
Á síðasta fundi Lionsklúbbs Patreksfjarðar var samþykkt að styrkja Björgunarbátasjóð Vestur-Barðastrandasýslu um samtals 7 millljón króna til kaupa á nýju björgunarskipi fyrir svæðið.
Mikil samstaða hefur myndast á svæðinu um að afla fjár til þess að greiða hlut heimamanna í nýju björgunarskipi Landsbjargar sem mun koma á næsta ári. Það mun kosta um 340 m.kr. og er hlutur heimamanna fjórðungur þess eða 85 m.kr. Það er Björgunarbátasjóður V- Barðastrandarsýslu sem stendur að kaupunum fyrir hönd heimamanna.
Oddi hf hefur lagt fram 30 m.kr. og bæjarsjóður mun greiða 20 m.kr. Slysavarnadeildin Unnur veitti 10 m.kr. styrk. Strandveiðisjóðmenn söfnuðu 25 m.kr. Þá hafa ýmis fyrirtæki lagt fram myndarlegar upphæðir.