Vestri náði í gott stig á Hlíðarenda

Mark Vestra í leiknum í gær. Skjáskot af RUV.

Besta deild karla í knattspyrnu hófst um helgina. Vestri hóf vertíðina á heimsókn til Vals á Hlíðarenda í Reykjavík. Miklar breytingar hafa orðið á liði Vestra síðan í fyrra og nokkur óvissa stöðu liðsins eftir góða frammistöðu á lokaspretti deildarinnar.

Segja má að Vestri hafi komið á óvart með góðum og skipulögðum leik sem skilaði jafntefli þegar leik var lokið. Hvort lið gerði eitt mark, og reyndar gerðu Valsmenn bæði mörkin þar sem mark Vestra var slysalegt sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks.

Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra var kampakátur í lok leiks og sagði það vera gott að fá stig á Hlíðarenda. „Við spiluðum vel og sýndum góðan og agaðan varnarleik sem skilaði stigi“.

Samúel vildi hvetja Vestfirðinga til þess að mæta á fyrsta heimaleik Vestra sem verður á sunnudaginn á Kerecis vellinum og það verður Hafnfirðingar í FH sem koma í heimsókn. Hann sagði það muna miklu að geta spilað heimaleikina strax á Ísafirði, en eins og kunnugt er var gervigrasvöllurinn ekki tilbúinn í fyrra fyrr en í júní. Að sögn Samúels er leikmannahópurinn í minna lagi, en hins vegar er gott stand á leikmönnum og engin meiðsli. Samúels sagðist vera bjartsýnn á gott gengi Vestra í sumar.

DEILA