Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að greiða stofnframlög vegna bygginga á sex leiguíbúðum á Patreksfirði. Það er Brák íbúðarfélag hses sem byggir.
Heildarframlag Vesturbyggðar eru 34.878.816 kr. sem eru 12% af byggingakostnaði. Það skiptist þannig að þar af eru 9.608.970 kr. opinber gjöld og beint fjárframlag eru 25.269.846 kr.
Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2025.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur fram 18% af byggingarkostnaði.