarandi:

  • Hestum sem komnir eru á gjöf í hesthúsum skal gefið vel, hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi.
  • Gott er að gefa hestum vel sem eru á útigangi og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þá. Ef hægt er að setja hesta inn er það öruggast.
  • Eigendur ættu helst að fylgjast með hestunum ef því er komið við, eða alla vega vitja þeirra sem fyrst eftir lætin.
  • Gæludýr: Í þéttbýli er best er að halda köttum alveg inni dagana í kringum áramót og hafa hunda alltaf í taumi þegar þeim er hleypt út, þó það sé bara út í garð.
  • Hunda er best að viðra vel árla dags í birtu svo þeir verði þreyttir um kvöldið og ef þeir eru mjög hræddir þá gjarna viðra fyrir utan bæinn. Svo að kvöldi er mjög snjallt að viðra stutt meðan skaupið er, þá er yfirleitt afar rólegt.
  • Dýr sem sýna mikla hræðslu ber ekki að skilja eftir ein. Misjafnt er hvort hrædd gæludýr vilja félagsskap eigandans eða hvort þau vilji skríða í felur. Ef þeim líður betur í felum skildi maður leyfa þeim það. Allra mikilvægast er að dýrin sleppi ekki út.
  • Gott er að tala rólega en glaðlega við dýrin, til að sannfæra þau um að heimurinn sé ekki að farast. Jafnvel er hægt að gefa þeim smá dýranammi meðan eða strax á eftir hvelli, svo þau tengi þessi læti einhverju jákvæði. Strokur og snerting eiganda róar einnig flest dýr og veitir þeim styrk.
  • Þegar það versta gengur yfir ber að að halda dýrunum inni, gjarna í rými sem þau þekkja, loka og byrgja glugga og hafa tónlist í gangi. Yfirleitt er best að hafa ljósin kveikt, til að draga úr ljósaglömpum. Fyrir hunda er jafnvæl hægt að prófa að nota eyrnartappa, sumir sætta sig við það, aðrir ekki.
  • Ef ofangreint er ekki talið nægjanlegt, þá er gæludýraeigendum ráðlagt að tala við sinn dýralækni vel tímanlega fyrir áramót og fá ráðleggingar. Hægt er að fá lyfseðil fyrir kvíðadempandi lyf og þá er mikilvægt að byrja ekki meðhöndlun of seint þegar dýrið er komið í hræðslukast, en þá er virknin mun takmarkaðri. En varað er við að gefa dýrum nokkur lyf nema í samráði við dýralækni.
  • Þó hundar virðist rólegir skyldi ekki taka hundana með út, hvorki á brennur né til að skjóta flugeldum. Blys og rakettur geta skotist í allar áttir og annað fólk getur stundum verið óútreiknanlegt, þannig að slíkt umhverfi er alls ekki hundavænt. Munið að hundar heyra mun betur en við. Hundur sem verður fyrir mjög slæmri upplifun getur borið skaða af því ævilangt. Einnig þó hundur virðist rólegur getur hann í raun verið ofsahræddur, en bara verið í hálfgerðu lömunarástandi af hræðslu.
  • Ungum dýrum sem eru að upplifa sín fyrstu áramót þarf að sýna sérstaka aðgát. Dagarnir fyrir áramót geta gefið vísbendingu um hvað verða vill.
  • Ef reynslan sýnir að dýr verður ofsahrætt við lætin kringum áramótin er ráðlagt að byrja þjálfun fyrir næsta ár einhverjum mánuðum fyrr. Hljóð af sprengjum og látum er t.d. hægt að finna á YouTube sem er hægt að venja þau við hægt og rólega, og samtímis nota jákvæða styrkingu. Of seint er að byrja slíka þjálfun nokkrum dögum fyrr og getur það gert illt verra.
  • Einnig fæst hjá mörgum dýralæknum róandi lykt ýmist í hálsbandi, eða til að setja í innstungu og er gott að setja slíkt upp ekki seinna en 2 vikum fyrir áramót.
  • Allra mikilvægast er alltaf að dýrin séu í öruggu umhverfi og njóti stuðnings eiganda sinna.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Orkubú Vestfjarða 40 ára

Elías Jónatansson, orkubússtjóri.

Orkubú Vestfjarða tók formlega til starfa þann 1. janúar 1978, en stofnsamningurinn var undirritaður þann 26. ágúst 1977 af vestfirksum sveitarstjórnarmönnum og þáverandi iðnaðarráðherra.  Orkubúið á því 40 ára starfsafmæli þann 1. janúar 2018.  Upphaflega var Orkubúið sameignarfélag og eignarhaldið þannig að sveitarfélögin áttu 60% og ríkið 40%, en eignarhluti sveitarfélaganna skiptist innbyrðis í hlutfalli við íbúatölu.  Sveitarfélögin lögðu inn eignir rafveitna í þeirra eigu ásamt öllum rétti til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns í eigu og sveitarfélaganna, sem stofnfé, en ríkið lagði inn virkjanir og aðrar eignir Rafmagnsveitna ríkisins  á Vestfjörðum á þeim tíma, sem sitt stofnfé.  Orkubú Vestfjarða hf var svo stofnað 1. júní 2001 og var eignarhaldið óbreytt í upphafi, en sveitarfélögin seldu síðar sinn hlut til ríkisins sem á öll hlutabréfin í fyrirtækinu í dag.

Hér verður ekki rakin 40 ára saga Orkubúsins, en tæpt á ýmsum þáttum sem tengjast orkumálum á Vestfjörðum þá og nú.  Starfsmönnum Orkubúsins, bæði núverandi og fyrrverandi, eru færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Orkudreifing
Orkubú Vestfjarða dreifir árlega orku sem nemur um 260 GWst eða fimm sinnum meiri orku en dreift var fyrsta árið sem Orkubúið starfaði.  Eigin framleiðsla Orkubúsins er ríflega 90 GWst af raforku, en 60 til 70 GWst eru keyptar af öðrum framleiðendum innan og utan Vestfjarða.  Auk þess kaupir Orkubúið árlega 80 til 90 GWst af skerðanlegri raforku fyrir rafkyntar hitaveitur á Vestfjörðum.  Markmið Orkubúsins er að auka eigin orkuöflun með frekari virkjunum til að mæta þörfinni sem er til staðar á Vestfjörðum auk þess sem markmiðið er að auka vinnslu jarðhita til húshitunar.

Rafkyntar hitaveitur (fjarvarmaveitur)
Á undanförnum 40 árum hafa náðst ýmsir mikilvægir sigrar í orkumálum Vestfirðinga og stundum hafa menn farið ótroðnar slóðir.  Sem dæmi um það má nefna að fyrsta rafkynta hitaveitan á Íslandi var byggð af Orkubúi Vestfjarða.  Rafkyntar hitaveitur Orkubúsins (fjarvarmaveitur) eru 6 að tölu.  Hagkvæmni rafkyntra hitaveitna byggir á aðgengi að raforku á hagstæðu verði fyrir rafskautakatla veitnanna.  Rekstrarlega var það á sínum tíma hagkvæmt að byggja upp miðlægar orkustöðvar vegna þess að þá var hægt að byggja varaafl upp með olíukötlum í stað þess að þurfa að byggja upp dísil-rafstöðvar til raforkuframleiðslu, sem hefði verið margfalt dýrara.  Beinni kyndingu með olíukötlum var á skömmum tíma nánast útrýmt á Vestfjörðum í kjölfar uppbyggingar Orkubúsins.  Öllum ber saman um það í dag að kynding húsa með jarðvarama sé afar skynsamlegur kostur og í lang flestum tilfellum er hann einnig sá hagkvæmasti.  Það hefur ekki gengið að finna jarðhita í virkjanlegu formi í stærstu þéttbýliskjörnunum á Vestfjörðum ennþá, en full ástæða er til að kanna þann valkost betur, enda benda rannsóknir til þess að jarðhiti sé til staðar.

Með hækkandi raforkuverði er tímabært að hugað sé að því hvernig áfram sé hægt að tryggja hagkvæman rekstur fjarvarmaveitnanna.  Tveir valkostir koma helst til greina.  Annarsvegar er það rekstur miðlægra varmadælna í stað núverandi rafkatla en hinsvegar að finna leiðir til að nýta jarðvarma á veiturnar þar sem þess er nokkur kostur.  Blönduð leið gæti svo verið að nýta jarðvarma sem finnst í einhverjum mæli, en hefur ekki nægilega hátt hitastig.  Þá yrði volgt vatn nýtt á varmadælu sem skilaði síðan út nægilega heitu vatni fyrir hitaveitu.  Reikna má með að hagkvæmni slíkra kerfa gæti verið talsverð þótt hún væri ekki á pari við fullgilda jarðvarmaveitu.  Borun eftir heitu vatni er alltaf áhættusöm, en auðvelt er að sýna fram á þjóðhagslegan ávinning af því að geta nýtt jarðhita í stað raforku.

Orkuöryggi – öflun orku
Tenging raforkukerfisins á Vestfjörðum við landskerfið með Vesturlínu úr Hrútatungu í Mjólká um
160 km leið, var stórvirki á sínum tíma (1980), en hún leysti þá af hólmi dísilrafstöðvar sem reknar voru af Orkubúi Vestfjarða og gaf um leið möguleika á húshitun með rafmagni.  Vesturlína var gríðalega mikilvæg fyrir Vestfirði þá eins og nú.  Línan fer hinsvegar um eitt erfiðasta veðursvæði landsins og veldur það iðulega rafmagnstruflunum.  Hún svarar því ekki kröfum nútímans, ein og sér, hvað rekstraröryggi varðar og því er raunin sú að allt forgangsafl á Vestfjörðum er í dag baktryggt með varaafli í eigu Orkubús Vestfjarða og Landsnets, til að tryggja orkuöryggið.  Tvöföldun Vesturlínu með sambærilegri línu sem á sínum kostaði yfir 5 milljarða á núvirði mundi að líkindum ekki gefa nægilegt öryggi þar sem línan færi væntanlega um sama veðursvæði og núverandi lína.  Valkosturinn væri þá að byggja línu sem væri mun öflugri og kostaði þar af leiðandi mun meira.  Landsnet hefur metið að tvöföldun á Vesturlínu gæti kostað á bilinu 6 til 10 milljarða.  Augljósasti kosturinn í stöðunni og örugglega sá lang hagkvæmasti er að byggja upp orkuframleiðslu á svæðinu með virkjun vatnsafls sem tengt yrði notendum með öruggri tengingu.

Til að setja hlutina í samhengi þá mætti hæglega byggja virkjun eða virkjanir af stærðargráðunni 15 til 20 MW fyrir jafn mikla fjármuni, en „spara í staðinn“ tvöföldun Vesturlínu.  Þann „sparnað“ mætti svo nota í aðra uppbyggingu flutningskerfisins sem væri tekjumyndandi.  Eitt dæmi um slíka framkvæmd væri nýr tengipunktur í Ísafjarðardjúpi.  Virkjanir skila virkjunaraðilum tekjum til að standa undir fjárfestingu virkjunar.  Nýr tengipunktur skilar Landsneti tekjum til að standa undir fjárfestingu fyrirtækisins, en tvöföldun Vesturlínu skilar hinsvegar engum  tekjum til Landsnets.  Stærri virkjun en 15 til 20 MW mundi svo enn auka orkuöryggið, sérstaklega gagnvart nýjum atvinnutækifærum sem krefjast orku.

Aflþörf ræðst af hámarksnotkun
Undanfarin misseri hefur mikil umræða átt sér stað um raforkumál á Vestfjörðum.  Það flækir óneitanlega umræðuna að ábyrgð á flutningi raforku inn á Vestfirði hvílir á herðum Landsnets sem hefur sérleyfi á flutningi raforku á meðan dreifingin er í höndum Orkubús Vestfjarða.  Í nóvember sl. voru afltoppar (inn)fluttrar raforku um Vesturlínu nálægt 34 MW, þar af voru afltoppar (hámarksnotkun) forgangsorku nálægt 20 MW.  Á sama tíma var einnig verið að nýta afl virkjana á Vestfjörðum til framleiðslu forgangsorku sem nam ríflega 10 MW.  Bilun á Vestfjarðalínu hefði þá þýtt að keyra þyrfti 20 MW af varaafli, 10 MW í eigu Landsnets og 10 MW í eigu Orkubúsins.  Auk þess hefðu olíukatlar verið ræstir til að mæta 14 MW orkuþörf fjarvarmaveitna fyrir húshitun.

Þrátt fyrir allt þá er orkuöryggið á Vestfjörðum í dag gjörólíkt því sem áður var, ekki síst með tilkomu varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík og eflingu og endurbótum á varaaflsstöðvum Orkubús Vestfjarða.  Þá hafa jarðstrengir tekið við af línum víða í dreifbýlinu.  Þótt litlum virkjunum sé að fjölga á Vestfjörðum þá eru þær yfirleitt með minni framleiðslu á þeim árstíma sem aflþörfin er mest, enda í flestum tilfellum svokallaðar rennslisvirkjanir sem ekki geta geymt vatnsforða.

Til að tryggja það þjónustustig sem nú er, þarf að óbreyttu  að byggja upp varaafl fyrir nýja forgangsorkunotendur á Vestfjörðum.  Það er augljóst að það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að þurfa alltaf að byggja upp jafnmikið varaafl og forgangsorku í stað þess að vera með tiltækt afl í virkjun innan Vestfjarða sem hægt er að grípa til.  Rétt er að hafa í huga að til þess að virkjanir á Vestfjörðum geti virkað sem „varaafl“ við bilun, t.d. á Vesturlínu, þá er nauðsynlegt að alla jafnan sé útflæði á orku frá Vestfjörðum.

Jarðhitaleit
Venjulega má reikna með að orka sem þarf til að hita heimilið sé nálægt sexföld sú orka sem þarf til ljósa og annarar raforkunotkunar þess.  Þegar gerður er samanburður á heildar orkukostnaði heimila verður því verðið á orkueiningu til hitunar afgerandi.  Þar sem raforka er mun dýrari orkumiðill en jarðvarmi þá er hún engan veginn samkeppnisfær þegar kemur að húshitun.  Þess vegna hafa stjórnvöld farið þá leið að jafna húshitunarkostnað í landinu með því að greiða niður flutning og dreifingu raforku til húshitunar og jafna þannig að hluta lífskjör þeirra sem búa við jarðvarma og hinna sem búa á svokölluðum köldum svæðum.  Stefna stjórnvalda og fjárveitingar til niðurgreiðslu ráða þannig miklu um það hvernig samkeppnisfærni eins landsvæðis er gagnvart öðrum svæðum hvað búsetu varðar, en rétt er að taka fram að fyrirtæki og stofnanir njóta ekki niðurgreiðslna að öðru leyti en sem nemur  svokölluðu dreifbýlisframlagi.  Það er auðvitað pólitískt viðfangsefni að bregðast við því að sífellt færri neytendur á Vestfjörðum og víðar á landsbyggðinni standa á bakvið flutnings- og dreifikerfi sem sífellt þarf að efla til að það standist nútímakröfur.  Sá tónn sem sleginn er í nýjum stjórnarsáttmála varðandi uppbyggingu innviða hlýtur því að vera sérstakt fagnaðarefni.

Framtíðarsýn
Það er brýnt að hrinda strax í framkvæmd þeirri hringtengingu á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða sem gert er ráð fyrir í drögum að kerfisáætlun Landsnets 2016 – 2025.  Þá þarf einnig að tryggja að orkan úr nýjum virkjunum á Vestfjörðum komist inn á þann hring með öruggum hætti.  Með því að orkuframleiðsla úr aflstöðvum og varaaflsstöðvum sé tengd inn á hring sem notendur eru einnig tengdir inn á, dregur  mjög úr líkum á straumleysi þótt bilun verði í einni einingu, t.d.  flutningslínu, á svæðinu.  Nýr tengipunktur í Ísafjarðardjúpi skiptir einnig sköpum hvað varðar nýtingu orkuauðlinda Vestfjarða eins og flestum mun nú vera kunnugt og því er nauðsynlegt að eyða allri óvissu varðandi þá framkvæmd sem fyrst.

Hagsmunir Orkubús Vestfjarða eru samofnir hagsmunum íbúanna á svæðinu.  Uppbygging atvinnufyrirtækjanna á svæðinu sem er í farvatninu krefst aukinnar orku og hefur Orkubúið þegar hafið vinnu við að bregðast við þeirri þörf með eflingu dreifikerfisins, en einnig eru nokkrir virkjanakostir til skoðunar.  Fólksfjölgun sem gera má ráð fyrir að fylgi í kjölfarið á uppbyggingu atvinnulífsins mun þýða aukna spurn eftir orku.

Orkubú Vestfjarða lítur á það sem hlutverk sitt að þjónusta heimili og fyrirtæki með framleiðslu og dreifingu á raforku og jarðvarma og nýtingu annarra umhverfisvænna orkugjafa á Vestfjörðum.   Það er markmið Orkubúsins að vinna áfram með íbúum og atvinnufyrirtækjum að uppbyggingu Vestfjarða með frekari orkuöflun og uppbyggingu raforkukerfisins.

Orkubú Vestfjarða þakkar viðskiptavinum sínum farsælt samstarf í 40 ár.


Elías Jónatansson, orkubússtjóri

 

Auglýsing
Auglýsing

Fimm ára á sundnámskeiði

Í desember luku nokkur fimm ára börn sundnámskeiði sem endaði svo með fallegri sýningu fyrir foreldra og aðra aðdáendur. Að sögn Margrétar Eyjólfsdóttur þjálfara stóðu þau sig mjög vel og fengu verðskulduð verðlaun fyrir frammistöðuna.

Auglýsing
Auglýsing

Segja biskup sæta einelti

Tveir fyrrverandi Alþingismenn hér vestra, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, sæti einelti vegna umræðu um launakjör hennar og nýfallinn úrskurð Kjararáðs.

Kristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni.

Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið.

„Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót

Ásmundur Einar Daðason

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. Þetta er nýmæli en uppbótin er sambærileg þeirri sem greidd er lífeyrisþegum og atvinnuleitendum.

Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2017 samkvæmt lögum þar að lútandi rétt á desemberuppbót. Uppbótin er hlutfallsleg þannig að foreldri sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu samkvæmt lögunum alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót, þ.e. 53.123 kr.

Foreldri sem hefur fengið greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2017 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót í samræmi við þann tíma sem foreldrið hefur fengið greiðslur á árinu samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Tryggingastofnun ríkisins annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni og verður hún greidd út eigi síðar en 18. janúar næstkomandi.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Ingólfur og Skaginn 3X hljóta viðskiptaverðlaun

Ingólfur Árnason við höfuðstöðvar fyrirtækisins á Akranesi. Ljósm. Viðskiptablaðið.

Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X tók í gær við viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem afhenti Ingólfi verðlaunin. Í rökstuðningi Viðskiptablaðsins segir m.a.: „Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X er að umbylta matvælaiðnaði, sérstaklega í sjávarútvegi, með nýjum og framsæknum lausnum. Fyrirtækið sérhæfir sig í kæli- og vinnslutækni og framleiðir í dag íslaus kælikerfi, alsjálfvirk lestarkerfi fyrir fiskveiðiskip og verksmiðjur fyrir vinnslu á uppsjávarfiski. Þó Skaginn 3X sé tiltölulega nýtt nafn í hugum margra þá stendur það á gömlum merg. Skaginn 3X er sameiginlegt vörumerki þriggja systurfyrirtækja; Skagans hf., Þorgeirs & Ellerts hf. og 3X Technology ehf.“

Fyrirtækið Skaginn 3X hefur vaxið hratt síðustu misseri og ár. Starfsmannafjöldinn hefur margfaldast og velta Skagans hf., eins dótturfélaganna þriggja, nam 4,3 milljörðum króna árið 2016, sem var 42% aukning frá árinu 2015. Vöxtur fyrirtækisins endurspeglast ágætlega í því að fyrir skömmu undirritaði Skaginn 3X um fimm milljarða króna samning við færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic um byggingu uppsjávarverksmiðju á Suðurey í Færeyjum. Verksmiðja sú mun geta afkastað 1300 tonnum af unni og pakkaðri vöru á sólarhring.

Sjálfur segir Ingólfur Árnason að nú séu að verða kaflaskil hjá fyrirtækinu. Búið sé að þróa einstakar vörur og nú þurfi að nýta tækifærið til fullnustu. „Við erum komin með vörur sem við teljum alveg einstakar og jafnframt teljum við að þær eigi gríðarlega mikið inni á markaðnum. Það er ástæðan fyrir því að við höfum verið að stækka mjög hratt síðustu misseri. Það er til þess að geta nýtt þau tækifæri sem ég held að okkar nýja tækni muni veita okkur. Ég trúi því að næstu tvö ár verði mjög viðburðarík hjá Skaganum 3X. Heimurinn er opinn fyrir okkar tækni,“ segir Ingólfur Árnason. Nánar er rætt við Ingólf í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Níu ára og með viðbrögðin á tæru

Slökkviliðið í Bolungarvík var kallað til í morgun vegna reyks í heimahúsi. Enginn eldur var í húsinu en nauðsynlegt reyndist að reykræsta húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var níu ára heimilismaður að elda sér pizzu og eitthvað fór úrskeiðis við eldamennskuna hjá snáða. Hann brást hárrétt við að sögn slökkviliðsmanns í Bolungarvík, hringdi á slökkviliðið og lét nákvæmlega vita hvað hafði gerst og hvar hann væri, kom sér út og beið svo úti í myrkrinu með vasaljós þegar slökkviliðsmenn bar að garði.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Útlit fyrir skaplegt skotveður

Það verður norðaustlæg eða breytileg átt á Vestfjörðum í dag, 5 til 10 m/s og stöku él. Lengst af léttskýjað á morgun og hvessir annað kvöld. Frost 3 til 9 stig.

Það verður norðaustanátt á landinu á gamlársdag, 5 til 13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjart sunnan heiða. Lægir víðast er líður á daginn. Frost 2 til 10 stig.

Á nýársdag er spáð norðan og norðaustan 5-10 m/s norðantil, annars hægari austlæg átt lengst af. Stöku él um landið norðanvert, en léttskýjað sunnantil. Áfram frost víðast hvar, en frostlaust yfir daginn allra syðst á landinu.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir