Botnliðið kemur á Torfnes

Mynd úr safni.

Knattspyrnutímabilið er að styttast í annan endann, tímabil sem flestir aðdáendur Vestra fóru inn í fullir vonar um baráttu um eitt af toppsætum deildarinnar og þeir bjartsýnustu sáu fyrir sér gjöfular lendur í 1. deildinni á næsta ári. Sú verður ekki raunin og Vestri siglir sinn sjó um miðja deild. Á morgun leika Vestramenn við Sindra frá Höfn í Hornafirði sem er í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með fimm stig.  Vestri er í áttunda sæti með 20 stig. Hornfirðingarnir eru svo gott sem fallnir í þriðju deild en vilja án vafa sýna hvað í þeim býr svo þeir verða sýnd veiði en ekki gefin á Torfnesvellinum á morgun.

Leikurinn hefst kl. 14.30.

smari@bb.is

DEILA