Föstudagur 18. apríl 2025

Bíldudalur: tjaldsvæði verði tímabundið til tveggja ára

Auglýsing

Heimastjórn ASrnarfjarðar segir að áform séu um að tjaldsvæði verði á opnu svæði við Skrímslasetrið en leggur áherslu á að þar verði aldrei nema um tímabundna lausn að ræða sökum smæðar svæðisins. Þar sem vinna við deiliskipulag hafi ekki hafist eins og stóð til á síðasta ári leggur heimastjórnin til við Skipulags og framkvæmdaráð Vesturbyggðar að frekar verði farið í grenndarkynningu á áformum um tjaldsvæði og að um tímabundna ráðstöfun til tveggja ára verði að ræða. Slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi þar sem tjaldsvæði verði staðsett tímabundið.

Heimastjórn Arnarfjarðar leggur á það áherslu að framtíðarlausn á tjaldsvæðismálum á Bíldudal verði að finnast sem allra fyrst til að hægt verði að hefja framkvæmdir og koma nýju svæði í gagnið að loknum þessum tveimur árum.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir