Mánudagur 9. september 2024
Síða 110

Mælingar hafsbotnsins varpa ljósi á skipsflakið HMS Rajputana

Á kortinu má sjá staðsetningu Rajputana vestur af Snæfellsnesi.

Á 400 metra dýpi, um það bil 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi liggur skipskrokkur á hafsbotninum sem er 155 metra langur og 20 metra breiður.

Skipið liggur á ystu brún plógfars eftir ísaldarjökul sem er 330 metra breitt og 12 metra djúpt. Skutur skipsins virðist vera grafinn undir set og er skipið því líklega lengra en gögnin sýna. Umhverfis flakið má sjá hóla og hæðir sem gætu verið leifar af skipinu sjálfu.  

Vopnaða kaupskipið HMS Rajputana sem var skotið niður 13. apríl 1941 á Íslandsmiðum

Í rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til að kortleggja hafsbotninn í kringum Ísland var siglt yfir staðinn sem talið var að Rajputana lægi.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar þar sem er frásagnir af skipinu og afdrifum þess.

Ísafjarðarbær fær 79,4 milljónir úr Fiskeldissjóði 

Þingeyri.

Stjórn Fiskeldisjóðs hefur úthlutað styrkjum til eflingar innviða og atvinnulífs í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað.

Að þessu sinni hlaut Ísafjarðarbær tvo styrki úr sjóðnum, alls um 79,4 milljónir. Annars vegar vegna fráveitu á Þingeyri, kr. 51.660.000, og hins vegar vegna byggingar nýs verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði, kr. 27.747.000.

Alls bárust 29 umsóknir í sjóðinn að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna en stjórn sjóðsins ákvað að veita styrki til 16 verkefna í sjö sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 437,2 milljónir króna.

Lagt til að sameina almannavarnanefndir á norðanverðum Vestfjörðum

Frá fundi almannavarnanefnda árið 2021 á Ísafirði.

Í gær var fundur í sameinaðri almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Greint var frá því að nefndin hafði í desember sl sent formlegt erindi til Bolungavíkurkaupstaðar til þessað  kanna hug þeirra til þess að starfandi verð ein sameinuð nefnd fyrir norðanverða Vestfirði, fyrir Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp.

Bæjarráð Bolungavíkur tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Í gær kom Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri á fund nefndarinnar til viðræðna um sameiningu almannavarnanefndanna tveggja.

Bókað var að Jón Páll Hreinsson ræddi skipulag almannavarna í Bolungarvík og samskipti við almannavarnir Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Jafnframt var rætt um tilkynningar vegna lokana á Eyrarhlíð.

Virðast viðræður um sameininguna vera komnar á rekspöl þótt ekkert hafi verið ákveðið enn.

Neytendasamtökin með fund á Ísafirði

Neytendasamtökin standa fyrir fundum um landið og efna til samtals um  neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu.

Umræðuefnin eru fjölmörg: heildarstefnumótun í neytendamálum, samkeppnismál, flutningskostnaður, raforkuöryggi og -verð, dýrtíðin og svo mætti lengi telja. Auk opinna funda með neytendum verður fundað með á annan tug sveitarstjórna víðs vegar um landið undir yfirskriftinni tölum um neytendamál.

Haldinn verður fundur á Dokkunni á Ísafirði í næstu viku, fimmtudaginn 2. maí og hefst hann kl 20.

Þar mæta Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og tveir stjórnarmenn samtakanna, þeir Guðmundur Gunnarsson og Þórarinn Stefánsson. 

Góður rekstur í Bolungarvík

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir er formaður bæjarráðs Bolungavíkurkaupstaðar.

Ársreikningur Bolungarvíkur fyrir árið 2023 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarráði Bolungarvíkur í vikunni. Hann sýnir heilbrigðan og traustan rekstur með jákvæðum rekstrarafgangi af bæði Aðalsjóði og stofnunum sveitarfélagsins.

Það er ánægjulegt að sjá þann kraft og styrk sem fram kemur í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári. Tekjur eru að aukast verulega og reksturinn er að skila jákvæðum afgangi. Sveitarfélagið framkvæmdi fyrir 330 m.kr. á síðasta ári sem gerir síðasta ár eitt af stærstu framkvæmdaárum síðari ára.

Sterkur rekstur er grundvöllur þess að hægt sé að halda áfram að fjárfesta í innviðum og þjónustu í Bolungarvík. Bærinn okkar er að vaxta, fyrirtækin að eflast og íbúum að fjölga. Það verður áskorun að fylgja slíkum vexti eftir og á sama tíma sýna skynsemi og gott utanumhald í rekstrinum.

Áframhaldandi vöxtur mun því kalla á frekari fjárfestingar á næstu árum í gatnagerð, vatnsveitu, skólakerfinu og svo mætti lengi telja.

Það eru því mörg skemmtileg og spennandi verkefni framundan í rekstri bæjarins sem ég hlakka til að vinna að í samvinnu með bæjarfulltrúum, starfsfólki og bæjarbúum.

Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka starfsfólki bæjarins og forstöðufólki fyrir þeirra framlag. Án þeirra útsjónarsemi og ráðdeildar væri ekki hægt að ná árangri í rekstri sveitarfélagsins.

Gleðilegt sumar!

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir,

formaður bæjarráðs Bolungarvíkurkaupstaðar.

Grunnskólinn á Ísafirði tilnefndur til hinna íslensku lýðheilsuverðlauna

Grunnskólinn á Ísafirði.

Sex hafa verið tilnefnd til hinna Íslensku lýðheilsuverðlauna 2024, sem forseti Íslands og heilbrigðisráðherra veita nú í annað sinn, á sumardaginn fyrsta.

Kallað var eftir hugmyndum frá almenningi að verðugum verðlaunahöfum. Dómnefnd hefur nú tekið tillögurnar til umfjöllunar og tilnefnt þrjú í flokki einstaklinga og þrennt í flokki starfsheilda.

Grunnskólinn á Ísafirði fær tilnefninguna í flokki starfsheilda.

Í frettatilkynningu forsetaembættisins segir um skólann:

„Skólinn hefur í 30 ár staðið fyrir fjallgönguverkefni fyrir alla árganga. Á hverju hausti fer hver bekkur í fjallgöngu sem hæfir þeirra getu innan Skutulsfjarðar. Við upphaf 10. bekkjar er farið í tveggja daga Hornstrandagöngu.
Þannig hafa nemendur, sem ljúka grunnskóla, gengið á öll helstu fjöll í nágrenni. Ferðirnar eru hugsaðar til þess að nemendur læri frá ungum aldri að njóta þess að ganga á fjöll í góðum félagsskap og kynnist fjölbreyttum möguleikum til útivistar í nærumhverfi sínu.“

Bolungavík: fékk 34,4 m.kr. styrk frá Fiskeldissjóði

Vatnsveitan í Bolungavík verður í Hlíðardal. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Stjórn Fiskeldissjóðs hefur afgreitt umsóknir um styrk fyrir þetta ár. Bolungavíkurkaupstaður sótti um 50 m.kr. styrk vegna tveggja verkefna, 25 m.kr. til hvors þeirra. Annars vegar var sótt um styrk til  þess að bæta aðgengi almennings að hafnasvæðinu og hins vegar til þess að bora neysluvatnsholur fyrir nýja vatnsveitu.

Niðurstaða Fiskeldissjóðs var að veita 19 m.kr. styrk til þess að bora neysluvatnsholur fyrir nýja vatnsveitu í Hlíðardal sem verið er að vinna við og kostar alls um 270 m.kr. Mun nýja vatnsveitan sækja vatn í borholur og leysa af hólmi núverandi vatnsveitu sem byggir á hreinsuðu og geisluðu yfirborðsvatni. Þegar hafa verið boraðar nokkrar holur og fæst úr þeim gott vatn en Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að bora þurfi fleirir holur til að hafa nóg vatn. Mikil uppbygging er í Bolungavík, nýtt laxasláturhús er tekið til starfa og í sumar hefjast framkvæmdir við nýtt íbúðahúsahverfi.

Einnig var veittur 15,5 m.kr. styrkur til þess að bæta aðkomu, aðstöðu og aðgengi almennings að hafnarsvæðinu.

Sendiherra Noregs tók þátt í Fossavatnsgöngunni

Sendiherrann tók þátt í Fossavatsgöngunni.

Sendiherra Noregs á Íslandi Cecilie Willoch kom ásamt Emblu Sveinsdóttur starfsmanni sendiráðsins til Ísafjarðar síðastliðinn föstudag 19. apríl. Tilgangur ferðarinnar var tvíþættur, annarsvegar að taka þátt í Fossavatnsgöngunni á laugardaginn og hinsvegar að kynna sér Vestfriði og fá innsýn í mannlífið hér og hvernig samfélögin eru uppbyggð.

Embla gekk 50 km og var það hennar fyrsta þátttaka í skíðagöngu. Sendiherrann Cecilie gekk 25 km og sigraði í sínum aldursflokki. Með þeim í för var Jón Ottó Gunnarsson, ræðismaður Noregs á Ísafirði.

Jón Ottó Gunnarsson og Cecilie Willoch sendiherra.

Á sunnudeginum 21. apríl gengum við úr okkur harðsperrurnar á neðri hluta eyrarinnar segir Jón Ottó. „Við heimsóttum prjónastofuna Ívaf og hittum þar þær Sigríði Sif Gylfadóttur sem á og rekur Ívaf og rithöfundinn Satu Rämö (sem er líklega lang frægasti Ísfirðingurinn um þessar mundir). Þaðan lá leiðin á Sjóminjasafnið og svo fengum við leiðsögn um Safnahúsið á Eyrartúni hjá þeim Guðfinnu Hreiðarsdóttur og Rannveigu Jónsdóttur.“

Á mánudaginn var farið í heimsókn í Kerecis og fengu gestirnir upplýsandi og skemmtilega kynningu. Því næst var spjall með Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra þar sem farið var yfir þróun bæjarins undanfarin ár, helstu áskoranir og framtíðarsýn. Háskólasetur Vestfjarða var næst á dagskránni og hittu gestirnir þar Peter Weiss sem fór yfir það mikilvægasta í starfinu þar og þær áskoranir sem lítil eining eins og Háskólasetrið stendur frammi fyrir.

„Við komum aðeins við á Snjóflóðasetrinu þar sem Magni Hreinn Jónsson var spurður út í starfsemina, samvinnu við norska aðila og þörfina fyrir frekari þekkingaröflun og samvinnu. Frá Vestrahúsi var farið á skrifstofur Arctic Fish þar sem við hittum Egil Ólafsson og Fredrik Hansen Mosti.“

Þaðan var farið til Bolungarvíkur þar sem boðið var upp á plokkfisk í Einarshúsi með bæjarstjóranum Jóni Páli Hreinssyni og norski sendiherrann fékk kynningu á starfsemi Arctic Fish og vettvangsskoðun um nýja sláturhúsið á Brjótnum.

Hádegisverður í Einarshúsi í Bolungavík.

Jón Ottó sagði ferðinni hafi lokið með huggulegu spjall með Jóni Páli á skrifstofu hans þar sem einnig var spurt út í helstu áskoranir, áhrif af jarðgöngum, byggðarþróun og fjölmenningu.

Norski sendiherrann í Drimlu. laxasláturhúsi og horfir yfir höfnina.

Myndir: Embla Sveinsdóttir.

Endurbótum á Vatneyrarbúð að ljúka

Vest­ur­byggð hefur unnið að endur­bótum á húsnæði Vatn­eyr­ar­búðar sem senn fer að ljúka. Við endur­gerð hússins var lögð mikil vinna í að halda í uppruna­legt útlit en á sama tíma á húsnæðið að uppfylla kröfur nútíma vinnu­að­stöðu.

Sögu Vatneyrarbúðar er gert hátt undir höfði og taka rýmin heiti fyrirtækja, skipa og fólks sem á stóran þátt í atvinnuuppbyggingu Patreksfjarðar. Munir úr gömlu Vatneyrarbúð prýða húsið að nýju og verður unnin bók þar sem má fræðast um þá muni sem sjá má í húsinu og sögu þeirra.

Í gegnum árin hafa komið fram ýmsar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins en frá árinu 2019 hefur verið unnið að uppbyggingu þekkingaseturs og samvinnurými í Vatneyrarbúð.

Fyrstu stofnanir sem taka til starfa í Vatneyrarbúðinni eru MAST, Umhverfisstofnun, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Minjasafnið að Hnjóti og Náttúrustofa Vestfjarða með nýtt starf deildarstjóra fiskeldis.

Auk þess er unnið að samningi við umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið um starf sem verður staðsett í Vatneyrarbúð.

Þegar hefur verið rætt við fjölda stofnana og má gera ráð fyrir að störfum fjölgi enn frekar á árinu, enda er einn aðaltilgangur verkefnisins að skapa kjöraðstæður til nýsköpunar og auka fjölbreytileika starfa.

Vatneyrarbúð verður eign samfélagsins og þannig glæsilegur samkomustaður, þekkingar og umræðna. Viðburðir verða haldnir á vegum þekkingarsetursins en einnig býðst einstaklingum eða fyrirtækjum að leigja sér aðstöðu til lengri eða skemmri tíma eða halda þar einstaka fundi.

Vatneyrarbúð, þekkingarsetur, verður formlega opnað í maí.

Grunnskólinn á Ísafirði aðildarskóli Erasmus+

Grunnskólinn á Ísafirði var nú í desember samþykktur sem aðildarskóli að Erasmus+ sem er partur af menntaáætlun Evrópusambandsins og er gildistími aðildar árin 2024-2027.

Áhersluatriði skólans eru þróun kennsluhátta, móttaka nýbúa/flóttamanna og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.

Þegar skóli er orðinn aðildarskóli er auðveldara að sækja um styrk fyrir verkefnum í flokknum Nám og þjálfun.

Þegar hefur skólinn fengið samþykktan styrk upp á 25.000 evrur (u.þ.b. 3,7 millj. kr.) en þrjú verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári. Eitt þeirra er samstarfsverkefni við skóla í Þýskalandi og Portúgal

Umsjónarmaður þessa verkefnis er Halla Magnadóttir deildarstjóri.

Nýjustu fréttir