Snerpa í samstarfi við Vesturbyggð hyggst leggja ljósleiðara í þéttbýli á Bíldudal á árinu 2025.
Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Áformað er að framkvæmdir hefjist á Bíldudal næsta vor en nánari upplýsingar veitir Snerpa.
Notendur þurfa ekki að greiða tengigjald eða aðra hlutdeild í kostnaði við lögn að inntakskassa samþykki þeir að lögð sé til þeirra tenging.
Kjósi notendur að taka tengingu síðar má búast við umtalsverðum viðbótarkostnaði til þeirra þar sem framlag Fjarskiptasjóðs og/eða sveitarfélagsins verður þá ekki í boði og samlegðaráhrif falla út.
Þeir sem ætla að óska eftir ljósleiðaratengingu í hús sitt þurfa að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir mánudaginn 14. apríl og merkja póstinn „Ljósleiðari á Bíldudal 2503092“: