Sunnudagur 20. apríl 2025
Heim Blogg Síða 12

Hver verður bæjarlistamaður Vesturbyggðar 2025

Óskað er eftir tilnefn­ingum til bæjarlista­manns Vest­ur­byggðar árið 2025. Frestur til að senda inn tillögu er til mánu­dagsins 5. maí næst­kom­andi.

Viðurkenningin verður afhent þann 17. júní næstkomandi. Henni er ætlað að koma verkum bæjarlistamannsins á framfæri og upphefja hans góðu störf í þágu listarinnar í bæjarfélaginu.

Sú fyrsta sem fékk viðurkenninguna var Rannveigu Haraldsdóttur árið 2021, síðan Signýju Sverrisdóttur árið 2022, Guðnýju Gígju Skjaldardóttur árið 2023, og síðast Birtu Ósmann Þórhallsdóttur árið 2024 en það var í fyrsta skipti sem verðlaunin voru veitt í sameinuðu sveitarfélagi.

Tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, til dæmis hannyrðum, myndlist, útskurði, ritlist, leiklist, tónlist eða öðru. Tilnefningum má gjarnan fylgja rökstuðningur og upplýsingar um störf listamannsins en ekki er gerð krafa um slíkt.

Sérstök valnefnd mun velja hver hlýtur viðurkenninguna. Hún mun hafa innsendar tillögur til hliðsjónar við valið en er heimilt að veita viðurkenninguna listamanni sem var ekki tilnefndur.

Auglýsing

Meðalævilengd jókst á milli ára

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár árið 2024 og meðalævilengd kvenna 84,3 ár en meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans.

Frá árinu 1990 hafa karlar bætt við sig rúmlega fimm árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla jókst um 0,2 ár frá árinu 2023 á meðan hún jókst nokkru meira hjá konum eða um 0,5 á milli áranna 2023 og 2024.

Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi
Árið 2024 létust 2.610 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð í stað á milli ára.

Árið 2024 mældist ungbarnadauði á Íslandi 1,4 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023 og lækkun um 0,6 samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023). Þegar horft er á tíu ára tímabil (2014–2023) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði einungis fátíðari en hér á landi í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Eistlandi og Noregi, 2,2 í Svíþjóð og 2,5 í Tékklandi og Svartfjallalandi. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,9 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2014-2023 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Auglýsing

Fyrirtækjakönnun landshlutanna stendur yfir

Nú stendur yfir fyrirtækjakönnun landshlutanna sem gerð er reglulega í samstarfi landshlutasamtakanna og hefur Vestfjarðastofa umsjón með framkvæmdinni á Vestfjörðum.

Könnunin er gerð meðal fyrirtækja á öllu landinu og gefur hún mikilvægar upplýsingar um stöðu atvinnulífsins.

Niðurstöðurnar gefa góðar vísbendingar sem nýtast við þróun atvinnu á svæðinu og eru fyrirtæki því hvött til þess að taka þátt. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem hafa fólk í vinnu.

Afstaða og skoðanir hvers og eins skipta máli. Það tekur þátttakendur aðeins 11 mínútur að meðaltali að svara þessari könnun.

Smelltu hér til að taka þátt!

Auglýsing

Opnuð tilboð í flug á Bíldudal og Gjögur

Í dag rekur Norlandair þrjár Twin Otter vélar, þrjár Beech 200 King Air og eina Air Van útsýnisvél

Vegagerðin bauð nýlega út rekstur á áætlunarflugi – sérleyfissamnin – á eftirfarandi flugleiðum:

1. (F1) Reykjavík – Gjögur ‐ Reykjavík
2. (F2) Reykjavík – Bíldudalur ‐ Reykjavík

Samningstími er 3 ár, frá 16. nóvember 2025 til 15. nóvember 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn.

Útboðsgögnin voru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign og átti að skila tilboðum rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. apríl 2025.

Styrkfjárhæð fyrir báðar flugleiðirnar (F1) og (F2) er kr. 990.000.000 fyrir heildarvekið (3. ár),

Aðeins eitt tilboð barst og var það frá Norlandair, Akureyri og var vegið einingaverð á sæti kr. 45.501 án VSK,

Auglýsing

Vísindaport: Lærdómar úr áhugaleikhúsinu

04.04.2025 kl. 12:10 Vísindaport

Dóra Hlín Gísladóttir er efnaverkfræðingur og starfar sem varaforseti vöruþróunar hjá Kerecis. Hún hefur setið í stjórn Litla leikklúbbsins síðan árið 2022. Innan klúbbsins hefur Dóra verið aðstoðarleikstjóri, leikari og í búningadeild, fyrir utan að stökkva í öll þau störf sem stjórnarmenn þurfa að sinna.

Tinna Ólafsdóttir er menntaður mannfræðingur með master í blaðamennsku og starfar sem upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Hún hefur setið í stjórn Litla leikklúbbsins síðan árið 2019 og tekið að sér leikstjórn, tónlistarleik og búningahönnun fyrir klúbbinn

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. 

Erindið fer fram á íslensku

Auglýsing

Gallup: Samfylking stærst í Norðvesturkjördæmi

Kristrún á Ísafirði fyrir skömmu.

Samfylkingin mælist með mest fylgi í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnun Gallup, sem unnin var fyrir RUV. Flokkurinn mælist með 21,8% fylgi og hefur bætt við sig frá alþingiskosningunum í lok nóvember á síðasta ári. Þá fékk Samfylkingin 15,9% atkvæða og var þriðji stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins.

Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn í kjördæminu ef úrslit kosninga yrðu eins og könnunin sýnir með 17,6%. Þá er nánast óbreytt fylgi frá kosningunum, en þá fékk flokkurinn 18% atkvæða.

Flokkur fólksins, sem fékk 16,7% atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra fengi nú aðeins helming þess fylgis eða 8,5%.

Samfylkingin bætir við sig kjördæmaþingsæti og fengi tvö og Flokkur fólksins myndi tapa sínu kjördæmaþingsæti. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og Viðreisn fengju einn kjördæmaþingsæti hver eins og þeir fengu í alþingiskosningunum.

RUv hefur sent Bæjarins besta niðurbrot könnunarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Auglýsing

Hvalárvirkjun: málarekstur frestast til haustsins

Landamerki Drangavíkur sem Héraðsdómur og Landsréttur dæmir rétt.

Hæstiréttur hefur frestað málflutningi í máli nokkurra eigenda Drangavíkur til haustins og fer hann fram 2. og 3. september. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er það vegna þess að dómarar hafa ákveðið að fara norður í Árneshrepp á vettvang.

Það sem er undir í málinu er Hvalárvirkjun. Málshöfðendur leggjast gegn virkjuninni og vilja koma í veg fyrir hana. Gera þeir kröfu til þess að jörð þeirra eigi land, sem er í eigu Engjaness og Ófeigsfjarðar, og þar með virkjunarréttindi.

Bæði Héraðsdómur og Landsréttur hafa hafnað kröfunum.

Gylfi Ólafsson, formaður stjórnar Fjórðungssambandsins vék að þessum fréttum í ræðu sinni á Fjórðungsþinginu á gær. Taldi hann þessa ákvörðum Hæstaréttar valda enn frekari töfum á virkjunaráformunum og vera sorglegt dæmi um skaðlega framgöngu fámennra hópa:

„Ein jákvæð frétt frá síðustu mánuðum, og ótengd fjármálaáætlun, er að Vesturverk og Landsnet gerðu samning um að hefja aftur undirbúning framkvæmda við Hvalárvirkjun. Landsnet er komið áleiðis í undirbúningi á línuleiðum og samningar þar að lútandi hafa verið undirritaðir og fundir haldnir. En þá kemur babb í bátinn. Nú get ég tilkynnt hér, sem ekki hefur verið sagt frá opinberlega svo ég viti til, að hæstiréttur hefur ákveðið að fresta fyrirtöku sinni á landamerkjamáli á Ófeigsfjarðarheiði fram á haust, en því máli átti að ljúka nú í apríl eftir langan aðdraganda á tveimur dómsstigum. Mínar upplýsingar benda til þess að þetta hafi beinar tafir á verkinu í för með sér, og eru sorgleg viðbót í langan lista þjóðhagslega skaðlegrar réttindagæslu einstaklinga og fámennra hópa. Drangavík er eyðijörð og hefur verið lengi.“

Auglýsing

HVEST: sjómennirnir voru skoðaðir strax

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, ber til baka frásögn í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa, sem birt var í síðustu viku að tveir sjómenn af Sólborgu RE 27 , sem fluttir voru á sjúkrahúsið á Ísafirði að morgni 5. september 2024 hafi fengið þau svör að ekki væri hægt að taka á móti þeim fyrr en kl 8 að morgni næsta dags.

Súsanna segir að mennirnir tveir hafi verið skoðaðir strax við komu á sjúkrahúsið. Niðurstaðan hafi verið að ekki hafi verið ástæða til þess að kalla út starfsfólk til að gera myndrannsóknir á þeim og því voru þeir ekki lagðir inn.

Við þær aðstæður er það hlutverk útgerðar að sjá um gistingu mannanna, en ákveðið hafi verið til þess að aðstoða útgerðina að leyfa þeim að gista á sjúkrahúsinu og fengu þeir herbergi til þess. Sjómennirnir voru ekki skráðir inná sjúkrahúsið sem sjúklingar.

Áframhaldandi rannsókn daginn eftir leiddi í ljós að ekki var ástæða til neinnar meðferðar.

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er ósátt við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Hún var gerð án samráðs við okkur og efni hennar ekkert rætt við okkur.“ Hún segist gera athugasemdir við skýrslu sem gerir ekki grein fyrir hlið Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á málavöxtum. „Við erum búin að bija um fund með rannsóknarnefnd sjóslysa.“

Auglýsing

Vegagerðin: þungatakmörkun aflétt á Drangsnesvegi

Drangsnes. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Þeim sérstöku ásþungatakmörkunum sem verið hafa í gildi á Drangsnesvegi 645 verður aflétt fimmtudaginn 3. apríl kl. 10:00.

Auglýsing

Gylfi Ólafsson: sértækar skattabreytingar koma illa niður á Vestfjörðum

Gylfi Ólafsson, flytur skýrslu stjórnar Fjórðungssambandsins. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori var haldið í gær á Ísafirði. Að loknum flutningi skýrslu stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða vék Gylfi Ólafsson formaður stjórnar nokkrum orðum að héraðspólitíska landslaginu. Hér á eftir eru þeir punktar sem hann studdist við í ræðu sinni.

2024 besta ár Vestfjarða

Árið 2024 var að mjög mörgu leyti besta ár Vestfjarða. Útflutningstekjur laxeldis hafa aldrei verið meiri en 2024. Farþegar á skemmtiferðaskipum hafa aldrei verið fleiri sýnist mér af tölum Patrekshafnar og Ísafjarðarhafna. Gestafjöldi á Dynjanda hefur aldrei verið meiri. Mannfjöldi var sá mesti í 15 ár. Afkoma fyrirtækja og sveitafélaga var almennt góð. Malbikuðum kílómetrum fjölgaði á Vestfjörðum. Og Vestri hélt sér uppi í Bestu deildinni.

En

En í upphafi vikunnar var fjármálaáætlun fyrir árin 2026–30 kynnt. Þar voru nokkur atriði sem ekki voru í besta flokknum. Gefum Gylfa Ólafssyni orðið:

Fyrsta atriðið er að gert er ráð fyrir tvöföldun veiðigjalds. Það má hafa samúð með sjónarmiðum um að almenningur eigi að njóta afraksturs fiskiauðlindarinnar og það er vel ef þær tekjur eru nýttar til góðra verka sem lýðræðislega kjörið fjárveitingarvald ákveður. Hitt er annars augljóst að staðbundin áhrif breytinganna eru líkleg til að verða töluverð, og óvissa leggst jafnan illa í fólk. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga eru byrjuð að gera greiningar á þessu, eins og Vestfjarðastofa, og vonandi ekki langt að bíða þar til hægt er að sýna fram á hvernig aðgerð sem þessi komi til með að líta út í reynd fyrir Vestfirði. Það verður því að gera þá kröfu til stjórnvalda að sjávarplássin á Vestfjörðum með misstórar útgerðir og vinnslu verði ekki meðafli þegar veiðigjaldatrollið er dregið inn. Það er ansi súrt í broti að meðalstórar útgerðir hafni í skotlínu þessa hráskinnaleiks stórútgerða og ríkisvaldsins. Ég hef því átt samtöl við ráðherra málaflokksins sem hefur sagt mér að hlustað verði á þessi sjónarmið við áframhaldandi vinnslu málsins.

Í öðru lagi er gert ráð fyrir að halda of háum sérstökum skatti á skemmtiferðaskip, sem ranglega er kallaður innviðagjald þó gjaldið tengist ekki innviðum að neinu leyti. Ákvörðunin er upprunalega frá fyrri ríkisstjórn, sem setti gjaldið á allt of hátt og allt of hratt. Þetta kemur að vísu ekki beinlínis fram í fjármálaáætlun, en hefur komið fram í fréttum og er væntanlega undirliggjandi tekjuhlið áætlunarinnar. Í málflutningi okkar höfum við bent á að 8% af ferðamönnum sem koma til Íslands heimsækja Vestfirði, en af skemmtiferðaskipunum er þetta hlutfall 2/3. Sértækur skattur á skemmtiferðaskip, til viðbótar við tollalagabreytingar, kemur því mjög hart niður á Vestfjörðum. Hlutfallslega breytingin er mest í höfnum sem hafa tekið á móti færri skemmtiferðaskipunum, svo sem Bolungarvík, Patreksfirði og Flatey, en í krónum talið mest á Ísafirði.

Þetta er slæm ákvörðun þar sem fórnað er meiri hagsmunum fyrir minni. Mér er þannig til efs að reiknilíkön fjármálaráðuneytisins séu með sérstakan dálk fyrir útreikning tekjuskatta og virðisaukaskatt beintengdan við umsvif í tengslum við skemmtiskip. Það er hins vegar auðvelt að reikna beinar tekjur af innviðagjöldunum. Ég held því að excel-skjölin (og trúið mér; ég er með doktorsgráðu í excelskjölum) villi ríkinu sýn í þessu máli; litlu tekjurnar eru reiknaðar sem plús fyrir ríkið en tapið týnist.  

Í þriðja lagi eru það samgöngurnar. Þar er gert ráð fyrir myndarlegri aukningu í samgöngumál, bæði viðhald og framkvæmdir. Þessi aukning nemur um 7 m.kr. á ári og helst talan þar út tímabilið. Það munar um minna, þetta er ríflega 10% aukning.

Farsímasamband á að vera komið á alla stofnvegi á tímabili fjármálaáætlunar. Það er að vísu skref aftur á bak miðað við fyrri áætlanir um að farsímasamband væri komið á stofnvegakerfið í lok næsta árs.

Flug er ekki nefnt sérstaklega, enda textinn knappur í fjármálaáætlun. Líkt og flestir vita hefur Icelandair gefið út að fyrirtækið muni hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar árið 2026. Við hljótum því að gera ráð fyrir að almenningssamgöngur í lofti verði tryggðar með sómasamlegum hætti frá og með næsta ári. Í gær áttum við fund með fulltrúum frá Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Húsavík og ræddum möguleg samstarf í þessu samhengi. Á öllum þessum stöðum hefur molnað undan flugsamgöngum vegna lítils fyrirsjáanleika, stuttra samninga og óhentugra flugvéla. Vestfjarðastofa hefur tekið skýra forystu í þessu máli og við munum halda áfram að finna lausnir sem ekki bara tryggja flug til Ísafjarðar, heldur að það verði af háum gæðum.

Við vonum einnig að vetrarþjónusta og viðhald vega á Vestfjörðum verði ekki útundan í þessu tilliti.

Í fjórða lagi er það hækkun fiskeldisgjaldsins. Árið 2019 náðist þokkaleg sátt um eldisgjaldið myndi hækka í sjö þrepum árin eftir upp í 3,5% af alþjóðlegu markaðsverði. Í hitteðfyrra var þetta markmið, 3,5%, hækkað í 4,3%, reynt var að hækka það í 5% en ekki náðist stuðningur við það á þingi. Í fjármálaáætlun er gerð önnur atrenna að því að hækka gjaldið í 5%. Þriðjungur þessa gjalds rennur í fiskeldissjóð, og sem slíkt er það auðvitað mjög verðmætt fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Ég held þó, að þegar á heildina sé litið, sé betra að fá hóflegt hlutfall af eldi sem dafnar heldur en hátt hlutfall af eldi sem ekki á sér stað. Auk þess er ekki góður bragur á því þá sjaldan að reynt er að gera langtímaáætlanir um gjaldtöku, að henni sé breytt meira og minna á hverju ári.

Í fimmta lagi vil ég nefna önnur mál sem ríkisstjórnin erfir frá þeirri fyrri. Þannig verður áfram haldið með breytingar á gjaldtöku fyrir akstur á þjóðvegunum og kílómetragjald tekið upp. Það er ljóst að landshluti sem byggir útflutning og innflutning á landflutningum að miklu leyti, kemur ekki vel út úr slíkum breytingum. Jafnvel þó hafa megi skilning á því að auknar tekjur ríkissjóðs geti komið til samgöngumála, breytir þetta ekki þessum veruleika.

Og svo eru það önnur mál sem þessi ríkisstjórn erfir frá þeirri fyrri. Þannig fæst ekki séð að fjármunir séu til að byggja þau fjögur verkmenntahús sem byggja á átti kringum landið, þar af eitt á Ísafirði. Við erum enn að bíða eftir að nýtt áhættumat erfðablöndunar verði kynnt, en þar teflir um tugmilljarða hagsmuni fyrir Vestfirði og Ísland á ári hverju. Ég hef talsverðar áhyggjur af því að hér verði ekki litið til allra þriggja stoða sjálfbærni.

En gott og vel. Einar og sér kunna þessar hugmyndir í fjármálaáætlun að vera skiljanlegar. En þegar skattkerfisbreytingar sem boðaðar koma nær allar hlutfallslega illa niður á Vestfjörðum, verður maður frekar foj. Ég hef því legið í símanum síðustu daga, til viðbótar við þau samskipti sem hafa verið síðustu vikur og mánuði. Við þetta verður ekki unað. Ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis hefur endanlega valdið í þessu og þar er boltinn formlega.

Auglýsing

Nýjustu fréttir