Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn að óska eftir óformlegum viðræðum við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp um sameiningu sveitarfélaganna.
Fram kom á fundinum að Þorgeir Pálsson, oddviti væri búinn að ræða við hlutaðeigandi oddvita og sveitarstjóra.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Í febrúar synjuðu sveitarstjórnir Reykhólahrepps og Dalabyggðar erindi frá Strandabyggð um sameiningarviðræður.