Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar segir aðspurður um afstöðu Strandabyggðar til tillagna um breytta úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóðis veitarfélaga að það sé í sjálfu sér lítið um það að segja, þar sem legið hefur fyrir í nokkurn tíma að regluverkinu yrði breytt, enda sé vel tímabært.
„Fyrir Strandabyggð felur breytingin í sér verulega skerðingu á framlögum á næstu árum. En, í þeirri mynd sem breytingarnar voru kynntar fyrir sveitarstjórn nýlega, er skerðingin minni en áætlað var. Það sem er jákvætt við þessar breytingar er að nýtt regluverk er einfaldara og þá er það jákvætt að meta allar breytur saman, en ekki sem stakar stærðir og áður var.“
Samkvæmt tillögunum munu framlögin lækka um 51 m.kr. og verða 148 m.kr. en eru 197 m.kr. samkvæmt úthlutun miðað við gildandi reglur.