Ef allir landsmenn kaupa 3 kíló af umfram það sem þeir eru vanir, á tímabilinu 15. ágúst til 15. september, þá gengur hratt á þær lambakjötsbirgðir sem er í landinu. Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, hefur skorað á landsmenn að taka höndum saman og eyða lambakjötsfjallinu. Útlit er fyrir að um 1.300 tonn af lambakjöti verði til 1. september. Þetta er um 700 meira en æskilegt væri. Þetta jafngildir því nánast að mánaðarsala sé til á lager þegar nýtt kjöt kemur á markað.
smari@bb.is