Skólakynningar í Menntaskólanum á Ísafirði

Frá háskóladeginum í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á föstudaginn 28. mars verða skólakynningar í MÍ. Menntaskólinn á Ísafirði, Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólasetur Vestfjarða, Lýðskólinn á Flateyri og AFS munu þá kynna starfsemi sína í Gryfjunni. Kynningarnar standa yfir frá kl. 12:30-14:00.

Allir velkomnir.

Mikill fjöldi gesta kom í fyrra á háskóladeginum í M.Í. og höfðu skólarnir lagt metnað sinn í kynna sem best starfsemi sína og námsleiðir sem til boða standa.

DEILA