Á vegum Ungmennasambands Dalamanna og Norður Breiðfirðinga -UDN- eru veittar hvatningarviðurkenningar sem bera það skemmtilega heiti Drifskaftið.
Á dögunum hlaut Ásborg Styrmisdóttir í Fremri – Gufudal Drifskaftið. Hún hefur stundað bogfimi hjá UMFA og keppt fyrir hestamannafélagið Glað í Dölum.
Ásborg hefur verið virkur þáttakandi í bogfimi hjá Aftureldingu og tekið þátt í öllum æfingum sem í boði eru. Hún tók þátt á íslandsmeistaramóti Bogfimisambands Íslands U18 innanhúss og lenti þar í fyrsta sæti í liðakeppni og setti jafnframt Íslandsmet. Þá var hún í öðru sæti bæði í blönduðum flokki og kvennaflokki.

Ásborg hefur líka verið virkur þáttakandi /keppandi fyrir hestamannafélagið Glað. Hún keppti á unglingalandsmóti í Borgarnesi, vetrarmóti Borgfirðings og Hestaþingi Glaðs.

Ásborg er drífandi og dugleg við að fá aðra til að koma með á mót og er góð fyrirmynd innan vallar sem utan.
Hún hefur verið dugleg við að sinna hestamennskunni og hefur meðal annars starfað s.l. sumur við reiðnámskeið á sumarnámskeiðum á Reykhólum.