Arctic Fish: ársskýrslan 2024 birt í gær – 390 m.kr. hagnaður

Arctic Fish birti ársskýrslu sína fyrir árið 2024 í gær.

Á árinu 2024 slátraði Arctic Fish 10.667 tonnum af laxi og seldi félagið afurðir fyrir um 12 milljarða. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 390 milljónum króna.

„Nú þegar við gerum upp árið 2024 er tími til að horfa til baka á tímabil vaxtar, lærdóms og árangurs. Félagið er enn í uppbyggingarfasa með öllu sem því fylgir. Á sama tíma er mikilvægt að tryggja arðbærann rekstur með kostnaðaraðhaldi og skilvirkni í rekstri.

Þær umbætur sem við náðum á árinu 2024 hefðu ekki verið mögulegar án eldmóðs og ástríðu starfsfólksins, sem knýr Arctic Fish áfram á degi hverjum. Saman náðum við ýmsum mikilvægum áföngum, þar á meðal metháum framleiðslutölum í seiðaeldinu okkar, frábærum árangri í baráttunni við laxalús og fyrsta heila rekstrarárinu í vinnslunni okkar í Bolungarvík.

Við stöndum því á sterkum grunni og stefnum á áframhaldandi sjálfbæran vöxt.” – Sagði Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish Holding.

DEILA