Nemendur í háriðn eru þessa dagana staddir í heimsókn hjá Novia, samstarfskóla MÍ í Espoo í Finnlandi.
Novia er stór framhaldsskóli með samtals um 10.000 nemendur og er boðið upp á fjölmargar verknámsbrautir sem fara fram í nokkrum byggingum eða útibúum („campus“). Umhverfið er því nokkuð frábrugðið því sem nemendur hafa fengist að kynnast í MÍ.
Í skólaheimsókninni eru fjórir nemendur og með þeim í för Margrét Skúladóttir kennari.
Nemendurnir hafa fengið að kynnast og spreyta sig á ýmsum hár- og höfuðmeðferðum í kennslustundum, en einnig fengið að skoða umhverfið utan veggja skólans. Brá hópurinn sér sem dæmi í göngutúr í þjóðgarðinum Nuuksio sem einnig er staðsettur Espoo.
Í haust munu nemendur í háriðn frá Novia koma í heimsókn í MÍ og mögulega fleiri skóla.