Mánudagur 16. september 2024
Síða 188

Kraftur – selur armbönd til styrktar ungi fólki með krabbamein

Frá samkomunni í Hörpu í gær. Mynd: aðsend.

Í gær stóð Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fyrir fjáröflunar- og vitundarvakningu í Hörpunni í Reykjavík. Á annað þúsund  manns komu saman og perluðu ný armbönd sem nefnast Lífið er núna.

„Öll Lífið er núna armböndin eru perluð af sjálfboðaliðum og það tókst frábærlega vel til í Hörpu það var algjörlega metþátttaka og samkenndin á svæðinu var einstök. Við náðum að perla 3581 armbönd en við verðum einnig með viðburði á Akureyri, Neskaupstað, Höfn og víðar á meðan á átakinu okkar stendur en því lýkur 12. febrúar. Hægt verður að nálgast upplýsingar um aðra perluviðburði inn á vefnum okkar www.lifidernuna.is og auðvitað kaupa armbandið sem er ein helsta fjáröflun Krafts,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn.

Arnar Sveinn Geirsson, varaformaður Krafts, gaf líka Hildi og Ágústu HIlmarsdætrum einum af stofnendum Krafts sérstakt viðhafnararmband í tilefni þess að Kraftur fagnar í ár 25 ára afmæli. Móðir Arnar Sveins var ein af þeim sem kom að stofnun Krafts ásamt systrunum og því var þetta alveg einstakt augnablik en hún lést úr krabbameini þegar Arnar var einungis 11 ára. 

þegar Arnar var einungis 11 ára.  Yfirskrift fjáröflunarátaks og vitundarvakningu Krafts í ár er Vertu perla – Berðu Lífið er núna armbandið og vísar það til þess að með því að bera armbandið sé fólk að sýna stuðning með ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á ári hverju.

Ísafjarðarbær: samþykkti skil á olíulóð

Ísafjarðarbær hefur samþykkt skil á lóð við Mjósund í samræmi við tillögu Olíudreifingar. Áhugi er á lóðinni og byggja íbúðir á henni. Vill Ísafjarðarbær því taka við lóðinni. Áður voru olíutankar þarna en þeir voru fluttir fyrir um áratug út á Mávagarð.

Þá kom í ljós við úttekt mengun í jarðveginum og var ákveðið að meðhöndla hana á staðnum , lofta jarðveginn með öndunarrörum og nýta sjávarföll til þess að auka loftskipti.

Í mars 2021 var ástandið kannað og kom þá í ljós að jarðvegurinn var að mestu niðurbrotinn miðað viðkröfur sem gerðar eru til iðnaðarlóða, en á norðausturhluta lóðarinnar var áberandi bensínlykt úr sandlagi sem er á um metersdýpi. Var því beðið með skil á lóðinni. Í nóvember á síðasta ári var gerð önnur athugun og reyndist mengun ekki komin niður fyrir mörk. Virðist ekki vera nægjanleg tilfærsla súrefnis að þessari mengun.

Olíudreifing lagði þá til að sveitarfélagið myndi taka við lóðinni og gæti endurúthlutaða henni en félagið myndi kosta aðgerðir sem þyrfti að ráðast í til að fjarlægja og meðhöndla mengaðan jarðveg. Hefur það orðið niðurstaðan.

Vestri: Vestfirðingarnir snúa heim

Knattspyrnudeild Vestra býr sig af kappi undir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í gær var tilkynnt um að samningar hefðu náðst við Fylki í Reykjavík um Bolvíkinginn Pétur Bjarnason. Pétur er sóknarmaður og spilaði á síðasta ári með Fylki í efstu deildinni, en hafði áður leikið í mörg ár hér fyrir vestan og á að baki 211 leiki og 76 mörk fyrir Vestra og fyrirrennara þess BÍ/Bolungarvík. Mun Pétur Bjarnason leika með Vestra.

Fyrir áramótin var sóknarmaðurinn Andri Rúna Bjarnason kynntur sem leikmaður Vestra, en hann er sem kunnugt er einnig Bolvíkingur og lék um árabil með BÍ/Bolungavík áður en hann flutti sig í efstu deildina og lék þar um árabil og fór svo út í atvinnumennsku. Síðasta leiktímabil lék hann með Val í Reykjavík.

Þriðji heimamaðurinn er varnarmaðurinn Friðrik Þórir Hjaltason. Hann er snúinn heim og hefur skrifað undir samning við félagið út árið 2025 eftir árs dvöl í Reykjavík. Friðrik er fæddur 1998, er uppalinn hjá félaginu og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2014. Friðrik á að baki 125 leiki fyrir Vestra og fyrirrennara þess BÍ/Bolungarvík í öllum keppnum.

Gettur betur: M.Í. áfram í keppninni

Á föstudaginn vann lið Menntaskólans á Ísafirði Framhaldsskólann á Laugum í annarri umferð keppninnar. Fékk M.Í. 18 stig en Laugar 7 stig.  Það þýðir að MÍ er kominn áfram í næstu umferð sem fer fram í sjónvarpi. Er það í 3. skipti sem skólinn nær svo langt að keppa í sjónvarpi. 

Lið M.Í skipa Daði Hrafn, Mariann, Saga Líf, Signý og þjálfararnir Einar Geir og Jón Karl.

Ísafjarðarbær: Starfshópur um málefni leikskóla

Leikskólinn Sólborg. Mynd: Ísafjarðarbær.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í desember að skipa starfshóp um skipulag og starfsumhverfi í
leikskólum í Ísafjarðarbæ. Tilefnið er að miklar breytingar hafa átt sér stað í starfsumhverfi leikskóla með
tilkomu nýrra kjarasamninga, styttingu vinnuvikunnar og með inntöku barna niður í 12 mánaða aldur. Það er mat leikskólastjórnenda að álag á starfsmenn hafi aukist og að veikindi eru tíðari þar en á öðrum stofnunum sveitarfélagsins og erfitt að ráða nýtt fólk til starfa á haustin.

Megin hlutverk starfshóps er að:
* greina núverandi stöðu leikskólastarfs m.t.t. gæða faglegs starfs, starfsánægju og stöðugleika í starfsumhverfi bæði barna og starfsfólks.
* skoða nýtingu leikskólaplássa og meta mögulegar leiðir til breytinga á núverandi skipulagi leikskólastarfs.
* greina íbúafjölda með tilliti til fjölgunar barna frá 12 mánaða í Ísafjarðarbæ næstu fimm árin með tilliti til núverandi innviða.

* útfæra og sammælast um tillögur sem lagðar verða fyrir fræðslunefnd og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Alls eru 7 í starfshópnum og í síðustu viku voru Tara Óðinsdóttir og Kristrún Halla Gylfadóttir kosnar sem fulltrúar foreldra.

Aðrir í starfshópnum eru:

Finney Rakel Árnadóttir, bæjarfulltrúi,
Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi,
Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjórnandi,
Hildur Sólmundsdóttir, leikskólakennari,
Sigríður Brynja Friðriksdóttir, fulltrúi ófaglærðra starfsmanna.

Samstarfshópurinn skal ljúka störfum fyrir lok maí 2024.

Ísafjarðarbær: fagnar frv. um lagareldi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri segir í umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um lagareldi, sem hefur verið í kynningu á samráðsgátt stjórnvalda, að sveitarfélagið fagni frumvarpinu og þakki fyrir samráð við undirbúning þess. Mikilvægt sé að frumvarpið verði sem fyrst að lögum en það byggi undir sterkari stoðir fyrir fiskeldið og skýrari ramma utan um lagareldið.

Vel hafi verið staðið að vinnu við frumvarpið og er vísað til skýrslna frá Ríkisendurskoðun og Boston Consulting Group.

Lögð er áhersla á að störf tengd rannsóknum, eftirliti og menntun verði í nærumhverfi greinarinnar. Nýjum samfélagssjóði fiskeldis er fagnað en hann hefur það hlutverk að styrkja sjókvíaeldisbyggðir en minnt á sjónarmið sveitarfélaga um að úthlutað verði beint til sveitarfélaga og segir í umsögninni að komið sé til móts við það sjónarmið í frumvarpinu. Sveitarfélög á Vestfjörðum hafi hins vegar farið fram á að allt að 80% af fiskeldsgjaldi renni beint til sjókvíaeldissveitarfélaga í stað 30%.

Þá segir að skoða þurfi betur reglugerðarákvæði frumvarpsdraganna sem séu fjölmörg og óljós.

Patreksfjörður: nýtt einbýlishús á Urðargötu

Patreksfjörður. Horft yfir Mýrar og fær Urðarveg.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að taka til meðferðar áform um að sameina lóðirnar að Urðargötu 21a og 21b og umsókn um að reisa 180 m2 einbýlishús á sameinuðu lóðinni og að nýttur verði vatnstankur sem stendur á annarri lóðinni fyrir kjallara.

Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum að Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.

Afstöðumynd af fyrirhugðu einbýlishúsi að Urðargötu 21.

Afstöðumynd sýnir Urðargötu fyrir ofan Vatneyri.

Sundahöfn: dýpkun hefist í mar/apríl

Álfsnesið.

Vegagerðin segir í svari við fyrirspurn við fyrirspurn Bæjarins besta um dýpkun Sundahafnar að reiknað sé með að farið verði í dýpkunarframkvæmdir í lok mars eða byrjun apríl eða um leið og Álfsnesið losnar úr Landeyjahöfn.

Dýpkun átti að vera lokið í fyrra og fram kemur hjá Ísafjarðarhöfn að tafir á dýpkuninni hafi kostað höfnina um 150 m.kr. í töpuðum tekjum og að gert er ráð fyrir svipuðu tapi í ár.

Vegagerðin hefur ítrekað kallað dýpkunarskipið úr verkinu til þess að vinna að dýpkun í Landeyjarhöfn. Nú síðast skömmu fyrir jól. Um árangur þess segir Vegagerðin:

„Álfsnesið vinnur að dýpkun Landeyjahafnar og gengur vel miðað við aðstæður sem hafa reyndar ekki verið mjög hagstæðar að undanförnu.“

ekkert hægt að segja um tekjumissi

Vegagerðin var spurð að því hvort hún myndi greiða Ísafjarðarhöfn bætur vegna tekjutapsins.

Vegagerðin segir í svari sínu að síðastliðið sumar hafi verið samið við Björgun um að ljúka ákveðinni dýpkun á þeim tíma.

„Hins vegar var losunarstaður og heimild til losunar ekki frágengin í tæka tíð og m.a. af þeim sökum var ekki hægt að ljúka verkinu. Bryggjan, þekja og rafmagn var ekki tilbúið síðasta sumar og ekkert hægt að segja um meintan tekjumissi hafnarinnar.“

Háafell: leyserbúnaður fjarlægir laxalús

Háafell hefur fjárfest í nýjum Stingray leyser búnaði gegn laxalús.

Það er norska hátæknifyrirtækið Stingray Marine Solutions AS sem hefur þróað tækni sem byggir á myndgreiningartækni og notast við gervigreind til að fjarlægja lýs af laxi í sjókvíaeldi með leysergeislum. Háafell segir frá því í gær að í dag séu yfir 1000 slík leysertæki í notkun í Noregi sem skjóta lýs af laxi með mjög lofandi árangri.

Auk þess að fjarlægja lýs af laxi býr búnaðurinn yfir myndgreiningartækni við talningu á lús, hugbúnað til þyngdarmælinga og mælinga ýmissa fleiri lífræðilegra þátta án inngripa fyrir fiskinn.

Starfsmenn Háafells hafa í nokkur misseri fylgst með tækninni og heimsóttu í desember síðastliðnum eldisfyrirtæki í N-Noregi sem nota framangreind leysertæki þar sem umhverfisaðstæður eru tiltölulegar líkar því sem Háafell vinnur við. Í framhaldinu gerði fyrirtækið samning við Stingray á fyrstu tækjunum sem væntanleg eru hingað til lands síðla vors.

Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells: „Við erum mjög ánægð með að hafa náð samkomulagi við Stingray og stolt að vera fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess að taka þessa snjöllu lausn í notkun sem við bindum miklar vonir við. Um er að ræða umhverfisvæna leið til þess að berjast við lúsina og er sömuleiðis fyrirbyggjandi aðgerð sem er mjög í takt við grunnstefnu Háafells um að ganga vel um Djúpið og tryggja sem besta velferð laxins.“

John Arne Breivik, framkvæmdastjóri Stingray: „Við í Stingray höfum hrifist af sýn og metnaði Háafells í velferðar- og umhverfis málum sem rýmar vel við stefnu okkur um að hjálpa eldisfyrirtækjum á Íslandi á sjálfbæran hátt. Ég er sannfærður um að okkar tækni muni geta styrkt íslenskt fiskeldi sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu í sínum hreinu fjörðum til framtíðar með aukna velferð eldisfisksins að leiðarljósi.“

Reiknað er með að fyrsta sendingin af leyserum verði komin til landsins í vor og verða þeir þá strax settir út í Kofradýpi í Ísafjarðardjúpi.

Myndir af leysertækinu. Mynd:Háafell.

Páll Helgi ÍS 142

Páll Helgi ÍS 142 ex Rósa HU 294. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Þegar myndin er tekin er skipið í hringferð um landið með þýska listmálarann Peter Lange

Páll Helgi er smíðaður hjá Básum hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Rósa HU 294.

Í 1. tbl. Ægis 1978 sagði m.a svo frá:

19. nóvember s.l. afhenti Básar h. f. í Hafnarfirði 29 rúmlesta eikarfiskiskip, sem hlaut nafnið Rósa HU-294 og er smíði nr. 5 hjá stöðinni.

Rósa HU-294 er lítið eitt stærri en næsta nýsmíði stöðvðarinnar á undan, sem var Aldan RE-327, en svipað að byggingarlagi.

Eigendur skipsins eru Friðrik Friðriksson, sem jafnfram er skipstjóri, og Sigurður B. Karlsson, Hvammstanga.

Rósa HU 294 var seld til Bolungarvíkur í lok árs 1978 og fékk nafnið Páll Helgi ÍS 142. Eigendur Guðmundur Rósmundsson og Benedikt, Páll og Hólmsteinn Guðmundssynir. Frá árinu 2000 er skráður eigandi Páll Helgi ehf. í Bolungarvík.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

Nýjustu fréttir