Reykjavíkurborg: trjáfellingar í Öskjuhlíð ekki í þágu borgarbúa

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkurborgar í umhverfis- og skipulagsráði samþykktu í vikunni aðgerðaráætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíðinni í þágu flugöryggis.

Bókað var að fallist væri á áætlunina um fellingu trjáa en áréttað skógurinn í Öskjuhlíð væri mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Telur meirihlutinn eðlilegt að ríkið standi straum af kostnaði við trjáfellinguna sem sé ekki í þágu borgarbúa.

DEILA