Gallup: Samfylking stærst í Norðvesturkjördæmi

Kristrún á Ísafirði í aðdraganda alþingiskosninganna.

Samfylkingin mælist með mest fylgi í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnun Gallup, sem unnin var fyrir RUV. Flokkurinn mælist með 21,8% fylgi og hefur bætt við sig frá alþingiskosningunum í lok nóvember á síðasta ári. Þá fékk Samfylkingin 15,9% atkvæða og var þriðji stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins.

Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn í kjördæminu ef úrslit kosninga yrðu eins og könnunin sýnir með 17,6%. Þá er nánast óbreytt fylgi frá kosningunum, en þá fékk flokkurinn 18% atkvæða.

Flokkur fólksins, sem fékk 16,7% atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra fengi nú aðeins helming þess fylgis eða 8,5%.

Samfylkingin bætir við sig kjördæmaþingsæti og fengi tvö og Flokkur fólksins myndi tapa sínu kjördæmaþingsæti. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og Viðreisn fengju einn kjördæmaþingsæti hver eins og þeir fengu í alþingiskosningunum.

RUv hefur sent Bæjarins besta niðurbrot könnunarinnar í Norðvesturkjördæmi.

DEILA