Fimmtudagur 17. apríl 2025

Ofanflóðasjóður: framkvæmdir í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ

Auglýsing

Á þessu ári eru framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs í gangi í tveimur sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Á Patreksfirði verður lokið við endanlegan frágang bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Á Bíldudal er fyrirhugað að hefja lokaáfanga í uppbyggingu varna fyrir byggðina árið 2025.
Á Flateyri er unnið að endurbótum varna.

Hins vegar hafa framkvæmdir ekki hafist við varnir á Patreksfirði undir Stekkagili, við Sigtún og í efri hluta Litladalsár og einnig við varnargarða á Tálknafirði undir Geitárhornum.
Þá hafa ekki framkvæmdir hafist undir Bakkahyrnu í Hnífsdal.

Fyrirsjáanlegar framkvæmdir

Fyrirsjáanlegar eru endurbætur á vörnum á þessum stöðum:

Á Patreksfirði er verið að prófa virkni snjósöfnunargrinda á fjallstoppi til þess að styrkja varnir ofan og við höfnina. Virkni hingað til er takmörkuð.
Á Flateyri er verið að prófa virkni snjósöfnunargrinda á fjallstoppi til þess að draga úr snjósöfnun í upptakasvæði ofan byggðar. Prófun lofar góðu.
Í Bolungarvík: Varnargarðar hafa valdið auknu vindálagi á hús í byggð undir görðunum og til greina kemur að reisa vindveggi til þess að bregðast við því.

Þessar upplýsingar koma fram í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á Alþingi við fyrirspurn
frá Degi B. Eggertssyni um ofanflóðasjóð.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir