Nemendamyndin Horfin eða Gone vann 200.000 króna grasrótarverðlaun á PIFF kvikmyndahátíðinni sem lauk með verðlaunafhendingu á Dokkunni á Ísafirði á sunnudaginn. Egill Nielsen leikstýrði henni en Tómas Vilhelm Hafliðason vann einnig verðlaun fyrir kvikmyndatöku í sömu mynd. Adrian Apanel vann verðlaun fyrir bestu kvikmynd í fullri lengd fyrir Horror Story sem fjallar um nýútskrifaðan mann í starfsleit sem leigir íbúð með afar kostulegum herbergisfélögum.
Þá vann Megas – Afsakið meðanað ég æli verðlaun bæði sem besta heimildamyndin og besta íslenska myndin.
Fullt hús var á verðlaunaafhendingunni og mikil ánægja var með fjórðu Pigeon International Film Festival sem stóð yfir í fjóra daga. „Hátíðin er einstakt tækifæri til að heiðra þá sem hafa helgað sig kvikmyndalistinni og sýna hvernig þetta listform sameinar okkur, fer yfir landamæri og tungumál,“ sagði Thelma Hjaltadóttir, kynnir kvöldsins í ræðu sinni. „Við erum stolt af því að hafa skapað vettvang þar sem kvikmyndagerðarmenn alls staðar að úr heiminum koma saman til að deila verkum sínum og innblæstri.“
Vinningshafar PIFF 2024
Barnakvikmyndir
Besta myndin: The Strange Case Of The Human Cannonball
Heimildarmyndir
Besta kvikmyndataka: Filip Drożdż – Pianoforte
Besta leikstjórn: Jakub Piatek – Pianoforte
Besta heimildarmyndin: Megas / Afsakið mig á meðan ég æli
Besta leikstjórn: Jay Marks – A Walk in the Park
Besta teiknaða stuttmyndin: Dog – Apartment
Stuttmyndir
Besta handrit: Atefeh Salehi – Mirage
Besti aukaleikur: Tatia Tatarashvili – Vasomotor Rhinitis
Besti aðalleikur: Justyna Wasilewska – Newborn
Besta kvikmyndataka: Hamed Baghaeiyan – Mirage
Besta leikstjórn: Mohammad Dehbashi – Sweet Nightmare
Besta stuttmyndin: Sweet Nightmare
Íslenskar kvikmyndir
Besti leikur: Þórunn Erna Clausen
Besta kvikmyndataka: Tómas Vilhelm Hafliðason – Horfin
Besta leikstjórn: Andri Freyr Gilbertsson – New Life
Besta nemendamyndin: Horfin
Besta myndin: Megas / Afsakið mig á meðan ég æli
Besta handritið: Reese Eveneshen & Avi Federgreen – Home Free
Besti aukaleikur: Jói G. Jóhannsson – Aftergames
Besti leikur í aðalhlutverki: Vivian Ólafsdóttir – Aftergames
Besta kvikmyndataka: Marek Warszewski – Doppelgänger
Besta leikstjórn: Adrian Apanel – Horror Story
Besti myndin: Horror Story
Heiðursverðlaun
Sérstök tungumálaverndarverðlaun: An Taibhse
Sérstök verðlaun fyrir metnað nemenda: Huldufólk – Huldufólk – A Hidden World