Laugardagur 12. apríl 2025

Strandabyggð: Umf Geislinn fær 250 þús kr. árlegt rekstrarframlag

Auglýsing

Gerður hefur verið styrktar- og samstarfssamningur milli Ungmennafélagsins Geislans og Strandabyggðar. Samningnum er ætlað að styðja við æskulýðs- og íþróttastarf
sem fram fer á vegum Umf. Geislans og segir að með samningnum viðurkenni
Strandabyggð hið mikilvæga hlutverk sem Umf. Geislinn gegnir gagnvart íbúum sveitarfélagsins.

Umf. Geislinn skal vinna að hefðbundnu hlutverki ungmennafélags, ræktun lýðs og lands. Það tryggi öllum jöfn tækifæri til að stunda íþróttir við hæfi, hafa aðgang að upplýsingum og aðstöðu á vegum félagsins.

Sveitarfélagið Strandabyggð veitir Umf. Geislanum afnot af þremur íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins; Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, sparkvelli við grunnskólann og íþróttavelli í Skeljavík. Einnig veitir sveitarfélagið afnot af geymsluherbergi á lofti i félagsheimili og aðstöðu til fundarhalda. Leiga vegna afnota Umf. Geislans af þessum mannvirkjum er færð í bókhaldi Strandabyggðar sem óbeinn styrkur til félagsins.

Árlegt rekstrarframlag Strandabyggðar til Umf. Geislans eru kr. 250.000.- Um er að ræða almennt rekstrarframlag gegn því að Umf. Geislinn tekur að sér að skipuleggja, stjórna og annast framkvæmd þjóðhátíðardagskrár á 17. júní fyrir íbúa Strandabyggðar.

Samningurinn gildir frá og með 1. september 2024 til 31. maí 2026.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir