Matvælastofnun varar við neyslu á Arna+ próteindrykkjum með súkkulaðibragði, jarðaberjabragði og kaffibragði vegna þess að Bacillus cereus örvera sem getur valdið matareitrun greindist í vörunni í gæðaeftirliti fyrirtækisins.
Fyrirtækið hefur innkallað vörur með geymsluþolsmerkingu Best fyrir 15.04 í samráði við Matvælastofnun og auk þess tekið vöru með öllum dagsetningum úr sölu í varúðarskyni.
Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Arna+
- Vöruheiti: Próteindrykkur með súkkulaðibragði, Próteindrykkur með jarðaberjabragði og Próteindrykkur með kaffibragði
- Framleiðandi: Arna, Hafnargötu 80, Bolungarvík
- Lotunúmer/Best fyrir: 15.04
- Geymsluskilyrði: Kælivara
- Dreifing: Krónan, Bónus, Nettó og Hagkaup, verslanir um allt land. Fjarðarkaup, Melabúðin, Hlíðarkaup Sauðárkróki, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Vestur húnvetninga Hvammstanga, Kauptún Vopnafirði.
Neytendum er bent á að neyta ekki vörunnar og geta þeir skilað henni gegn endurgreiðslu í þeirri verslun sem hún var keypt. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Örnu ehf. í síma 456 5600